Fékk loks kjark til að sækja um Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Elsa María Jakobsdóttir er sammála því að auka þurfi hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi. Hún er fyrsta íslenska konan sem kemst inn í leikstjóranámið í hinum eftirsótta skóla Den Danske Filmskole. Mynd/Þorbjörn Ingason „Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“ Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira