Íslenska útrásin stöðvuð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2013 06:00 Það er hinn mesti misskilningur að það sé tekið út með sældinni að vera rómantískur. Það er líka misskilningur að það sé raunsæisfólkið sem gerir þetta hlutverk svona erfitt. Það er nefnilega hitt rómanstíska fólkið sem sér um það. Fáir árekstrar eru nefnilega eins harðir og þegar rómantískar hugmyndir stangast á. Þessu fékk ég að finna fyrir um daginn. Þá var ég að ræða við fyrstubekkinga í kaþólskum skóla í bænum Priego de Córdoba. Eins og búast mátti við var ég að segja þeim frá okkar ástkæra Íslandi. Síðan komst ég á flug þegar ég sagði þeim frá sauðkindinni. Ég var í essinu mínu en þó nokkuð rúinn miðað við tilefnið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Loksins fannst mér hin íslenska andlega útrás komin af stað þar sem ég var við það að opna andlegt útibú Guðna Ágústssonar í Andalúsíu. Þegar ég fór að tala um ullina minntist ég þess að ég var einmitt í ullarsokkum frá Siggu frænku svo ég segi, „sjáiði bara krakkar," en skelli svo hægri fæti á borð skelkaðs nemanda en hífí síðan upp buxnaskálmina svo hin andalúsíska æska fengi nú að líta afurðina. Svo illa vildi til að kennarinn, sem fram að þessu hafði þagað þunnu hljóði, var líka á rómantískri herferð. Þessi miðaldra blómarós grípur nú inn í og segir hneyksluð: „Heyrðu, ert þú ekki frá einhverri eyju fast upp við norðurheimsskautið?" Jú, það passaði. „Og ertu síðan í ullarsokkum? Veistu ekki að þú ert í hinni sólríku Andalúsíu." Síðan lítur hún til krakkanna og segir: „Krakkar, mér heyrist við verða að flytja honum Andalúsíu-ljóðið." Síðan þuldu þau andalúsískt ættjarðarljóð sem fjallaði aðallega um sólina og blómin sem hér eru upp um alla veggi. Síðan leit hún á mig eins og ég hefði verið dæmdur lopaklæddur lýðskrumari í sumarlandi. Ég maldaði í móinn og sagðist fá bæði hálsbólgu og kvef ef ég færi ekki í sokkana hennar Siggu sama hvað öllum sólskinsstundum og blómaskrauti liði. Eftir það fór umræðan í rugl sem krakkarnir höfðu ekkert gagn af en mikið gaman. Eftir þessa reynslu spyr ég mig hvernig fólk ætlist til þess að vitrænar umræður fari fram á Alþingi. Þar koma saman 63 kollar fullir af rómantískum hugmyndum um sjálfa sig, kjördæmið og síðan þjóðina. Á slíkum vettvangi hljóta umræðurnar að fara út um þúfur og út í þóf. Það þarf ekki einu sinni ullarsokka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Það er hinn mesti misskilningur að það sé tekið út með sældinni að vera rómantískur. Það er líka misskilningur að það sé raunsæisfólkið sem gerir þetta hlutverk svona erfitt. Það er nefnilega hitt rómanstíska fólkið sem sér um það. Fáir árekstrar eru nefnilega eins harðir og þegar rómantískar hugmyndir stangast á. Þessu fékk ég að finna fyrir um daginn. Þá var ég að ræða við fyrstubekkinga í kaþólskum skóla í bænum Priego de Córdoba. Eins og búast mátti við var ég að segja þeim frá okkar ástkæra Íslandi. Síðan komst ég á flug þegar ég sagði þeim frá sauðkindinni. Ég var í essinu mínu en þó nokkuð rúinn miðað við tilefnið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Loksins fannst mér hin íslenska andlega útrás komin af stað þar sem ég var við það að opna andlegt útibú Guðna Ágústssonar í Andalúsíu. Þegar ég fór að tala um ullina minntist ég þess að ég var einmitt í ullarsokkum frá Siggu frænku svo ég segi, „sjáiði bara krakkar," en skelli svo hægri fæti á borð skelkaðs nemanda en hífí síðan upp buxnaskálmina svo hin andalúsíska æska fengi nú að líta afurðina. Svo illa vildi til að kennarinn, sem fram að þessu hafði þagað þunnu hljóði, var líka á rómantískri herferð. Þessi miðaldra blómarós grípur nú inn í og segir hneyksluð: „Heyrðu, ert þú ekki frá einhverri eyju fast upp við norðurheimsskautið?" Jú, það passaði. „Og ertu síðan í ullarsokkum? Veistu ekki að þú ert í hinni sólríku Andalúsíu." Síðan lítur hún til krakkanna og segir: „Krakkar, mér heyrist við verða að flytja honum Andalúsíu-ljóðið." Síðan þuldu þau andalúsískt ættjarðarljóð sem fjallaði aðallega um sólina og blómin sem hér eru upp um alla veggi. Síðan leit hún á mig eins og ég hefði verið dæmdur lopaklæddur lýðskrumari í sumarlandi. Ég maldaði í móinn og sagðist fá bæði hálsbólgu og kvef ef ég færi ekki í sokkana hennar Siggu sama hvað öllum sólskinsstundum og blómaskrauti liði. Eftir það fór umræðan í rugl sem krakkarnir höfðu ekkert gagn af en mikið gaman. Eftir þessa reynslu spyr ég mig hvernig fólk ætlist til þess að vitrænar umræður fari fram á Alþingi. Þar koma saman 63 kollar fullir af rómantískum hugmyndum um sjálfa sig, kjördæmið og síðan þjóðina. Á slíkum vettvangi hljóta umræðurnar að fara út um þúfur og út í þóf. Það þarf ekki einu sinni ullarsokka til.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun