Leitar að því sem brennur á samfélaginu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Eva Ísleifsdóttir rannsakar samfélagslegt minni í listgjörningi. Fréttablaðið/Stefán "Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira