Stefna ótrauðir á þátttöku þrátt fyrir hryðjuverkaárásir Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2013 12:29 Að minnsta kosti 14 létu lífið í sprengjuárásinni í morgun. mynd/afp Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira