Ræður því nú sjálfur á hvaða fjöll hann fer Bergsteinn Sigurðsson skrifar 21. janúar 2013 19:00 Arnar Jónsson Hefur aldrei haft meira að gera og er fullur starfsorku en hlakkar til að beina henni í fleiri áttir. Fréttablaðið/Stefán "Ja, þetta er dálítið absúrd, svona þegar maður hugsar út í það,“ segir Arnar Jónsson, einn virtasti leikari þjóðarinnar, spurður út í hvað leiti á hugann nú þegar hann stendur á sjötugu. "Þegar ég lít yfir ferilinn í gegnum stækkunargler kemur í ljós að ég hef verið að dunda mér við eitt og annað, og í raun alveg ótrúlegt hverju mér hefur tekist að koma í verk. Hlutverkin eru orðin ansi mörg fyrir utan allt annað sem lífinu fylgir. En ég finn enga breytingu á mér, það er að segja mér finnst ekki vera að draga af mér; ég er að leika fimm sinnum í viku, hef aldrei haft meira að gera og hef sjaldan verið hressari.“ Á áratugalöngum ferli hefur Arnar leikið í hátt á annað hundruð verkum og hann er sagður sá íslenski leikari sem oftast hefur leikið aðalhlutverk á sviði. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna einatt hefur verið leitað til hans fyrir stærstu rullurnar? "Ég hlýt að vera svona djöfull vondur í smærri hlutverkum!“ segir hann og hlær. "Ég er svoddan hamhleypa að ef ég er settur í eitthvað sem er ekki nógu átakamikið verð ég bara pirraður og öllum til ama. En að öllu gamni slepptu kann ég í raun enga skýringu á því, ekki nema þá að ég þyki valda aðalhlutverkinu það vel, hafa þá orku sem til þarf og hún virðist enn vera í fullu gildi.“ Arnar segir það ekki sjálfgefið að ferillinn yrði svona langur. "Lífið er búið að lemja mig mikið og ég hef orðið fyrir alls konar áföllum. Þegar ég var fertugur lenti ég til dæmis í alvarlegu slysi og hélt þá að ferillinn væri búinn. En það var sem betur fer ekki og þá tók nýtt líf við. Ég er kannski eins og kötturinn, með mörg líf, og er þakklátur fyrir það.“ Nú má Arnar ekki vinna lengur, að minnsta kosti í Þjóðleikhúsinu. "Þannig er það hjá ríkinu. Og þá tekur aftur nýtt líf við. Þetta er bara eins og við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að skipta um búning.“ Þegar litið er yfir feril Arnars sést að hann náði ekki hápunkti á einum tilteknum tíma, heldur líkist hann fremur stöðugri uppgöngu þar sem topparnir hafa verið nokkrir. Þannig eru margir á því máli að túlkun Arnars á Lé konungi fyrir tveimur árum hafi verið ein af hans mögnuðustu frammistöðum. "Það hlutverk var sannkölluð Everest-ganga. Málið er að ég þarf ekkert að fara á fleiri tinda, þótt þeir séu nokkrir sem ég myndi gjarnan vilja fara á. Það verður sjálfsagt helsti munurinn þegar ég læt formlega af störfum, þá stjórna ég því sjálfur á hvaða fjöll ég fer og hlakka mikið til þess.“ Ferðalög eru eitt af áhugamálum Arnars, sem ætlar að slá tvær flugur í einu höggi með því að lóðsa golfurum um golfflatir Búlgaríu í vor. "Það má segja að ég sé að byrja annan feril þar,“ segir hann og hlær. "Við fórum þangað nánast fyrir tilviljun í fyrra, byrjuðum í Istanbúl en tókum langferðabílinn til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, og spiluðum golf. Búlgarar eru rétt að byrja í þeirri íþrótt; það eru heilir sex vellir þar í landi en þetta eru einhverjar þær flottustu flatir sem ég hef spilað á. Þaðan fórum við til Varna við Svartahaf. Þar er völlur sem er ekki nema eins árs gamall en er þegar metinn einn af tíu flottustu golfvöllum heims. Þar verður heimsmeistaramótið í holukeppni haldið næsta sumar. Mér datt því í hug hvort ekki væri reynandi að leyfa landanum að komast þangað áður en það verður alltof dýrt. Það eru líklega síðustu forvöð því öll athygli golfheimsins verður á þessum velli í sumar og umhverfið er vægast sagt unaðslegt.“ Arnar kveðst þó ekki vera á þeim buxunum á kveðja sviðið á næstunni. Hann tekur meðal annars þátt í í sýningunni Hvörf sem leikfélagið Geirfugl setur upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið og fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. "Svo sjáum við hvað tekur við. Ég gæti talið upp langan lista af hlutverkum sem mig myndi langa til að takast á við en myndi sjálfsagt ekki endast ævin til þess. Og lífið er líka meira en leikhúsið, ég á stóra og dásamlega fjölskyldu sem ég vil sinna sem mest.“ En hvað um afmælisdaginn, stendur til að halda upp á hann með pomp og prakt? "Nei, nú ætla ég að gefa frúnni sviðið. Konan mín, Þórhildur Þorleifsdóttir, verður sjötug innan skamms. Ég hélt veglega upp á fimmtugs- og sextugsafmælið og nú er komið að henni. Ég geri kannski eitthvað gott þegar ég verð 75 ára. En ég verð áreiðanlega heima á afmælisdaginn og með heitt á könnunni.“ Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ja, þetta er dálítið absúrd, svona þegar maður hugsar út í það,“ segir Arnar Jónsson, einn virtasti leikari þjóðarinnar, spurður út í hvað leiti á hugann nú þegar hann stendur á sjötugu. "Þegar ég lít yfir ferilinn í gegnum stækkunargler kemur í ljós að ég hef verið að dunda mér við eitt og annað, og í raun alveg ótrúlegt hverju mér hefur tekist að koma í verk. Hlutverkin eru orðin ansi mörg fyrir utan allt annað sem lífinu fylgir. En ég finn enga breytingu á mér, það er að segja mér finnst ekki vera að draga af mér; ég er að leika fimm sinnum í viku, hef aldrei haft meira að gera og hef sjaldan verið hressari.“ Á áratugalöngum ferli hefur Arnar leikið í hátt á annað hundruð verkum og hann er sagður sá íslenski leikari sem oftast hefur leikið aðalhlutverk á sviði. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna einatt hefur verið leitað til hans fyrir stærstu rullurnar? "Ég hlýt að vera svona djöfull vondur í smærri hlutverkum!“ segir hann og hlær. "Ég er svoddan hamhleypa að ef ég er settur í eitthvað sem er ekki nógu átakamikið verð ég bara pirraður og öllum til ama. En að öllu gamni slepptu kann ég í raun enga skýringu á því, ekki nema þá að ég þyki valda aðalhlutverkinu það vel, hafa þá orku sem til þarf og hún virðist enn vera í fullu gildi.“ Arnar segir það ekki sjálfgefið að ferillinn yrði svona langur. "Lífið er búið að lemja mig mikið og ég hef orðið fyrir alls konar áföllum. Þegar ég var fertugur lenti ég til dæmis í alvarlegu slysi og hélt þá að ferillinn væri búinn. En það var sem betur fer ekki og þá tók nýtt líf við. Ég er kannski eins og kötturinn, með mörg líf, og er þakklátur fyrir það.“ Nú má Arnar ekki vinna lengur, að minnsta kosti í Þjóðleikhúsinu. "Þannig er það hjá ríkinu. Og þá tekur aftur nýtt líf við. Þetta er bara eins og við erum alltaf að gera í leikhúsinu, að skipta um búning.“ Þegar litið er yfir feril Arnars sést að hann náði ekki hápunkti á einum tilteknum tíma, heldur líkist hann fremur stöðugri uppgöngu þar sem topparnir hafa verið nokkrir. Þannig eru margir á því máli að túlkun Arnars á Lé konungi fyrir tveimur árum hafi verið ein af hans mögnuðustu frammistöðum. "Það hlutverk var sannkölluð Everest-ganga. Málið er að ég þarf ekkert að fara á fleiri tinda, þótt þeir séu nokkrir sem ég myndi gjarnan vilja fara á. Það verður sjálfsagt helsti munurinn þegar ég læt formlega af störfum, þá stjórna ég því sjálfur á hvaða fjöll ég fer og hlakka mikið til þess.“ Ferðalög eru eitt af áhugamálum Arnars, sem ætlar að slá tvær flugur í einu höggi með því að lóðsa golfurum um golfflatir Búlgaríu í vor. "Það má segja að ég sé að byrja annan feril þar,“ segir hann og hlær. "Við fórum þangað nánast fyrir tilviljun í fyrra, byrjuðum í Istanbúl en tókum langferðabílinn til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, og spiluðum golf. Búlgarar eru rétt að byrja í þeirri íþrótt; það eru heilir sex vellir þar í landi en þetta eru einhverjar þær flottustu flatir sem ég hef spilað á. Þaðan fórum við til Varna við Svartahaf. Þar er völlur sem er ekki nema eins árs gamall en er þegar metinn einn af tíu flottustu golfvöllum heims. Þar verður heimsmeistaramótið í holukeppni haldið næsta sumar. Mér datt því í hug hvort ekki væri reynandi að leyfa landanum að komast þangað áður en það verður alltof dýrt. Það eru líklega síðustu forvöð því öll athygli golfheimsins verður á þessum velli í sumar og umhverfið er vægast sagt unaðslegt.“ Arnar kveðst þó ekki vera á þeim buxunum á kveðja sviðið á næstunni. Hann tekur meðal annars þátt í í sýningunni Hvörf sem leikfélagið Geirfugl setur upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið og fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. "Svo sjáum við hvað tekur við. Ég gæti talið upp langan lista af hlutverkum sem mig myndi langa til að takast á við en myndi sjálfsagt ekki endast ævin til þess. Og lífið er líka meira en leikhúsið, ég á stóra og dásamlega fjölskyldu sem ég vil sinna sem mest.“ En hvað um afmælisdaginn, stendur til að halda upp á hann með pomp og prakt? "Nei, nú ætla ég að gefa frúnni sviðið. Konan mín, Þórhildur Þorleifsdóttir, verður sjötug innan skamms. Ég hélt veglega upp á fimmtugs- og sextugsafmælið og nú er komið að henni. Ég geri kannski eitthvað gott þegar ég verð 75 ára. En ég verð áreiðanlega heima á afmælisdaginn og með heitt á könnunni.“
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira