Sérstakur skattur á námsmenn? María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. desember 2013 21:20 Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun