Konan sem svo margir elska að hata Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2013 15:56 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er án vafa ein af konum ársins. Hún var fyrirferðarmikil í fréttum, umdeild svo af bar og gat komið fólki úr jafnvægi með ummælum sínum. Vigdís hefur látið þess svo getið í viðtali að hún telji sig tala fína íslensku, betri en margur maðurinn en hún eigi til að mismæla sig. Og það er ekki orðum aukið; meðan mörgum finnst ummæli hennar galin og oft samsæriskenningamiðuð vilja stuðningsmenn Vigdísar meina að á stundum sé það sem hún segir rifið úr samhengi. Vart leið svo vika á árinu sem er að líða að Vigdís væri ekki í fréttum, en hún stóð meðal annars í stórræðum sem ein af fulltrúum ríkisstjórnarinnar í niðurskurðarhópi. Hún var virk í stjórnaandstöðu fyrri hluta árs en seinna einarðasti talsmaður ríkisstjórnarinnar. Sjálf taldi hún óvilhöll öfl að verki þegar hún lá undir ámæli og taldist hafa uppi glórulaus ummæli. „Mín tilfinning er sú að það eigi að knésetja mig, knýja mig til uppgjafar. En ég ætla ekki að gefast upp,“ sagði Vigdís. Hér eru nokkur dæmi, langt í frá tæmandi listi, yfir ýfingar sem urðu með mönnum eftir að Vigdís lét eitthvað flakka.Heilaþvottastoð Evrópusambandsins „Sáldri áróðri hér um landið í ræðu og riti og starfsmenn hennar ferðast um landið og raunverulega reyna að heilaþvo landsmenn. En það gengur ekki betur en svo að það var skipt um embættismann hjá batteríinu í gær,“ sagði Vigdís í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins um miðjan mars. Þetta var í tengslum við umræðu um Evrópustofu og þótti mörgum manninum hér tekið djúpt í árinni. Össur Skarphéðinsson var þá utanríkisráðherra og taldi Evrópustofu hafa staðið sig ágætlega en hún var þyrnir í augum Vigdísar og reyndar fleiri Framsóknarmanna.Ósýnilegi óhróðursmeistarinn „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," sagði Vigdís seint í maí. Vigdís taldi einsýnt að það væri maður á launum við það eitt að tala illa um sig en aldrei kom neitt meira út úr þeirri ásökun Vigdísar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi, sem taldi Eirík þennan ekki til.Afnám listamannalauna Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV seint í júní og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn. Mjög þungt var í listamönnum vegna þessara ummælaog taldi Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, einsýnt að sambandið yrði að bregðast við með einhverjum hætti.Matsfyrirtæki á móti ríkisstjórninni „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ sagði Vigdís seint í júlí. Þetta var þegar matsfyrirtækið Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta.RÚV handbendi ESB „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu,“ sagði Vigdís í viðtali á Bylgjunni um miðjan ágúst. Enginn taldi sig þurfa að velkjast í vafa um að þarna væri Vigdís að hóta RÚV, og þar í fælist skoðanakúgun og róttæk ritskoðun á ríkisfjölmiðlinum. Ritstjóri Fréttablaðsins taldi ummælin svo alvarleg að Vigdís ætti að víkja vegna þeirra. Ummælin lögðust illa í marga og var hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem á skrifuðu rúm þrjú þúsund sem vildu Vigdísi frá.Andskotinn í Evrópu „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ sagði Vigdís seint í september. Andstöðu Vigdísar við Evrópusambandið, ef ekki er hreinlega hægt að tala um hreint hatur, er viðbrugðið og hún vildi að þingályktunartillaga yrði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. En, ráðherra Framsóknarmanna lenti reyndar síðar í erfiðleikum varðandi hina svokallaða IPA-styrki sem Evrópusambandið hefur dregið til baka, en það er utanríkisráðherra ósáttur við.Hræbillegt legugjald „Ég get alveg sagt það að ef ég myndi þurfa að leggjast inn á spítala, nú tala ég bara fyrir mig, að þá þætti mér ekki mikið að þurfa að borga 1.200 krónur fyrir hverja nótt,“ sagði Vigdís í Bítinu í upphafi októbermánaðar Hún var að ræða um hið umdeilda legugjald sem kveðið er á um í nýju fjárlagafrumvarpi. Vigdís vill meina að meðalmaðurinn ráði við þetta gjald sem á að skila 200 milljónum króna í ríkiskassann á sama tíma og gert er ráð fyrir í fjárlögunum að ríkið skili 500 milljóna króna afgangi.Þetta einkennilega orð „strax“ "Strax er teygjanlegt hugtak," sagði Vigdís í byrjun október. Þetta kom fram þegar á hana var gengið varðandi kosningaloforð Framsóknarflokksins og gripu margir þau ummæli á loft. Vigdís sjálf gerði gott úr málinu: "Netheimar hafa svo gaman að mér að ég ætla ekki að skemma þessa skemmtun. Það er eitt á dag hjá mér, ég er orðin vön þessu,“ segir Vigdís. Þetta sé stíllinn á umræðunni í netheimum."Námsmenn borgi ef þeir skila sér ekki heim „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ sagði Vigdís í grein í Fréttablaðinu snemma í nóvember. Þessi ummæli féllu vægast sagt í grýttan jarðveg. Bent var á að "vöruskiptajöfnuður" Íslands við útlönd væri verulega hagstæður og námsmenn urðu æfir.Mengun hins tandurhreina íslenska rafmagns „Með því að fara í þetta verkefni erum við [...] að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna,“ sagði Vigdís á þingi snemma í nóvember. Þetta var í umræðu um lagningu hugsanlegs sæstrengs héðan til Bretlands. Vigdísi hugnaðist engan veginn að hin tandurhreina íslenska orka blandaðist saman við orku frá Evrópusambandsríkjunum, sem verður til úr kolum og kjarnorku. Margir ráku upp stór augu og töldu að Vigdís væri endanlega búin að missa það í andúð sinni á ESB; að blanda rafmagni eins og hverjum öðrum kokteil? En, sumir risu upp Vigdísi til varnar og bentu á að hún hefði nokkuð til síns máls því þessa myndi sjást staður í skráningu á íslenskri orku, sem myndi við þetta tapa nokkru af þeirri vottun að um hreina og endurvinnanlega orku væri að ræða.Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár, á meðan að íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur á Landspítalanum sem þarf til þess að bjarga lífi og limum landsmanna. Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ sagði Vigdís meðal annars í viðtali við Stöð 2 um þróunaraðstoð Íslands. Það að ríkisstjórnin skyldi ekki standa við hækkun til þróunaraðstoðar lagðist verulega illa í margan manninn en Vigdís stóð í stafni stjórnarliða og veigraði hvergi við sér að taka slaginn fyrir þá óvinsælu aðgerð, en meðal annars var vísað til þess að þrátt fyrir allt væri Ísland meðal ríkari þjóða.Vinstri villan "Við vitum það að vinstri menn vilja gjarnan hafa bótakerfið mjög öflugt og svo framvegis,“ sagði Vigdís snemma í desember. Þessi ummæli voru með vísan til stefnu fyrri stjórnar og þá slóð vill Vigdís sannarlega ekki feta.Sátt um mín sjónarmið „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís um miðjan desember, þá er hún mælti fyrir fjárlögum sem formaður fjárlaganefndar. Mörgum þótti þetta sérkennileg sátt sem þarna var boðuð, ekki bara að forsenda sáttar væru að sjónarmið ríkisstjórnarinnar yrðu virt heldur einnig að boða þá sátt með því að úthúða öðrum.Vigdís Thatcher “The problem with socialism is that you eventually run out of other people’s money.” Ýmsir supu hveljur, kannski ekki síst innan Framsóknarflokksins, þegar Vigdís vísaði í þá merku konu, eins og hún orðaði það, á Facebooksíðu sinni um miðjan desember, og þá þessi orð. Framsóknarflokkurinn leggur sig í framkróka um að staðsetja sig á miðjunni, Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta er hins vegar einn helsti páfi þeirra sem eru lengst til hægri. Verður að gera ráð fyrir því að yfirlýsingagleði Vigdísar geti á stundum reynst samflokksmönnum hennar nokkur raun.Rangsannindi "Vigdís Hauksdóttir notaði orðið „rangsannindi“ í umræðum á Alþingi um daginn. Væntanlega hefur slegið saman hjá henni saman orðunum „ósannindi“ og „rangfærslur“ og hún mismælt sig svona skemmtilega, eins og vill henda hjá fólki í líflegum tjáskiptum. Þetta er vissulega argasta þversögn – hvernig geta sannindi verið röng? En samt sem áður – eða kannski einmitt þess vegna – finnst manni þetta skringilega orð einmitt tjá vel ástandið um þessar mundir." Svo hefst grein eftir Guðmund Andra Thorsson, sem birtist um miðjan þennan mánuð, þar sem hann gerir sér mat úr því þegar Vigdís mismælti sig einu sinni sem oftar, á þingi.Ef ekki er sátt um okkar sjónarmið verður að grípa inní „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís síðla í desembermánuði. Vigdís er flugvallarsinni og hún boðaði að ef borgaryfirvöld vildu hrófla við flugvellinum í Vatnsmýrinni, þá myndi ríkið einfaldlega taka skipulagsvaldið til sín. Í borgarstjórn, sem og víðar, urðu menn forviða. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er án vafa ein af konum ársins. Hún var fyrirferðarmikil í fréttum, umdeild svo af bar og gat komið fólki úr jafnvægi með ummælum sínum. Vigdís hefur látið þess svo getið í viðtali að hún telji sig tala fína íslensku, betri en margur maðurinn en hún eigi til að mismæla sig. Og það er ekki orðum aukið; meðan mörgum finnst ummæli hennar galin og oft samsæriskenningamiðuð vilja stuðningsmenn Vigdísar meina að á stundum sé það sem hún segir rifið úr samhengi. Vart leið svo vika á árinu sem er að líða að Vigdís væri ekki í fréttum, en hún stóð meðal annars í stórræðum sem ein af fulltrúum ríkisstjórnarinnar í niðurskurðarhópi. Hún var virk í stjórnaandstöðu fyrri hluta árs en seinna einarðasti talsmaður ríkisstjórnarinnar. Sjálf taldi hún óvilhöll öfl að verki þegar hún lá undir ámæli og taldist hafa uppi glórulaus ummæli. „Mín tilfinning er sú að það eigi að knésetja mig, knýja mig til uppgjafar. En ég ætla ekki að gefast upp,“ sagði Vigdís. Hér eru nokkur dæmi, langt í frá tæmandi listi, yfir ýfingar sem urðu með mönnum eftir að Vigdís lét eitthvað flakka.Heilaþvottastoð Evrópusambandsins „Sáldri áróðri hér um landið í ræðu og riti og starfsmenn hennar ferðast um landið og raunverulega reyna að heilaþvo landsmenn. En það gengur ekki betur en svo að það var skipt um embættismann hjá batteríinu í gær,“ sagði Vigdís í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins um miðjan mars. Þetta var í tengslum við umræðu um Evrópustofu og þótti mörgum manninum hér tekið djúpt í árinni. Össur Skarphéðinsson var þá utanríkisráðherra og taldi Evrópustofu hafa staðið sig ágætlega en hún var þyrnir í augum Vigdísar og reyndar fleiri Framsóknarmanna.Ósýnilegi óhróðursmeistarinn „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," sagði Vigdís seint í maí. Vigdís taldi einsýnt að það væri maður á launum við það eitt að tala illa um sig en aldrei kom neitt meira út úr þeirri ásökun Vigdísar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi, sem taldi Eirík þennan ekki til.Afnám listamannalauna Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV seint í júní og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn. Mjög þungt var í listamönnum vegna þessara ummælaog taldi Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, einsýnt að sambandið yrði að bregðast við með einhverjum hætti.Matsfyrirtæki á móti ríkisstjórninni „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ sagði Vigdís seint í júlí. Þetta var þegar matsfyrirtækið Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta.RÚV handbendi ESB „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu,“ sagði Vigdís í viðtali á Bylgjunni um miðjan ágúst. Enginn taldi sig þurfa að velkjast í vafa um að þarna væri Vigdís að hóta RÚV, og þar í fælist skoðanakúgun og róttæk ritskoðun á ríkisfjölmiðlinum. Ritstjóri Fréttablaðsins taldi ummælin svo alvarleg að Vigdís ætti að víkja vegna þeirra. Ummælin lögðust illa í marga og var hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem á skrifuðu rúm þrjú þúsund sem vildu Vigdísi frá.Andskotinn í Evrópu „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ sagði Vigdís seint í september. Andstöðu Vigdísar við Evrópusambandið, ef ekki er hreinlega hægt að tala um hreint hatur, er viðbrugðið og hún vildi að þingályktunartillaga yrði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. En, ráðherra Framsóknarmanna lenti reyndar síðar í erfiðleikum varðandi hina svokallaða IPA-styrki sem Evrópusambandið hefur dregið til baka, en það er utanríkisráðherra ósáttur við.Hræbillegt legugjald „Ég get alveg sagt það að ef ég myndi þurfa að leggjast inn á spítala, nú tala ég bara fyrir mig, að þá þætti mér ekki mikið að þurfa að borga 1.200 krónur fyrir hverja nótt,“ sagði Vigdís í Bítinu í upphafi októbermánaðar Hún var að ræða um hið umdeilda legugjald sem kveðið er á um í nýju fjárlagafrumvarpi. Vigdís vill meina að meðalmaðurinn ráði við þetta gjald sem á að skila 200 milljónum króna í ríkiskassann á sama tíma og gert er ráð fyrir í fjárlögunum að ríkið skili 500 milljóna króna afgangi.Þetta einkennilega orð „strax“ "Strax er teygjanlegt hugtak," sagði Vigdís í byrjun október. Þetta kom fram þegar á hana var gengið varðandi kosningaloforð Framsóknarflokksins og gripu margir þau ummæli á loft. Vigdís sjálf gerði gott úr málinu: "Netheimar hafa svo gaman að mér að ég ætla ekki að skemma þessa skemmtun. Það er eitt á dag hjá mér, ég er orðin vön þessu,“ segir Vigdís. Þetta sé stíllinn á umræðunni í netheimum."Námsmenn borgi ef þeir skila sér ekki heim „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ sagði Vigdís í grein í Fréttablaðinu snemma í nóvember. Þessi ummæli féllu vægast sagt í grýttan jarðveg. Bent var á að "vöruskiptajöfnuður" Íslands við útlönd væri verulega hagstæður og námsmenn urðu æfir.Mengun hins tandurhreina íslenska rafmagns „Með því að fara í þetta verkefni erum við [...] að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna,“ sagði Vigdís á þingi snemma í nóvember. Þetta var í umræðu um lagningu hugsanlegs sæstrengs héðan til Bretlands. Vigdísi hugnaðist engan veginn að hin tandurhreina íslenska orka blandaðist saman við orku frá Evrópusambandsríkjunum, sem verður til úr kolum og kjarnorku. Margir ráku upp stór augu og töldu að Vigdís væri endanlega búin að missa það í andúð sinni á ESB; að blanda rafmagni eins og hverjum öðrum kokteil? En, sumir risu upp Vigdísi til varnar og bentu á að hún hefði nokkuð til síns máls því þessa myndi sjást staður í skráningu á íslenskri orku, sem myndi við þetta tapa nokkru af þeirri vottun að um hreina og endurvinnanlega orku væri að ræða.Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár, á meðan að íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur á Landspítalanum sem þarf til þess að bjarga lífi og limum landsmanna. Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ sagði Vigdís meðal annars í viðtali við Stöð 2 um þróunaraðstoð Íslands. Það að ríkisstjórnin skyldi ekki standa við hækkun til þróunaraðstoðar lagðist verulega illa í margan manninn en Vigdís stóð í stafni stjórnarliða og veigraði hvergi við sér að taka slaginn fyrir þá óvinsælu aðgerð, en meðal annars var vísað til þess að þrátt fyrir allt væri Ísland meðal ríkari þjóða.Vinstri villan "Við vitum það að vinstri menn vilja gjarnan hafa bótakerfið mjög öflugt og svo framvegis,“ sagði Vigdís snemma í desember. Þessi ummæli voru með vísan til stefnu fyrri stjórnar og þá slóð vill Vigdís sannarlega ekki feta.Sátt um mín sjónarmið „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís um miðjan desember, þá er hún mælti fyrir fjárlögum sem formaður fjárlaganefndar. Mörgum þótti þetta sérkennileg sátt sem þarna var boðuð, ekki bara að forsenda sáttar væru að sjónarmið ríkisstjórnarinnar yrðu virt heldur einnig að boða þá sátt með því að úthúða öðrum.Vigdís Thatcher “The problem with socialism is that you eventually run out of other people’s money.” Ýmsir supu hveljur, kannski ekki síst innan Framsóknarflokksins, þegar Vigdís vísaði í þá merku konu, eins og hún orðaði það, á Facebooksíðu sinni um miðjan desember, og þá þessi orð. Framsóknarflokkurinn leggur sig í framkróka um að staðsetja sig á miðjunni, Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta er hins vegar einn helsti páfi þeirra sem eru lengst til hægri. Verður að gera ráð fyrir því að yfirlýsingagleði Vigdísar geti á stundum reynst samflokksmönnum hennar nokkur raun.Rangsannindi "Vigdís Hauksdóttir notaði orðið „rangsannindi“ í umræðum á Alþingi um daginn. Væntanlega hefur slegið saman hjá henni saman orðunum „ósannindi“ og „rangfærslur“ og hún mismælt sig svona skemmtilega, eins og vill henda hjá fólki í líflegum tjáskiptum. Þetta er vissulega argasta þversögn – hvernig geta sannindi verið röng? En samt sem áður – eða kannski einmitt þess vegna – finnst manni þetta skringilega orð einmitt tjá vel ástandið um þessar mundir." Svo hefst grein eftir Guðmund Andra Thorsson, sem birtist um miðjan þennan mánuð, þar sem hann gerir sér mat úr því þegar Vigdís mismælti sig einu sinni sem oftar, á þingi.Ef ekki er sátt um okkar sjónarmið verður að grípa inní „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís síðla í desembermánuði. Vigdís er flugvallarsinni og hún boðaði að ef borgaryfirvöld vildu hrófla við flugvellinum í Vatnsmýrinni, þá myndi ríkið einfaldlega taka skipulagsvaldið til sín. Í borgarstjórn, sem og víðar, urðu menn forviða.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira