Óvinur nr. 1 Þórður Snær Júlíusson skrifar 11. mars 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Þar sagði hann frá þeim tveimur málum sem flokkurinn hans ætlar að leggja alla áherslu á í aðdraganda kosninga: skuldaafskriftir og afnám verðtryggingar. Í viðtalinu skaut Sigmundur á að skuldaafskriftirnar myndu kosta um 240 milljarða króna. Til að setja þá tölu í samhengi er hún 41,4 prósent af öllum áætluðum tekjum ríkissjóðs á árinu 2013. Sigmundur vill helst að kostnaður lendi „á þeim sem hafi hagnast á hruninu". Síðar í viðtalinu kemur í ljós að þar á hann við kröfuhafa föllnu bankanna, sem hann ályktar að séu að mestu illir vogunarsjóðir. Að mati formannsins er bæði „réttlætanlegt" og „framkvæmanlegt" að gera ágóða þeirra upptækan og nota hann til að borga niður íslenskar húsnæðisskuldir. Þessar hugmyndir Sigmundar eru því miður með öllu óraunhæfar. Hér er verið að boða klára þjóðnýtingu erlendra eigna kröfuhafa. Allar niðurfærslur á krónueignum kröfuhafa fara nefnilega í að vinna á snjóhengjuvandanum. Þetta hlýtur formaður stjórnmálaflokks að vita. Og hann hlýtur líka að vita að það er ekki hægt að nota sama féð tvisvar. Því brjóta þessar tillögur gegn 72. grein stjórnarskrár landsins. Þar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur". Þær eru líka í algjörri andstöðu við almennar leikreglur réttarríkisins og brot á alþjóðasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða. Sigmundur virðist þó að einhverju leyti meðvitaður um að þessi leið er líklega ekki gerleg þegar stigið er út úr draumheimum og viðurkennir að skuldaniðurfellingar gætu þýtt að „einhver langtímakostnaður lendi á ríkissjóði. Sá langtímakostnaður verður hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum ávinningi“. Sigmundur réttlætir þannig útgjöld ríkissjóðs, sem mögulega geta hlaupið á hundruðum milljarða, og greiðast ekki nema með aukinni skattheimtu eða frekari niðurskurði, með því að lofa ávinningi sem hann getur ekki sagt hver er og hann hefur engar forsendur til að áætla að verði til. Af einhverjum ástæðum er afnám verðtryggingar vinsælt kosningamál hjá Framsóknarflokknum. Hugmyndirnar snúast bara um að banna ný verðtryggð útlán, sem flestir neytendur eru hvort eð er búnir að hafna með tilkomu nýrra óverðtryggðra lána. Til að barna kosningamálið, eða flækja það enn meira, þá segir Sigmundur að honum þyki óskiljanlegt ?hve vextir á verðtryggðum lánum séu háir?. Honum hefði verið nær að fletta upp hver vaxtamunur Íbúðalánasjóðs, langstærsta veitenda verðtryggðra lána, er áður en hann lét út úr sér slíka staðhæfingu. Hann er 0,27 prósent. Viðtalið við Sigmund bendir því miður til þess að þar fari maður sem hafi ekki eytt miklum tíma í raunveruleikanum. Sama hversu vel það hljómar í eyrum skuldugra heimila að hlusta á loforð hans þá er orðið tímabært að allir sjái að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þegar raunveruleikanum er stungið í samband og gereyðingarmáttur kosningavíxla Framsóknarflokksins er metinn þá er algjörlega ljóst að þeir munu hafa fleiri neikvæðar afleiðingar en jákvæðar. Þingmenn flokksins geta kallað þá sem á slíkt benda þjóðníðinga, föðurlandssvikara eða hrægammasjóðagrúppíur. Það breytir því ekki að flokkurinn er úlfur í sauðagæru. Og hver þarf á óvini að halda þegar hann á vin eins og Framsókn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Þar sagði hann frá þeim tveimur málum sem flokkurinn hans ætlar að leggja alla áherslu á í aðdraganda kosninga: skuldaafskriftir og afnám verðtryggingar. Í viðtalinu skaut Sigmundur á að skuldaafskriftirnar myndu kosta um 240 milljarða króna. Til að setja þá tölu í samhengi er hún 41,4 prósent af öllum áætluðum tekjum ríkissjóðs á árinu 2013. Sigmundur vill helst að kostnaður lendi „á þeim sem hafi hagnast á hruninu". Síðar í viðtalinu kemur í ljós að þar á hann við kröfuhafa föllnu bankanna, sem hann ályktar að séu að mestu illir vogunarsjóðir. Að mati formannsins er bæði „réttlætanlegt" og „framkvæmanlegt" að gera ágóða þeirra upptækan og nota hann til að borga niður íslenskar húsnæðisskuldir. Þessar hugmyndir Sigmundar eru því miður með öllu óraunhæfar. Hér er verið að boða klára þjóðnýtingu erlendra eigna kröfuhafa. Allar niðurfærslur á krónueignum kröfuhafa fara nefnilega í að vinna á snjóhengjuvandanum. Þetta hlýtur formaður stjórnmálaflokks að vita. Og hann hlýtur líka að vita að það er ekki hægt að nota sama féð tvisvar. Því brjóta þessar tillögur gegn 72. grein stjórnarskrár landsins. Þar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur". Þær eru líka í algjörri andstöðu við almennar leikreglur réttarríkisins og brot á alþjóðasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða. Sigmundur virðist þó að einhverju leyti meðvitaður um að þessi leið er líklega ekki gerleg þegar stigið er út úr draumheimum og viðurkennir að skuldaniðurfellingar gætu þýtt að „einhver langtímakostnaður lendi á ríkissjóði. Sá langtímakostnaður verður hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum ávinningi“. Sigmundur réttlætir þannig útgjöld ríkissjóðs, sem mögulega geta hlaupið á hundruðum milljarða, og greiðast ekki nema með aukinni skattheimtu eða frekari niðurskurði, með því að lofa ávinningi sem hann getur ekki sagt hver er og hann hefur engar forsendur til að áætla að verði til. Af einhverjum ástæðum er afnám verðtryggingar vinsælt kosningamál hjá Framsóknarflokknum. Hugmyndirnar snúast bara um að banna ný verðtryggð útlán, sem flestir neytendur eru hvort eð er búnir að hafna með tilkomu nýrra óverðtryggðra lána. Til að barna kosningamálið, eða flækja það enn meira, þá segir Sigmundur að honum þyki óskiljanlegt ?hve vextir á verðtryggðum lánum séu háir?. Honum hefði verið nær að fletta upp hver vaxtamunur Íbúðalánasjóðs, langstærsta veitenda verðtryggðra lána, er áður en hann lét út úr sér slíka staðhæfingu. Hann er 0,27 prósent. Viðtalið við Sigmund bendir því miður til þess að þar fari maður sem hafi ekki eytt miklum tíma í raunveruleikanum. Sama hversu vel það hljómar í eyrum skuldugra heimila að hlusta á loforð hans þá er orðið tímabært að allir sjái að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þegar raunveruleikanum er stungið í samband og gereyðingarmáttur kosningavíxla Framsóknarflokksins er metinn þá er algjörlega ljóst að þeir munu hafa fleiri neikvæðar afleiðingar en jákvæðar. Þingmenn flokksins geta kallað þá sem á slíkt benda þjóðníðinga, föðurlandssvikara eða hrægammasjóðagrúppíur. Það breytir því ekki að flokkurinn er úlfur í sauðagæru. Og hver þarf á óvini að halda þegar hann á vin eins og Framsókn?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun