Óttaðist um líf sitt Telma Tómasson skrifar 5. desember 2013 16:00 Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma. Heilsa Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma.
Heilsa Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira