Ók niður hús Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2013 10:30 Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent
Þegar rallökumenn missa stjórn á bílum sínum verður það oftast til þess að þeir eyðileggja bíla sína og enda gjarnan langt utan vegar. Sjaldgæfara er að þeir lendi á húsum og gereyðileggi þau. Það gerðist þó í þessum rallakstri, en þar ekur einn keppnisbílanna á gafl á húsi sem muna má fífil sinn fegurri. Húsið virðist reyndar að hruni komið áður en bíllinn klárar verkið, en gaflinn hrynur einfaldlega allur við áreksturinn. Líklega og vonandi verður það til þess að húsið verði jafnað við jörðu, en það er nú álíka óhrjálegt og fyrir heimsókn bílsins í það. Rallökumaðurinn á í raun þökk fyrir að hefja niðurrif þess. Hvorki ökumaður né aðstoðarökumaður meiddust við áreksturinn og bíllinn er ekki svo mikið skemmdur. Sjá má áreksturinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent