Íslenskir í útlöndum Úlfar Linnet skrifar 9. desember 2013 15:37 Úlfar Linnet. Þrátt fyrir að þrengingar á Íslenskum gjaldeyrismarkaði séu svo miklar að þjóðin sé orðin sérstök áhugaþjóð um útflutning getur hluti bjórútflutningsins í hæsta lagi náð að kalla fram ljúfsára gleði hjá bjóráhugamönnum. Útflutningurinn sem hér um ræðir er á vegum Ölvisholts og Borgar brugghúss en ölhiturnar eiga það sameiginlegt að flytja út bjórtegundir sem ekki er fáanlegur á Íslandi. Annar bjórinn fer í Austur en hinn í Vestur og ástæður þess að hann fæst ekki á Íslandi eru ólíkar. Hinsvegar eru báðir bjórarnir bragðmiklir og afgerandi. Hugsaðir fyrir bjóraáhugamenn og þá sem eru tilbúnir fyrir eitthvað nýtt.Brugghús: Ölvisholt brugghúsBjór: JólabjórFáanlegur: Svíþjóð, 132 útsölustaðir SystembolagetEinn af ávöxtum góðrar samvinnu við umboðsaðila Ölvisholts í Svíþjóð var hugmynd um að svara kalli Systembolaget í Svíþjóð um nýja jólabjóra. Ölvisholt fékk fullt listrænt fresti og skapaði bjór á fyrstu mánuðum árs 2010 sem var sendur út og metinn. Systembolaget valdi jólabjórinn frá Ölvisholti áfram og til að gera langa sögu stutta hefur bjórinn verið pantaður árlega síðan. Spurður um ástæðu þess að bjórinn fáist ekki á Íslandi svaraði Örn Héðinsson framkvæmdarstjóri því til að tilraunamennskan hafi fengið lausan tauminn við þróun jólabjórs fyrir heimamarkað. Flest ár hafi nýr jólabjór litið dagsins ljós, nokkuð sem sé erfitt að gera fyrir Systembolaget. Það var því ekki stefna heldur þróun í takt við aðstæður sem skildi markaðina að.Mahónýrauður með ljósa froðu. Ber með sér ilm af reyk og banönum. Í bragði er negull fyrirferðarmikill í bland við brenndar karamellur, þurrkaða ávexti og reyk.Brugghús: Borg BrugghúsBjór: Garún, Imperial StoutFáanlegur: Bandaríkin. „Búðin“ í Brooklyn, er á leið víðarGrunnurinn að útflutningi Borgar val lagður þegar dreifingaraðili frá Bandaríkjunum kom í heimsókn og bragðaði á bjórum brugghússins. Honum leist vel á og taldi Surt eiga sérstakt erindi á Bandaríkjamarkað. Þar sem Surtur er þorrabjór og ekki í framleiðslu allt árið var ákveðið að hann færi ekki út en þess í stað yrði nýr Imperial Stout þróaður. Niðurstaða þeirrar vinnu var Garún sem lenti í Bandaríkjunum á dögunum og er að fara í dreifingu. Þeir allra forvitnustu geta farið strax í dag á barinn „Búðin“ í Brooklyn og bragðað á. Ástæðu þess að Garún verður aðeins í útflutningi segja Borgarmenn vera þá að Imperial Stout Borgar sé Surtur.Kolsvartur með dökka froðu. Mildur ilmur, sæta, vanilla og ristaðir tónar. Bragðsterkur, rist, kaffi, lakkrís og sýra. Heitur bjór með löngu eftirbragði. Úlfar Linnet Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Þrátt fyrir að þrengingar á Íslenskum gjaldeyrismarkaði séu svo miklar að þjóðin sé orðin sérstök áhugaþjóð um útflutning getur hluti bjórútflutningsins í hæsta lagi náð að kalla fram ljúfsára gleði hjá bjóráhugamönnum. Útflutningurinn sem hér um ræðir er á vegum Ölvisholts og Borgar brugghúss en ölhiturnar eiga það sameiginlegt að flytja út bjórtegundir sem ekki er fáanlegur á Íslandi. Annar bjórinn fer í Austur en hinn í Vestur og ástæður þess að hann fæst ekki á Íslandi eru ólíkar. Hinsvegar eru báðir bjórarnir bragðmiklir og afgerandi. Hugsaðir fyrir bjóraáhugamenn og þá sem eru tilbúnir fyrir eitthvað nýtt.Brugghús: Ölvisholt brugghúsBjór: JólabjórFáanlegur: Svíþjóð, 132 útsölustaðir SystembolagetEinn af ávöxtum góðrar samvinnu við umboðsaðila Ölvisholts í Svíþjóð var hugmynd um að svara kalli Systembolaget í Svíþjóð um nýja jólabjóra. Ölvisholt fékk fullt listrænt fresti og skapaði bjór á fyrstu mánuðum árs 2010 sem var sendur út og metinn. Systembolaget valdi jólabjórinn frá Ölvisholti áfram og til að gera langa sögu stutta hefur bjórinn verið pantaður árlega síðan. Spurður um ástæðu þess að bjórinn fáist ekki á Íslandi svaraði Örn Héðinsson framkvæmdarstjóri því til að tilraunamennskan hafi fengið lausan tauminn við þróun jólabjórs fyrir heimamarkað. Flest ár hafi nýr jólabjór litið dagsins ljós, nokkuð sem sé erfitt að gera fyrir Systembolaget. Það var því ekki stefna heldur þróun í takt við aðstæður sem skildi markaðina að.Mahónýrauður með ljósa froðu. Ber með sér ilm af reyk og banönum. Í bragði er negull fyrirferðarmikill í bland við brenndar karamellur, þurrkaða ávexti og reyk.Brugghús: Borg BrugghúsBjór: Garún, Imperial StoutFáanlegur: Bandaríkin. „Búðin“ í Brooklyn, er á leið víðarGrunnurinn að útflutningi Borgar val lagður þegar dreifingaraðili frá Bandaríkjunum kom í heimsókn og bragðaði á bjórum brugghússins. Honum leist vel á og taldi Surt eiga sérstakt erindi á Bandaríkjamarkað. Þar sem Surtur er þorrabjór og ekki í framleiðslu allt árið var ákveðið að hann færi ekki út en þess í stað yrði nýr Imperial Stout þróaður. Niðurstaða þeirrar vinnu var Garún sem lenti í Bandaríkjunum á dögunum og er að fara í dreifingu. Þeir allra forvitnustu geta farið strax í dag á barinn „Búðin“ í Brooklyn og bragðað á. Ástæðu þess að Garún verður aðeins í útflutningi segja Borgarmenn vera þá að Imperial Stout Borgar sé Surtur.Kolsvartur með dökka froðu. Mildur ilmur, sæta, vanilla og ristaðir tónar. Bragðsterkur, rist, kaffi, lakkrís og sýra. Heitur bjór með löngu eftirbragði.
Úlfar Linnet Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira