Kjarabarátta heilbrigðisstétta Teitur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Síðastliðna daga höfum við fengið fréttir af þeirri kjarabaráttu sem hjúkrunarfræðingar heyja núna með uppsögnum sínum á Landspítala. Ljóst er að þeim er fúlasta alvara og einnig að kjörin eru um margt mun betri annars staðar og einnig sú staðreynd að þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða erlendis. Það er góð samningsstaða að vera í og afleit fyrir Landspítalann sem treystir á allar þær stéttir sem starfa innan hans. Ljóst er að hann verður ekki rekinn á sömu afköstum ef slíkur fjöldi hverfur frá sem sagt hefur störfum sínum lausum. En þetta er ekki eina stéttin sem berst fyrir leiðréttingu kjara sinna á þessum erfiðu tímum, þar má væntanlega telja þær allar til sem starfa á sjúkrahúsinu og þótt víðar væri leitað innan heilbrigðisgeirans. Verði samið við hjúkrunarfræðinga mun það óneitanlega leiða til launaskriðs fyrir hinar stéttirnar og eru þær að ég tel þakklátar hjúkrunarfræðingum sem nú fara fremstir í flokki. Það verður að teljast harla ólíklegt að ein stétt fái leiðréttingu en ekki önnur, hinar munu ekki una því af hálfu stjórnenda spítalans né heldur velferðarráðuneytisins og munu væntanlega svara slíku af fullri hörku.Vaktabyrði Ég hef ekki kynnt mér í þaula hverjar kröfurnar eru. Þó sá ég viðtal við formann þeirra þar sem farið var fram á 32% hækkun grunnlauna nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings sem þóttu ekki óraunhæfar kröfur en hefur væntanlega staðið eilítið í samninganefndarmönnum hingað til. Sé litið í gamni á samhengið og við gefum okkur að allar stéttir spítalans myndu ná þessari prósentuhækkun í launalið Landspítala sem árið 2011 var ríflega 27 milljarðar, myndi það þýða að launaliðurinn hækkaði um ríflega 8 milljarða. Þetta er auðvitað ekki alveg svona einfalt og þá má ekki mistúlka það að ég sé á einhvern hátt á móti launahækkunum nema síður sé, hvar menn svo mætast verður áhugavert að sjá. Sem læknir veit ég að heildarlaun starfsmanna í heilbrigðisþjónustu samanstanda af mikilli vaktabyrði ofan á tiltölulega lág grunnlaun. Sú staðreynd að það verður að manna vaktir og sinna verkefnum allan sólarhringinn allt árið um kring gerir það að verkum að það er hentugt að hafa grunnlaunin lág, því vaktalaunin eru reiknuð sem hlutfall þeirra. Mikill munur getur verið á vaktaálagi allt eftir því hver útkallstíðnin er og hvort aðilar eru bundnir í húsi eða á bakvakt eins og í tilviki lækna svo dæmi sé tekið. Það er hins vegar alls ekki svo að allir hafi áhuga á slíkri vinnu eða kjósi hana, flestir myndu væntanlega vilja vinna dagvinnuna og láta sér það nægja. Mögulega er hægt að stilla upp sanngjarnari launatöflu í dagvinnu en nú er og breyta forsendum útreiknings á yfirvinnu og vaktaálagi, en það er verkefni reiknimeistaranna hvernig það kæmi best út. Þá mætti líka taka tillit til þeirra þátta sem aldrei eru reiknaðir til verðmæta, en það er framlegð heilbrigðiskerfisins í heild sinni fyrir þjóðarbúið sem er veruleg. Það mætti mögulega stilla upp viðlíka og var gert fyrir sjómenn forðum, skattaafslætti einhvers konar fyrir að vera frá vinum og fjölskyldu langtímum saman og sinna slíku starfi. Þetta ætti mögulega við um fleiri stéttir en ég ætla að einblína á heilbrigðisstéttir í þessari grein.Breytum hugarfarinu Sumir hafa séð ofsjónum yfir fríum starfsmanna vegna vaktaálags, en það er góð saga þegar ég einu sinni átti viðræður um það á kaffistofu úti á landi þar sem ég leysti af sem læknir. Viðmælanda mínum þótti mikið til frítöku læknisins á staðnum koma og fjargviðraðist yfir því við mig að þetta gæti bara ekki staðist allt saman. Við fórum yfir málið og reiknuðum upp viðveru og raunverulegt frí, en þetta var svokallað einmenningshérað þar sem sami læknirinn er alltaf á vaktinni. Í ljós kom að læknirinn átti fleiri heildardaga í orlof en viðmælandi minn, en þegar tekið var tillit til klukkustunda á sólarhring sem að jafnaði skiptist í dagvinnu og svo bakvakt á móti dagvinnu og „fríi“ og svo aftur helgar og helgidaga í vinnu á móti fríi snerist myndin býsna hratt við. Það þarf að taka tillit til eðlis þeirrar þjónustu sem er verið að veita, en hún krefst mikillar færni hver svo sem heilbrigðisstarfsmaðurinn er. Yfirleitt liggur langt nám að baki og óneitanlega mun persónulegri og ýtarlegri tengsl við „viðskiptavini“ en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði, en einnig þeirri þátttöku sem krafist er í starfinu í gleði og sorg skjólstæðinga okkar alla daga, allan ársins hring. Þá má ekki gleyma þeirri kröfu almennings og okkar sjálfra að standa sig alltaf fullkomlega, gera engin mistök, skipta ekki skapi og leysa vandamál annarra fyrir þá og með þeim. Þetta er reyndar það sem gerir þetta starf það skemmtilegasta í heimi og fæstir heilbrigðisstarfsmenn hætta að vinna við sitt fag þótt á móti blási. Það er hins vegar alls ekkert lögmál að heilbrigðisstarfsmenn séu lægra launaðir en aðrir sérfræðingar á vinnumarkaði fyrir sína dagvinnu, breytum þessu hugarfari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðastliðna daga höfum við fengið fréttir af þeirri kjarabaráttu sem hjúkrunarfræðingar heyja núna með uppsögnum sínum á Landspítala. Ljóst er að þeim er fúlasta alvara og einnig að kjörin eru um margt mun betri annars staðar og einnig sú staðreynd að þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða erlendis. Það er góð samningsstaða að vera í og afleit fyrir Landspítalann sem treystir á allar þær stéttir sem starfa innan hans. Ljóst er að hann verður ekki rekinn á sömu afköstum ef slíkur fjöldi hverfur frá sem sagt hefur störfum sínum lausum. En þetta er ekki eina stéttin sem berst fyrir leiðréttingu kjara sinna á þessum erfiðu tímum, þar má væntanlega telja þær allar til sem starfa á sjúkrahúsinu og þótt víðar væri leitað innan heilbrigðisgeirans. Verði samið við hjúkrunarfræðinga mun það óneitanlega leiða til launaskriðs fyrir hinar stéttirnar og eru þær að ég tel þakklátar hjúkrunarfræðingum sem nú fara fremstir í flokki. Það verður að teljast harla ólíklegt að ein stétt fái leiðréttingu en ekki önnur, hinar munu ekki una því af hálfu stjórnenda spítalans né heldur velferðarráðuneytisins og munu væntanlega svara slíku af fullri hörku.Vaktabyrði Ég hef ekki kynnt mér í þaula hverjar kröfurnar eru. Þó sá ég viðtal við formann þeirra þar sem farið var fram á 32% hækkun grunnlauna nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings sem þóttu ekki óraunhæfar kröfur en hefur væntanlega staðið eilítið í samninganefndarmönnum hingað til. Sé litið í gamni á samhengið og við gefum okkur að allar stéttir spítalans myndu ná þessari prósentuhækkun í launalið Landspítala sem árið 2011 var ríflega 27 milljarðar, myndi það þýða að launaliðurinn hækkaði um ríflega 8 milljarða. Þetta er auðvitað ekki alveg svona einfalt og þá má ekki mistúlka það að ég sé á einhvern hátt á móti launahækkunum nema síður sé, hvar menn svo mætast verður áhugavert að sjá. Sem læknir veit ég að heildarlaun starfsmanna í heilbrigðisþjónustu samanstanda af mikilli vaktabyrði ofan á tiltölulega lág grunnlaun. Sú staðreynd að það verður að manna vaktir og sinna verkefnum allan sólarhringinn allt árið um kring gerir það að verkum að það er hentugt að hafa grunnlaunin lág, því vaktalaunin eru reiknuð sem hlutfall þeirra. Mikill munur getur verið á vaktaálagi allt eftir því hver útkallstíðnin er og hvort aðilar eru bundnir í húsi eða á bakvakt eins og í tilviki lækna svo dæmi sé tekið. Það er hins vegar alls ekki svo að allir hafi áhuga á slíkri vinnu eða kjósi hana, flestir myndu væntanlega vilja vinna dagvinnuna og láta sér það nægja. Mögulega er hægt að stilla upp sanngjarnari launatöflu í dagvinnu en nú er og breyta forsendum útreiknings á yfirvinnu og vaktaálagi, en það er verkefni reiknimeistaranna hvernig það kæmi best út. Þá mætti líka taka tillit til þeirra þátta sem aldrei eru reiknaðir til verðmæta, en það er framlegð heilbrigðiskerfisins í heild sinni fyrir þjóðarbúið sem er veruleg. Það mætti mögulega stilla upp viðlíka og var gert fyrir sjómenn forðum, skattaafslætti einhvers konar fyrir að vera frá vinum og fjölskyldu langtímum saman og sinna slíku starfi. Þetta ætti mögulega við um fleiri stéttir en ég ætla að einblína á heilbrigðisstéttir í þessari grein.Breytum hugarfarinu Sumir hafa séð ofsjónum yfir fríum starfsmanna vegna vaktaálags, en það er góð saga þegar ég einu sinni átti viðræður um það á kaffistofu úti á landi þar sem ég leysti af sem læknir. Viðmælanda mínum þótti mikið til frítöku læknisins á staðnum koma og fjargviðraðist yfir því við mig að þetta gæti bara ekki staðist allt saman. Við fórum yfir málið og reiknuðum upp viðveru og raunverulegt frí, en þetta var svokallað einmenningshérað þar sem sami læknirinn er alltaf á vaktinni. Í ljós kom að læknirinn átti fleiri heildardaga í orlof en viðmælandi minn, en þegar tekið var tillit til klukkustunda á sólarhring sem að jafnaði skiptist í dagvinnu og svo bakvakt á móti dagvinnu og „fríi“ og svo aftur helgar og helgidaga í vinnu á móti fríi snerist myndin býsna hratt við. Það þarf að taka tillit til eðlis þeirrar þjónustu sem er verið að veita, en hún krefst mikillar færni hver svo sem heilbrigðisstarfsmaðurinn er. Yfirleitt liggur langt nám að baki og óneitanlega mun persónulegri og ýtarlegri tengsl við „viðskiptavini“ en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði, en einnig þeirri þátttöku sem krafist er í starfinu í gleði og sorg skjólstæðinga okkar alla daga, allan ársins hring. Þá má ekki gleyma þeirri kröfu almennings og okkar sjálfra að standa sig alltaf fullkomlega, gera engin mistök, skipta ekki skapi og leysa vandamál annarra fyrir þá og með þeim. Þetta er reyndar það sem gerir þetta starf það skemmtilegasta í heimi og fæstir heilbrigðisstarfsmenn hætta að vinna við sitt fag þótt á móti blási. Það er hins vegar alls ekkert lögmál að heilbrigðisstarfsmenn séu lægra launaðir en aðrir sérfræðingar á vinnumarkaði fyrir sína dagvinnu, breytum þessu hugarfari!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun