Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2013 14:32 Ragnar Þór og Norðlingaskóli. Mikil reiði er kraumandi meðal nemenda og foreldra vegna brotthvarfs hins vinsæla kennara. mynd/Af vef Reykjavíkurborgar. Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna og foreldra við Norðlingaskóla eftir að Ragnar Þór Pétursson kennari ákvað að hætta í kjölfar þess að skólayfirvöldum barst nafnlaus ábending um að hann væri varhugaverður í námunda við börn. Reyndar er það svo að fæstir vita hvað stóð í þessari ábendingu því fáir vita hvernig hún hljóðaði. Ragnar Þór fór í kjölfar þess að hún barst í veikindaleyfi og eftir að rannsókn málsins, sem hann fór fram á að yrði, virtist gufa upp sagði hann upp störfum. Ragnar hefur greint ítarlega frá málinu hér.Algjör snillingur Blaðamaður Vísis hefur fengið að kíkja inn á lokaða Facebooksíðu þar sem nemendur við Norðlingaskóla, sem og kennarar, gráta kennara sinn. Þar er Ragnar Þór ausinn lofi og af mörgum nemendum sagður besti kennari sem þau hafa nokkru sinni haft. Hann er sagður algjör snillingur, honum hafi tekist að gera námið skemmtilegt og hefur, samkvæmt færslum sem nemendur hafa sett inn, reynst þeim vel á alla lund. „Algjör snillingur,“ segir faðir eins nemandans við skólann. „Hann var alltaf til taks ef þau þurftu á honum að halda, jafnvel á kvöldin og hann tók okkur foreldrana á iPad-námskeið til að við gætum fylgst með því hvað krakkarnir voru að gera. Hann iPad-væddi skólann.“Sif Vígþórsdóttir er skólastjóri Norðlingaskóla. Hún segir að málinu sé lokið hvað sig varði.Málinu lokið af hálfu skólayfirvalda Sif Vígþórsdóttir er skólastjóri Norðlingaskóla og hún segist bundin trúnaði og geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. En, segir í svari við fyrirspurn. „Um miðjan janúar 2013 barst skóla- og frístundasviði nafnlaus tilkynning vegna starfsmanns við Norðlingaskóla sem féll undir 35. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í samráði við starfsfólk á Skóla- og frístundasviði, embætti borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur var brugðist við samkvæmt starfsmannastefnu Norðlingaskóla og verklagsreglum Skóla- og frístundasviðsins. Í verklagsreglunum er m.a. kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Það var gert og málið var rannsakað á forsendum áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga. Þar sem ekkert kom út úr þeirri rannsókn er litið svo á, af hálft Norðlingaskóla, að málinu sé lokið.“Vanlíðan og reiði kraumar En, er málinu lokið? Ragnar Þór segir að atburðir gærdagsins hafi hleypt vægast sagt illu blóði í nemendur hans og einhverja foreldra. Mikil vanlíðan og reiði kraumar undir yfirborðinu sem beinist að Skóla- og frístundasviði. „Ég vil gjarnan gefa börnunum tækifæri til að ná áttum og jafnvægi áður en ég ýti málinu áfram sjálfur. Það gefur líka umræddum aðilum til að bregðast við. Eftir sem áður mun ég auðvitað ekki stoppa neinn í að fjalla um málið og mun gefa færi á mér við alla sem vilja ef áhugi er á því að liðnum smá tíma. Það er ekkert bætt með því að æsa upp reiðiöldu og æsing gagnvart SFS eða einstökum starfsmönnum. Þetta er eflaust mætasta fólk sem því miður varð hér alvarlega á. Ég vona að nóg sé að gert til að það sjái að sér.“Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri.Verklagsreglum fylgtBöndin berast sem sagt að Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri var á fundum í allan gærdag en fyrir svörum varð Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi. Hún segir að sviðinu hafi 16. janúar 2013 borist nafnlaus tilkynning sem féll undir barnaverndarlög. Í samráð við skólastjóra og í samráði við embættis borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur hafi verið brugðist við samkvæmt verklagsreglum. Þar er kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist sviðinu eða undirstofnunum þess skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Þar er málið unnið á forsendu áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga þar sem segir:„Ef barnaverndarnefnd fær ábendingu um að atferli manns sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn sé stórlega ábótavant skal nefndin, ef hún telur tilefni til, hefja könnun málsins í samræmi við ákvæði 21. gr. Ákvörðun um könnun skal tilkynna viðkomandi starfsmanni og vinnuveitanda hans ef við á.“ Sigrún segir Barnavernd Reykjavíkur vinna málið eftir eigin verkferli án frekari aðkomu sviðsins. Það verkferli felur meðal annars í sér upplýsingamiðlun til þess sem um ræðir. „Rétt er að benda á að út frá barnaverndarsjónarmiðum og ríkra hagsmuna barna er gert ráð fyrir því í barnaverndarlögum nr. 80/2002 að tilkynnendur geti krafist nafnleyndar og þykja þau sjónarmið vega þungt. Skóla- og frístundasvið mun ekki tjá sig um einstök mál starfsmanna og nemenda í þessu máli sem öðru,“ segir í svari Sigrúnar.Ragnar Þór telur líklegt að áburðurinn sé ættaður frá netdólgi sem las bloggpistil eftir sig og gramdist efni hans.Stutt í kröfugöngur nemendaRagnar segir þetta svipað svar og hann fékk. „Hér er gefið í skyn að þau hafi fengið ábendingu sem vísað var til Barnaverndar. Rétt er að þau sátu á málinu í rúma viku og það var ekki fyrr en ég hótaði að fara sjálfur til löggunnar eftir að hafa fengið að vita að ég væri grunaður um eitthvað sem þau sögðust ætla að setja málið í það ferli. Ákvörðunin kom eftir hangs þar sem þau þóttust meðal annars þurfa að hitta Borgarlögmann til að vita hvernig ætti að snúa sér,“ segir Ragnar. En „ábendingin“ sem barnavernd fékk svo til rannsóknar var svo opin og óljós að eina leiðin til að bregðast við henni var að senda út opna spurningu í öll sveitarfélög sem Ragnar hefur unnið við til að athuga hvort eitthvað hefði komið upp: „Ég hef sjálfur aldrei fengið að sjá þessa ábendingu. Aðeins fengið nákvæmlega þessa skýringu: Þetta var nafnlaus og almennt orðuð tilkynning. Og svo réttlæting SFS - að sama hversu óljósar slíkar tilkynningar séu verði þeir að bregðast við. En sem ég segi. Það er stutt í heykvíslar og kröfugöngur hjá nemendum og foreldrum. Ég ætla að leyfa þeim aðeins að kólna áður en ég fer af stað aftur. Sem verður væntanlega að gera því þau virðast ætla að hunsa þetta.“ Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna og foreldra við Norðlingaskóla eftir að Ragnar Þór Pétursson kennari ákvað að hætta í kjölfar þess að skólayfirvöldum barst nafnlaus ábending um að hann væri varhugaverður í námunda við börn. Reyndar er það svo að fæstir vita hvað stóð í þessari ábendingu því fáir vita hvernig hún hljóðaði. Ragnar Þór fór í kjölfar þess að hún barst í veikindaleyfi og eftir að rannsókn málsins, sem hann fór fram á að yrði, virtist gufa upp sagði hann upp störfum. Ragnar hefur greint ítarlega frá málinu hér.Algjör snillingur Blaðamaður Vísis hefur fengið að kíkja inn á lokaða Facebooksíðu þar sem nemendur við Norðlingaskóla, sem og kennarar, gráta kennara sinn. Þar er Ragnar Þór ausinn lofi og af mörgum nemendum sagður besti kennari sem þau hafa nokkru sinni haft. Hann er sagður algjör snillingur, honum hafi tekist að gera námið skemmtilegt og hefur, samkvæmt færslum sem nemendur hafa sett inn, reynst þeim vel á alla lund. „Algjör snillingur,“ segir faðir eins nemandans við skólann. „Hann var alltaf til taks ef þau þurftu á honum að halda, jafnvel á kvöldin og hann tók okkur foreldrana á iPad-námskeið til að við gætum fylgst með því hvað krakkarnir voru að gera. Hann iPad-væddi skólann.“Sif Vígþórsdóttir er skólastjóri Norðlingaskóla. Hún segir að málinu sé lokið hvað sig varði.Málinu lokið af hálfu skólayfirvalda Sif Vígþórsdóttir er skólastjóri Norðlingaskóla og hún segist bundin trúnaði og geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. En, segir í svari við fyrirspurn. „Um miðjan janúar 2013 barst skóla- og frístundasviði nafnlaus tilkynning vegna starfsmanns við Norðlingaskóla sem féll undir 35. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í samráði við starfsfólk á Skóla- og frístundasviði, embætti borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur var brugðist við samkvæmt starfsmannastefnu Norðlingaskóla og verklagsreglum Skóla- og frístundasviðsins. Í verklagsreglunum er m.a. kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Það var gert og málið var rannsakað á forsendum áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga. Þar sem ekkert kom út úr þeirri rannsókn er litið svo á, af hálft Norðlingaskóla, að málinu sé lokið.“Vanlíðan og reiði kraumar En, er málinu lokið? Ragnar Þór segir að atburðir gærdagsins hafi hleypt vægast sagt illu blóði í nemendur hans og einhverja foreldra. Mikil vanlíðan og reiði kraumar undir yfirborðinu sem beinist að Skóla- og frístundasviði. „Ég vil gjarnan gefa börnunum tækifæri til að ná áttum og jafnvægi áður en ég ýti málinu áfram sjálfur. Það gefur líka umræddum aðilum til að bregðast við. Eftir sem áður mun ég auðvitað ekki stoppa neinn í að fjalla um málið og mun gefa færi á mér við alla sem vilja ef áhugi er á því að liðnum smá tíma. Það er ekkert bætt með því að æsa upp reiðiöldu og æsing gagnvart SFS eða einstökum starfsmönnum. Þetta er eflaust mætasta fólk sem því miður varð hér alvarlega á. Ég vona að nóg sé að gert til að það sjái að sér.“Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri.Verklagsreglum fylgtBöndin berast sem sagt að Skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri var á fundum í allan gærdag en fyrir svörum varð Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi. Hún segir að sviðinu hafi 16. janúar 2013 borist nafnlaus tilkynning sem féll undir barnaverndarlög. Í samráð við skólastjóra og í samráði við embættis borgarlögmanns og Barnavernd Reykjavíkur hafi verið brugðist við samkvæmt verklagsreglum. Þar er kveðið á um að ef tilkynning af þessum toga berist sviðinu eða undirstofnunum þess skuli Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um málið. Þar er málið unnið á forsendu áðurnefndrar greinar barnaverndarlaga þar sem segir:„Ef barnaverndarnefnd fær ábendingu um að atferli manns sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn sé stórlega ábótavant skal nefndin, ef hún telur tilefni til, hefja könnun málsins í samræmi við ákvæði 21. gr. Ákvörðun um könnun skal tilkynna viðkomandi starfsmanni og vinnuveitanda hans ef við á.“ Sigrún segir Barnavernd Reykjavíkur vinna málið eftir eigin verkferli án frekari aðkomu sviðsins. Það verkferli felur meðal annars í sér upplýsingamiðlun til þess sem um ræðir. „Rétt er að benda á að út frá barnaverndarsjónarmiðum og ríkra hagsmuna barna er gert ráð fyrir því í barnaverndarlögum nr. 80/2002 að tilkynnendur geti krafist nafnleyndar og þykja þau sjónarmið vega þungt. Skóla- og frístundasvið mun ekki tjá sig um einstök mál starfsmanna og nemenda í þessu máli sem öðru,“ segir í svari Sigrúnar.Ragnar Þór telur líklegt að áburðurinn sé ættaður frá netdólgi sem las bloggpistil eftir sig og gramdist efni hans.Stutt í kröfugöngur nemendaRagnar segir þetta svipað svar og hann fékk. „Hér er gefið í skyn að þau hafi fengið ábendingu sem vísað var til Barnaverndar. Rétt er að þau sátu á málinu í rúma viku og það var ekki fyrr en ég hótaði að fara sjálfur til löggunnar eftir að hafa fengið að vita að ég væri grunaður um eitthvað sem þau sögðust ætla að setja málið í það ferli. Ákvörðunin kom eftir hangs þar sem þau þóttust meðal annars þurfa að hitta Borgarlögmann til að vita hvernig ætti að snúa sér,“ segir Ragnar. En „ábendingin“ sem barnavernd fékk svo til rannsóknar var svo opin og óljós að eina leiðin til að bregðast við henni var að senda út opna spurningu í öll sveitarfélög sem Ragnar hefur unnið við til að athuga hvort eitthvað hefði komið upp: „Ég hef sjálfur aldrei fengið að sjá þessa ábendingu. Aðeins fengið nákvæmlega þessa skýringu: Þetta var nafnlaus og almennt orðuð tilkynning. Og svo réttlæting SFS - að sama hversu óljósar slíkar tilkynningar séu verði þeir að bregðast við. En sem ég segi. Það er stutt í heykvíslar og kröfugöngur hjá nemendum og foreldrum. Ég ætla að leyfa þeim aðeins að kólna áður en ég fer af stað aftur. Sem verður væntanlega að gera því þau virðast ætla að hunsa þetta.“
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira