Óttast að vera dreginn í pólitík 2. mars 2013 17:00 "Sumir sem koma hingað inn eru enn þann dag í dag að tala um komma og slíkt, en við viljum ekkert kannast við það.“ Fréttablaðið/GVA Kristján Freyr Halldórsson lætur sér ekki nægja að stjórna hinni sögufrægu Bókabúð Máls og menningar, hann er líka trommari í fleiri en einni hljómsveit, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og stjórnar vikulegum útvarpsþætti. Kristján Freyr er ekki hinn dæmigerði stjórnandi lokaður inn á skrifstofu aðskilinn frá starfsfólkinu. Hann situr sjálfur bak við búðarborðið, afgreiðir bækur, spjallar við kúnna og gefur góð ráð. Góð samskipti við viðskiptavini skipta hann höfuðmáli enda segist hann hafa í heiðri það samskiptaform sem hann vandist í uppvextinum í Hnífsdal. "Ég held að vera mín í Hnífsdal fyrstu fimmtán ár ævinnar hafi mótað mig töluvert. Þetta var svo fallegt samfélag. Maður var að leika sér með krökkum sem voru kannski tíu árum eldri og yngri og engum þótti neitt athugavert við það. Kynslóðabil var ekki til, allir þekktu alla og samkenndin var ótrúleg. Ísland er náttúrulega bara eitt stórt sjávarþorp og ég vildi óska þess að við finndum fyrir þessari samkennd í þjóðfélaginu í dag. Tækjum bölvað karpið úr jöfnunni og færum að haga okkur eins og ein stór fjölskylda." Var mikill tónlistaráhugi í Hnífsdal á þessum árum, er ekki Bragi Valdimar líka þaðan? "Jú, jú, við Bragi erum æskuvinir og stofnuðum okkar fyrstu hljómsveit saman. Við vorum óskaplega pólitískir á þessum tíma þannig að hljómsveitin hét Níkaragva Group, sem ég veit reyndar ekkert hvaðan kom. Þar tókum við bæði lög og texta úr söngvasöfnum og sömdum sjálfir. Ég hafði samt ekkert lært á hljóðfæri og fékk ekkert sérstaklega tónlistarlegt uppeldi. Eða þó, pabbi og mamma keyptu reyndar Bítlasafnið á vínyl einhvern tíma og ég lagðist í að hlusta á það. Þegar ég kom í gaggó voru allir vinir mínir komnir saman í hljómsveit þannig að ég mætti eiginlega alltaf á æfingar með þeim eins og auli. Ég held að það hafi bara kennt mér á hljóðfæri."Teikaði eldri menn Þú hefur spilað á trommur í fjölmörgum hljómsveitum, hvernig byrjaði það? "Ég byrjaði í Geirfuglunum og lærði mikið á því að teika mér eldri menn uppi á sviði. Þannig að ég byrjaði á öfugum enda í músíkinni. Byrjaði uppi á sviði en er núna kominn í bílskúrinn. Ég syng m.a.s. vinsælasta lag Geirfugla hingað til, lagið Byrjaðu í dag að elska. Úr Geirfuglunum fór ég að spila með Doktor Gunna, sem ég spila stundum enn þá með og við erum jafnvel að fara að taka upp barnaplötu seinna á þessu ári. Síðan geng ég í þessa hljómsveit sem heitir Reykjavík! og er skipuð eintómum Vestfirðingum fyrir utan söngvarann sem er að austan. Það er svona meira einhvers konar bræðralag, þetta eru allt bestu vinir mínir. Svo er ég einnig meðlimur í Prinspóló sem góðvinur minn Svavar Pétur rekur áfram af einstakri snilli. Það má nefnilega alls ekki gera lítið úr þeirri reynslu að vera í hljómsveit og ég hvet alla, stelpur og stráka, til að stofna hljómsveitir og gera eitthvað kreatívt. Það hefur gefið mér ofsalega mikið, hefur verið nokkurs konar þungamiðja í lífi mínu og drifið mig áfram í hinu og þessu. Þetta stúss mitt hefur jafnvel breytt öllum plönum fjölskyldunnar á stundum, þó ég viti að fjölskylda og vinir eiga að vera í fyrstu sætum." Hvað fórstu svo að læra? "Þegar ég var búinn að þjösna mér í gegnum Menntaskólann á Ísafirði með tilheyrandi látum fórum við í framboð með Fönklistann og ég endaði sem bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar í tvö ár. Síðan fór ég suður og byrjaði að lesa ensku og íslensku við H.Í og þótti það ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Ég hafði komist í álnir verandi bæjarfulltrúi og sitjandi í alls konar nefndum, auk þess rekið plötubúðina Hljóma á Ísafirði og búið frítt heima hjá mömmu, þannig að ég var ekki tilbúinn til að fara að lifa einhverju hungurlífi á námslánum og var opinn fyrir því að vinna með skólanum. Þá var ég sjanghæjaður í Geirfuglana, spilaði nánast um hverja einustu helgi og gat fleytt mér áfram í náminu. Á síðasta árinu í íslenskunni dró úr spilamennskunni og ég sá fram á erfiðari tíma. Þar sem ég bjó á Klapparstígnum og labbaði í skólann kom ég mjög oft við hérna í Máli og menningu. Það er einhver sogkraftur í þessari búð. Þegar ég var kominn hér inn vissi ég ekki af mér fyrr en ég var kominn á kaf ofan í einhverja bók eða tímarit og gleymdi mér tímunum saman. Það endaði með því að Anna Einarsdóttir sem var verslunarstjóri spurði hvort ég vildi ekki bara koma að vinna hérna, ég væri alltaf hérna hvort eð væri. Ég hélt nú það, vippaði mér úr jakkanum, byrjaði að vinna og hef eiginlega verið hérna síðan. Þetta var árið 2000 og ég fór aðeins frá árið 2006 í önnur störf en kom til baka 2011 og hef verið verslunarstjóri hér síðan."Útungunarstöð fyrir pólitíkusa Þessi búð og þetta hús eiga sér mikla sögu, er ekkert ógnvænlegt að standa í sporum frumkvöðlanna? "Þetta er vissulega ábyrgð en ég get ekki séð neitt ógnvænlegt við það. Það er frábært að þessi búð skuli enn vera við lýði og í dag er hún einkarekin. Talandi um Mál og menningu og kalda stríðið þá finnst mér mjög fyndið að það virðist enn vera til staðar í hugum margra. Sumir sem koma hingað inn eru enn þann dag í dag að tala um komma og slíkt, en við viljum ekkert kannast við það. Það eina sem ég tel að gæti verið ógnvænlegt fyrir mig per se er að einhver nái að draga mig í pólitík. Það hefur verið reynt mjög mikið. Sagan af Magnúsi Torfa Ólafssyni sem vann hér í erlendu deildinni og endaði sem menntamálaráðherra finnst mér reyndar mjög skemmtileg og sama gildir um kollega minn hér lengi, Óttarr Proppé sem var dreginn í borgarstjórn og er nú á leið á þing. Þetta virðist vera útungunarstöð fyrir pólitíkusa svo hver veit hvar ég lendi í framtíðinni." Reynslan af bæjarfulltrúastarfinu heillar þig ekki nóg til að fara út í pólitík? "Nei, mér finnst pólitík bara svo rotin orðin, því miður. En varðandi þetta hús og þessa verslun þá eiga þau vissulega mjög merkilega sögu sem mér hefur oft dottið í hug að maður ætti kannski að skrá. " Ertu með rithöfund í maganum? "Ég er oft að skrifa hitt og þetta, já. En lít ekki svo stórt á mig að ég ætli að ráðast inn á ritvöllinn með sögu Máls og menningar sem fyrstu bók. Ég get hins vegar alveg séð það fyrir mér að fara að skrifa meira. Mér finnst gott að hafa eitthvað fyrir stafni og þrífst illa ef ég er ekki að takast á við ögrandi verkefni."Hræddir um að brenna inni Eitt af þeim ögrandi verkefnum er væntanlega tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, hver er þín aðkoma að henni? "Ég hef verið með í AFÉS frá byrjun sem einn af undirbúningsaðilunum. Það er ekki stór hópur sem stendur að hátíðinni og við höfum aldrei þegið neina peninga fyrir okkar vinnu. Hátíðin stendur auðvitað og fellur með velvild tónlistarmanna sem er stórkostlega fallegt um leið og það er skrítið. Ég er tónlistarmaður og finnst auðvitað að þeir eigi að fá borgað fyrir sína vinnu eins og aðrir, þannig að það skýtur skökku við og við erum meðvitaðir um það. En við, og þeir um leið, erum að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir alla og þannig gengur þetta upp. Við erum alltaf hræddir um að við brennum inni en það gerist ekki og fólk er rosalega spennt fyrir hátíðinni. Það kemur þarna fólk sem hefur aldrei farið út á land og það er tilbúið til þess að koma til Ísafjarðar um miðjan vetur til að hlusta á tónlist. Það er stórkostlegt. Við erum að stuðla að jákvæðri byggðarþróun, það keyrir okkur áfram."Alltaf úti að leika Þú ert annar umsjónarmaður útvarpsþáttarins Albúmið, hvað geturðu sagt mér um það? "Ég er mikill grúskari og finnst gaman að skoða söguna í gegnum tónlist og var svo heppinn að fá þetta verkefni upp í hendurnar. Við Jón Ólafsson tónlistarmaður setjumst því niður einu sinni í viku og ræðum um eitthvert eitt albúm frá öllum hliðum. Fólk hefur kunnað vel að meta þetta spjall okkar og við erum mjög þakklátir og stundum furðu lostnir yfir góðum viðtökum þessa litla útvarpsþáttar á Rás 1." En þínir persónulegu hagir? Ertu fjölskyldumaður? "Já, þótt ég furði mig mjög oft á því að yndislega konan mín nenni að hanga með mér. Þetta myndi náttúrulega ekkert ganga nema vegna einstaks umburðarlyndis hennar og það er ekkert sjálfgefið. Hún er kennari og við eigum tvö börn, annað á leikskóla- og hitt á grunnskólaaldri. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ég þarf að sinna fjölskyldunni frekar en að fara út að leika með krökkunum endalaust." Ef þú þyrftir að minnka við þig og velja annað hvort bækurnar eða tónlistina sem lífsstarf en sleppa hinu hvort myndirðu velja? "Þetta er mjög ósanngjörn spurning. Þetta er eins og velja á milli tómatsósu eða sinneps á pylsuna! Ég bara get ekki svarað þessu. Ég hef náttúrulega verið lengur í tónlist en innan um bækur en mér líður svo ótrúlega vel í kringum bækur, þykir afskaplega vænt um þessa bókabúð og lít ekki á starf mitt hér sem kaldan bissness. Ég ber nánast óttablandna virðingu fyrir bókum og finnst þær alls ekki vera eins og brauð og mjólk, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu tvennu. Ég mun kappkosta að reyna að sameina bóksalann og tónlistarmanninn eins lengi og ég get. Kannski enda ég bara á því ásamt fjölskyldunni að reka litla bókabúð og kaffihús með lifandi tónlist í Hnífsdal, treð sjálfur upp og les upp úr bókinni minni. Það þætti mér rosalega huggulegt." Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kristján Freyr Halldórsson lætur sér ekki nægja að stjórna hinni sögufrægu Bókabúð Máls og menningar, hann er líka trommari í fleiri en einni hljómsveit, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og stjórnar vikulegum útvarpsþætti. Kristján Freyr er ekki hinn dæmigerði stjórnandi lokaður inn á skrifstofu aðskilinn frá starfsfólkinu. Hann situr sjálfur bak við búðarborðið, afgreiðir bækur, spjallar við kúnna og gefur góð ráð. Góð samskipti við viðskiptavini skipta hann höfuðmáli enda segist hann hafa í heiðri það samskiptaform sem hann vandist í uppvextinum í Hnífsdal. "Ég held að vera mín í Hnífsdal fyrstu fimmtán ár ævinnar hafi mótað mig töluvert. Þetta var svo fallegt samfélag. Maður var að leika sér með krökkum sem voru kannski tíu árum eldri og yngri og engum þótti neitt athugavert við það. Kynslóðabil var ekki til, allir þekktu alla og samkenndin var ótrúleg. Ísland er náttúrulega bara eitt stórt sjávarþorp og ég vildi óska þess að við finndum fyrir þessari samkennd í þjóðfélaginu í dag. Tækjum bölvað karpið úr jöfnunni og færum að haga okkur eins og ein stór fjölskylda." Var mikill tónlistaráhugi í Hnífsdal á þessum árum, er ekki Bragi Valdimar líka þaðan? "Jú, jú, við Bragi erum æskuvinir og stofnuðum okkar fyrstu hljómsveit saman. Við vorum óskaplega pólitískir á þessum tíma þannig að hljómsveitin hét Níkaragva Group, sem ég veit reyndar ekkert hvaðan kom. Þar tókum við bæði lög og texta úr söngvasöfnum og sömdum sjálfir. Ég hafði samt ekkert lært á hljóðfæri og fékk ekkert sérstaklega tónlistarlegt uppeldi. Eða þó, pabbi og mamma keyptu reyndar Bítlasafnið á vínyl einhvern tíma og ég lagðist í að hlusta á það. Þegar ég kom í gaggó voru allir vinir mínir komnir saman í hljómsveit þannig að ég mætti eiginlega alltaf á æfingar með þeim eins og auli. Ég held að það hafi bara kennt mér á hljóðfæri."Teikaði eldri menn Þú hefur spilað á trommur í fjölmörgum hljómsveitum, hvernig byrjaði það? "Ég byrjaði í Geirfuglunum og lærði mikið á því að teika mér eldri menn uppi á sviði. Þannig að ég byrjaði á öfugum enda í músíkinni. Byrjaði uppi á sviði en er núna kominn í bílskúrinn. Ég syng m.a.s. vinsælasta lag Geirfugla hingað til, lagið Byrjaðu í dag að elska. Úr Geirfuglunum fór ég að spila með Doktor Gunna, sem ég spila stundum enn þá með og við erum jafnvel að fara að taka upp barnaplötu seinna á þessu ári. Síðan geng ég í þessa hljómsveit sem heitir Reykjavík! og er skipuð eintómum Vestfirðingum fyrir utan söngvarann sem er að austan. Það er svona meira einhvers konar bræðralag, þetta eru allt bestu vinir mínir. Svo er ég einnig meðlimur í Prinspóló sem góðvinur minn Svavar Pétur rekur áfram af einstakri snilli. Það má nefnilega alls ekki gera lítið úr þeirri reynslu að vera í hljómsveit og ég hvet alla, stelpur og stráka, til að stofna hljómsveitir og gera eitthvað kreatívt. Það hefur gefið mér ofsalega mikið, hefur verið nokkurs konar þungamiðja í lífi mínu og drifið mig áfram í hinu og þessu. Þetta stúss mitt hefur jafnvel breytt öllum plönum fjölskyldunnar á stundum, þó ég viti að fjölskylda og vinir eiga að vera í fyrstu sætum." Hvað fórstu svo að læra? "Þegar ég var búinn að þjösna mér í gegnum Menntaskólann á Ísafirði með tilheyrandi látum fórum við í framboð með Fönklistann og ég endaði sem bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar í tvö ár. Síðan fór ég suður og byrjaði að lesa ensku og íslensku við H.Í og þótti það ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Ég hafði komist í álnir verandi bæjarfulltrúi og sitjandi í alls konar nefndum, auk þess rekið plötubúðina Hljóma á Ísafirði og búið frítt heima hjá mömmu, þannig að ég var ekki tilbúinn til að fara að lifa einhverju hungurlífi á námslánum og var opinn fyrir því að vinna með skólanum. Þá var ég sjanghæjaður í Geirfuglana, spilaði nánast um hverja einustu helgi og gat fleytt mér áfram í náminu. Á síðasta árinu í íslenskunni dró úr spilamennskunni og ég sá fram á erfiðari tíma. Þar sem ég bjó á Klapparstígnum og labbaði í skólann kom ég mjög oft við hérna í Máli og menningu. Það er einhver sogkraftur í þessari búð. Þegar ég var kominn hér inn vissi ég ekki af mér fyrr en ég var kominn á kaf ofan í einhverja bók eða tímarit og gleymdi mér tímunum saman. Það endaði með því að Anna Einarsdóttir sem var verslunarstjóri spurði hvort ég vildi ekki bara koma að vinna hérna, ég væri alltaf hérna hvort eð væri. Ég hélt nú það, vippaði mér úr jakkanum, byrjaði að vinna og hef eiginlega verið hérna síðan. Þetta var árið 2000 og ég fór aðeins frá árið 2006 í önnur störf en kom til baka 2011 og hef verið verslunarstjóri hér síðan."Útungunarstöð fyrir pólitíkusa Þessi búð og þetta hús eiga sér mikla sögu, er ekkert ógnvænlegt að standa í sporum frumkvöðlanna? "Þetta er vissulega ábyrgð en ég get ekki séð neitt ógnvænlegt við það. Það er frábært að þessi búð skuli enn vera við lýði og í dag er hún einkarekin. Talandi um Mál og menningu og kalda stríðið þá finnst mér mjög fyndið að það virðist enn vera til staðar í hugum margra. Sumir sem koma hingað inn eru enn þann dag í dag að tala um komma og slíkt, en við viljum ekkert kannast við það. Það eina sem ég tel að gæti verið ógnvænlegt fyrir mig per se er að einhver nái að draga mig í pólitík. Það hefur verið reynt mjög mikið. Sagan af Magnúsi Torfa Ólafssyni sem vann hér í erlendu deildinni og endaði sem menntamálaráðherra finnst mér reyndar mjög skemmtileg og sama gildir um kollega minn hér lengi, Óttarr Proppé sem var dreginn í borgarstjórn og er nú á leið á þing. Þetta virðist vera útungunarstöð fyrir pólitíkusa svo hver veit hvar ég lendi í framtíðinni." Reynslan af bæjarfulltrúastarfinu heillar þig ekki nóg til að fara út í pólitík? "Nei, mér finnst pólitík bara svo rotin orðin, því miður. En varðandi þetta hús og þessa verslun þá eiga þau vissulega mjög merkilega sögu sem mér hefur oft dottið í hug að maður ætti kannski að skrá. " Ertu með rithöfund í maganum? "Ég er oft að skrifa hitt og þetta, já. En lít ekki svo stórt á mig að ég ætli að ráðast inn á ritvöllinn með sögu Máls og menningar sem fyrstu bók. Ég get hins vegar alveg séð það fyrir mér að fara að skrifa meira. Mér finnst gott að hafa eitthvað fyrir stafni og þrífst illa ef ég er ekki að takast á við ögrandi verkefni."Hræddir um að brenna inni Eitt af þeim ögrandi verkefnum er væntanlega tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, hver er þín aðkoma að henni? "Ég hef verið með í AFÉS frá byrjun sem einn af undirbúningsaðilunum. Það er ekki stór hópur sem stendur að hátíðinni og við höfum aldrei þegið neina peninga fyrir okkar vinnu. Hátíðin stendur auðvitað og fellur með velvild tónlistarmanna sem er stórkostlega fallegt um leið og það er skrítið. Ég er tónlistarmaður og finnst auðvitað að þeir eigi að fá borgað fyrir sína vinnu eins og aðrir, þannig að það skýtur skökku við og við erum meðvitaðir um það. En við, og þeir um leið, erum að bjóða upp á ókeypis tónleika fyrir alla og þannig gengur þetta upp. Við erum alltaf hræddir um að við brennum inni en það gerist ekki og fólk er rosalega spennt fyrir hátíðinni. Það kemur þarna fólk sem hefur aldrei farið út á land og það er tilbúið til þess að koma til Ísafjarðar um miðjan vetur til að hlusta á tónlist. Það er stórkostlegt. Við erum að stuðla að jákvæðri byggðarþróun, það keyrir okkur áfram."Alltaf úti að leika Þú ert annar umsjónarmaður útvarpsþáttarins Albúmið, hvað geturðu sagt mér um það? "Ég er mikill grúskari og finnst gaman að skoða söguna í gegnum tónlist og var svo heppinn að fá þetta verkefni upp í hendurnar. Við Jón Ólafsson tónlistarmaður setjumst því niður einu sinni í viku og ræðum um eitthvert eitt albúm frá öllum hliðum. Fólk hefur kunnað vel að meta þetta spjall okkar og við erum mjög þakklátir og stundum furðu lostnir yfir góðum viðtökum þessa litla útvarpsþáttar á Rás 1." En þínir persónulegu hagir? Ertu fjölskyldumaður? "Já, þótt ég furði mig mjög oft á því að yndislega konan mín nenni að hanga með mér. Þetta myndi náttúrulega ekkert ganga nema vegna einstaks umburðarlyndis hennar og það er ekkert sjálfgefið. Hún er kennari og við eigum tvö börn, annað á leikskóla- og hitt á grunnskólaaldri. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ég þarf að sinna fjölskyldunni frekar en að fara út að leika með krökkunum endalaust." Ef þú þyrftir að minnka við þig og velja annað hvort bækurnar eða tónlistina sem lífsstarf en sleppa hinu hvort myndirðu velja? "Þetta er mjög ósanngjörn spurning. Þetta er eins og velja á milli tómatsósu eða sinneps á pylsuna! Ég bara get ekki svarað þessu. Ég hef náttúrulega verið lengur í tónlist en innan um bækur en mér líður svo ótrúlega vel í kringum bækur, þykir afskaplega vænt um þessa bókabúð og lít ekki á starf mitt hér sem kaldan bissness. Ég ber nánast óttablandna virðingu fyrir bókum og finnst þær alls ekki vera eins og brauð og mjólk, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu tvennu. Ég mun kappkosta að reyna að sameina bóksalann og tónlistarmanninn eins lengi og ég get. Kannski enda ég bara á því ásamt fjölskyldunni að reka litla bókabúð og kaffihús með lifandi tónlist í Hnífsdal, treð sjálfur upp og les upp úr bókinni minni. Það þætti mér rosalega huggulegt."
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira