Byggir myndina á blaðamannaheiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 18. febrúar 2013 09:00 „Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“ Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira