Úranvinnslan getur spillt ímynd Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Við vinnslu úrans úr málmgrýti fellur til gríðarlegt magn af geislavirkum úrgangi. Í því felst helsti vandinn í umhverfislegu og efnahagslegu tilliti fyrir Grænlendinga og nágranna þeirra. Fréttablaðið/AP Ekki er talið líklegt að fyrirhuguð úranvinnsla á Grænlandi feli í sér hættur fyrir Ísland. Öðru gegnir um Grænland. Ímynd norðurslóða gæti hins vegar beðið hnekki sem er hagsmunamál Íslands sem og annarra ríkja á norðlægum slóðum. Að frumkvæði Höskuldar Þórhallssonar, formanns umhverfis- og samgöngunefndar, tók nefndin í gær til umræðu hugmyndir um úranvinnslu á Grænlandi og hugsanlega þýðingu þeirra áforma fyrir Ísland. Eins liggur fyrir frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar, fyrirspurn til forsætisráðherra um sama mál, en landsþing Grænlendinga, Inatsisartut, samþykkti að aflétta banni við vinnslu á úrani í lok október.Fjarlæg hætta Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, efast um að Íslandi sé hætta búin vegna úranvinnslu á Grænlandi. Heimild grænlenska landsþingsins lúti að því að heimilt verði að leita að úrani og til vinnslu. „En það er langur vegur frá slíkri heimild að sótt sé um leyfi til vinnslu úrans. Síðan er spurning um það hvað Grænlendingar ætla að gera. Það eru fjölmörg álitamál sem þarf að leysa áður en vinnsla hefst – ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga sem Danir hafa undirgengist og hvernig þær snúa að Grænlandi.“ Sigurður segir miklu skipta hvort málmgrýtið verður flutt óunnið frá Grænlandi eða hvort úranið yrði leyst úr málmgrýtinu þar í landi og síðan flutt til annarra landa. Síðari kosturinn er líklegri vegna þess að flutningur á málmgrýtinu er vart raunhæfur vegna kostnaðar. „Úranvinnslu fylgja mörg álitamál varðandi geislavarnir og umhverfismál almennt séð, en það er vandséð að þetta skaði okkar hagsmuni með einhverjum hætti,“ segir Sigurður og bætir við að úrannámur hafi verið starfræktar áratugum saman, og úran flutt um heimshöfin, án teljanlegra áfalla. Vegna álitamála sem tengjast skuldbindingum Dana á alþjóðavettvangi er úranvinnsla fjarri því að vera handan við hornið. Hins vegar segir Sigurður að Grænlendingar verði að hafa þýðingu úranvinnslu í huga í umhverfis- og efnahagslegu tilliti innanlands. „Í svona námurekstri fylgja staðbundin vandamál, sem vilja gleymast. Það má nefna að til þess að ná úraninu úr málmgrýtinu þarf að mala það og leysa það upp með sýru, til að skilja úranið frá. Við þetta verður til mikið magn úrgangs – reyndar er meira af geislavirkum efnum í úrganginum en geislavirknin í úraninu sjálfu. Úranið hefur mjög langan helmingunartíma og öll dótturefni úrans verða eftir í úrganginum. Úran er oft innan við eitt prósent af massanum svo auðvelt er að sjá að mikið af úrgangi situr eftir. Svo aðalvandi Grænlendinga gæti orðið úrgangurinn af námarekstrinum.“Ímynd Íslands Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, sagði, og tók undir sjónarmið Sigurðar, að út frá umhverfislegu sjónarmiði væri námagröfturinn á Grænlandi, og hugsanlegur flutningur sjóleiðina, ekki alþjóðlegt vandamál heldur miklu frekar staðbundið vandamál vegna þess mikla úrgangs sem fellur til. „Menn hafa yfirleitt mestar áhyggjur af umhverfisáhrifunum; að menn séu að brjóta niður heilt fjall fyrir einhverja afurð. Þá eru 80 til 90 prósent af fjallinu skilin eftir í einhverjum óskipulegum haug. En hins vegar verða menn alltaf að gera sér grein fyrir því að komi upp orðrómur um geislamengun, þá er það orðin efnahagsleg spurning um sölu afurða sem hugsanlega tengjast því. Ég hef lýst því yfir að ég tel ekki hættu á skaðlegri geislamengun í hafinu í kringum Ísland miðað við þá þekkingu sem við höfum. En komi upp kvittur um mengun getur það haft gífurleg áhrif á sölu okkar afurða. Ef það verður slys á Grænlandi gæti það þannig haft áhrif hingað á óbeinan hátt,“ sagði Helgi og vísaði til þess að ímynd óspilltra svæða gæti fljótt tapast þó óraunhæft væri að áhrifa umhverfisslyss gætti þar.Með puttann á púlsinum Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, kynnti fyrir nefndinni að íslensk stjórnvöld væru í góðu sambandi við dönsk og grænlensk stjórnvöld almennt séð og það ætti við um námavinnslu, eins og annað. „Við fylgjumst grannt með þessu og gerum okkur grein fyrir að þessi mál varða að sjálfsögðu Ísland og næsta nágrenni,“ sagði Hermann og bætti við að stjórnvöld í Danmörku og á Grænlandi tækju þessi mál alvarlega, eins og komið hefði fram í samskiptum við hérlend stjórnvöld að undanförnu. Ernst Hemmingsen, fulltrúi frá danska sendiráðinu, sagði dönsk og grænlensk stjórnvöld hafa skipað vinnuhóp til að greina einstök álitamál. Kom fram í máli hans að Danir eru bundnir af ýmsum alþjóðasamningum sem ekki gilda um Grænland. Það væri Grænlendinga að ákveða hvort þeir vinna úran í landinu en um útflutning á úrani þyrfti samvinnu landanna beggja. Hann sagði einnig að vinna hópsins hefði leitt í ljós að „fjárfestar standa ekki í biðröðum til að fjárfesta á Grænlandi“, og það ætti við hugsanlega námuvinnslu og bæri að hafa hugfast.Fiskverð féll strax eftir að kafbátur sökk Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfisnefndar, spurði sérstaklega út í hugsanleg áföll fyrir orðspor Íslands ef upp kæmu aðstæður þar sem geislamengun yrði. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna, varð til svars og sagði í samhengi, þó ólíku sé saman að jafna, frá því þegar sovéskur kjarnorkukafbátur sökk við Bjarnarey 7. apríl árið 1989, á föstudagskvöldi. „Á mánudagsmorgni varð verðfall á fiskmörkuðum í Japan. Þá skipti engu að fiskurinn var veiddur áður en kafbáturinn fórst. Það voru bara þessi sálrænu áhrif. Þannig að orðsporið skiptir miklu máli,“ sagði Sigurður og bætti við að ef minnsti grunur kæmi upp um mengun í íslenskum afurðum væru ítarleg gögn um hið gagnstæða Íslands besta vopn til varnar. Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ekki er talið líklegt að fyrirhuguð úranvinnsla á Grænlandi feli í sér hættur fyrir Ísland. Öðru gegnir um Grænland. Ímynd norðurslóða gæti hins vegar beðið hnekki sem er hagsmunamál Íslands sem og annarra ríkja á norðlægum slóðum. Að frumkvæði Höskuldar Þórhallssonar, formanns umhverfis- og samgöngunefndar, tók nefndin í gær til umræðu hugmyndir um úranvinnslu á Grænlandi og hugsanlega þýðingu þeirra áforma fyrir Ísland. Eins liggur fyrir frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingarinnar, fyrirspurn til forsætisráðherra um sama mál, en landsþing Grænlendinga, Inatsisartut, samþykkti að aflétta banni við vinnslu á úrani í lok október.Fjarlæg hætta Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, efast um að Íslandi sé hætta búin vegna úranvinnslu á Grænlandi. Heimild grænlenska landsþingsins lúti að því að heimilt verði að leita að úrani og til vinnslu. „En það er langur vegur frá slíkri heimild að sótt sé um leyfi til vinnslu úrans. Síðan er spurning um það hvað Grænlendingar ætla að gera. Það eru fjölmörg álitamál sem þarf að leysa áður en vinnsla hefst – ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga sem Danir hafa undirgengist og hvernig þær snúa að Grænlandi.“ Sigurður segir miklu skipta hvort málmgrýtið verður flutt óunnið frá Grænlandi eða hvort úranið yrði leyst úr málmgrýtinu þar í landi og síðan flutt til annarra landa. Síðari kosturinn er líklegri vegna þess að flutningur á málmgrýtinu er vart raunhæfur vegna kostnaðar. „Úranvinnslu fylgja mörg álitamál varðandi geislavarnir og umhverfismál almennt séð, en það er vandséð að þetta skaði okkar hagsmuni með einhverjum hætti,“ segir Sigurður og bætir við að úrannámur hafi verið starfræktar áratugum saman, og úran flutt um heimshöfin, án teljanlegra áfalla. Vegna álitamála sem tengjast skuldbindingum Dana á alþjóðavettvangi er úranvinnsla fjarri því að vera handan við hornið. Hins vegar segir Sigurður að Grænlendingar verði að hafa þýðingu úranvinnslu í huga í umhverfis- og efnahagslegu tilliti innanlands. „Í svona námurekstri fylgja staðbundin vandamál, sem vilja gleymast. Það má nefna að til þess að ná úraninu úr málmgrýtinu þarf að mala það og leysa það upp með sýru, til að skilja úranið frá. Við þetta verður til mikið magn úrgangs – reyndar er meira af geislavirkum efnum í úrganginum en geislavirknin í úraninu sjálfu. Úranið hefur mjög langan helmingunartíma og öll dótturefni úrans verða eftir í úrganginum. Úran er oft innan við eitt prósent af massanum svo auðvelt er að sjá að mikið af úrgangi situr eftir. Svo aðalvandi Grænlendinga gæti orðið úrgangurinn af námarekstrinum.“Ímynd Íslands Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, sagði, og tók undir sjónarmið Sigurðar, að út frá umhverfislegu sjónarmiði væri námagröfturinn á Grænlandi, og hugsanlegur flutningur sjóleiðina, ekki alþjóðlegt vandamál heldur miklu frekar staðbundið vandamál vegna þess mikla úrgangs sem fellur til. „Menn hafa yfirleitt mestar áhyggjur af umhverfisáhrifunum; að menn séu að brjóta niður heilt fjall fyrir einhverja afurð. Þá eru 80 til 90 prósent af fjallinu skilin eftir í einhverjum óskipulegum haug. En hins vegar verða menn alltaf að gera sér grein fyrir því að komi upp orðrómur um geislamengun, þá er það orðin efnahagsleg spurning um sölu afurða sem hugsanlega tengjast því. Ég hef lýst því yfir að ég tel ekki hættu á skaðlegri geislamengun í hafinu í kringum Ísland miðað við þá þekkingu sem við höfum. En komi upp kvittur um mengun getur það haft gífurleg áhrif á sölu okkar afurða. Ef það verður slys á Grænlandi gæti það þannig haft áhrif hingað á óbeinan hátt,“ sagði Helgi og vísaði til þess að ímynd óspilltra svæða gæti fljótt tapast þó óraunhæft væri að áhrifa umhverfisslyss gætti þar.Með puttann á púlsinum Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, kynnti fyrir nefndinni að íslensk stjórnvöld væru í góðu sambandi við dönsk og grænlensk stjórnvöld almennt séð og það ætti við um námavinnslu, eins og annað. „Við fylgjumst grannt með þessu og gerum okkur grein fyrir að þessi mál varða að sjálfsögðu Ísland og næsta nágrenni,“ sagði Hermann og bætti við að stjórnvöld í Danmörku og á Grænlandi tækju þessi mál alvarlega, eins og komið hefði fram í samskiptum við hérlend stjórnvöld að undanförnu. Ernst Hemmingsen, fulltrúi frá danska sendiráðinu, sagði dönsk og grænlensk stjórnvöld hafa skipað vinnuhóp til að greina einstök álitamál. Kom fram í máli hans að Danir eru bundnir af ýmsum alþjóðasamningum sem ekki gilda um Grænland. Það væri Grænlendinga að ákveða hvort þeir vinna úran í landinu en um útflutning á úrani þyrfti samvinnu landanna beggja. Hann sagði einnig að vinna hópsins hefði leitt í ljós að „fjárfestar standa ekki í biðröðum til að fjárfesta á Grænlandi“, og það ætti við hugsanlega námuvinnslu og bæri að hafa hugfast.Fiskverð féll strax eftir að kafbátur sökk Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfisnefndar, spurði sérstaklega út í hugsanleg áföll fyrir orðspor Íslands ef upp kæmu aðstæður þar sem geislamengun yrði. Sigurður Magnússon, forstjóri Geislavarna, varð til svars og sagði í samhengi, þó ólíku sé saman að jafna, frá því þegar sovéskur kjarnorkukafbátur sökk við Bjarnarey 7. apríl árið 1989, á föstudagskvöldi. „Á mánudagsmorgni varð verðfall á fiskmörkuðum í Japan. Þá skipti engu að fiskurinn var veiddur áður en kafbáturinn fórst. Það voru bara þessi sálrænu áhrif. Þannig að orðsporið skiptir miklu máli,“ sagði Sigurður og bætti við að ef minnsti grunur kæmi upp um mengun í íslenskum afurðum væru ítarleg gögn um hið gagnstæða Íslands besta vopn til varnar.
Fréttaskýringar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira