Stærstu kvikmyndaflopp ársins í Hollywood 29. nóvember 2013 20:00 Iron Man 3, The Hunger Games: Catching Fire, Man of Steel, Despicable Me 2 og The Heat eru sumar af þeim kvikmyndum sem hafa halað inn hvað mestum tekjum í kvikmyndahúsum vestanhafs árið 2013. En hvaða myndir hafa ekki staðið undir væntingum? Hér að neðan er listi yfir 10 kvikmyndir sem hafa gert það hvað verst í Hollywood á árinu. Þess má geta að í öðru sæti yfir mestu flopp kvikmyndaársins í Bandaríkjunum er kvikmyndin The Fifth Estate, en hún er jafnframt kölluð Wikileaks-myndin, þar sem Ísland spilar stóra rullu.10. Dead Man Down: Kvikmyndin aflaði 10,895,295 dollara sem samsvarar um 1.3 milljarði íslenskra króna. Með aðalhlutverk í myndinni fara Colin Farrell, Íslandsvinurinn Noomi Rapace og Dominic Cooper. Handritið er skrifað af J.H Wyman og myndinni er leikstýrt af Dananum Niels Arden Oplev. Myndin er sú fyrsta úr smiðju Opley síðan hann leikstýrði The Girl with the Dragon Tattoo.9. Getaway: Kvikmyndin aflaði 10,501,938 dollara, sem samsvarar tæplega 1.3 milljarði íslenskra króna. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ethan Hawke, Selena Gomez og Jon Voight. Myndin er spennumynd sem er leikstýrt af Courtney Solomon og dreift af Warner Bros, undir framleiðslufyrirtækinu Dark Castle Entertainment. Myndin er sú síðasta undir Dark Castle, en Universal Pictures tóku yfir fyrirtækið fyrr á árinu. Slúðurmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að myndin væri endurgerð af kvikmyndinni The Getaway frá 1972, sem síðar reyndist svo ekki satt.8. Bullet To The Head: Kvikmyndin aflaði 9,489,829 dollara, sem samsvarar rúmlega 1.1 milljarði íslenskra króna. Myndin er spennumynd sem skartar þeim Sylvester Stallone, Jason Momoa og Christian Slater í aðalhlutverkum. Myndin er skrifuð af Alessandro Camon og leikstýrt af Walter Hill. Hún er byggð á frönsku bókinni Du Plomb Dans La Tete.7. Peeples: Kvikmyndin aflaði 9,177,065 dollara, sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.Með aðalhlutverk í myndinni fara Craig Robinson, Kerry Washington og David Alan Grier. Peeples er grínmynd sem var skrifuð og leikstýrt af Tinu Gordon Chism og var framleidd af grínistanum Tyler Perry.6. Battle of the Year: Kvikmyndin aflaði 8,888,355 dollara, sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.Með aðalhlutverkin fara Josh Holloway, Laz Alonso og Josh Peck. Myndin er dans mynd í 3D og var leikstýrt af Benson Lee.5. Movie 43: Kvikmyndin aflaði 8,840,453 dollara sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna. Movie 43 var gríðarlega dýr í framleiðslu, en myndin hefur sextán ólíka söguþræði, öllum leikstýrt af mismunandi leikstjórum. Með aðalhlutverk fara gríðarlega margir, leikarar á borð við Kristen Bell, Halle Berry, Gerard Butler, Anna Faris, Hugh Jackman, Johnny Knozville, Christopher Mintz-Plasse, Chloe Grace Moritz, Seann William Scott, Emma Stone og Kate Winslet, svo einhverjir séu nefndir. Það tók næstum áratug að fá myndina framleidda og hún var skotin á mörgum árum.4. Machete Kills: Kvikmyndin aflaði 8,008,161 dollara, sem samsvarar tæplega milljarði íslenskra króna. Myndin er grínmynd sem er leikstýrt af Robert Rodriguez, og er sú þriðja í röðinni. Fyrri tvær myndirnar heita Machete og Hobo with a Shotgun. Danny Trejo, Michelle Rodriguez, Tom Savini, Billy Blair, Electra og Elise Avellan, Felix Sabates og Jessica Alba koma fram í sömu hlutverkum og í fyrstu myndinni. Ásamt þeim koma fram í þessari mynd Mel Gibson, Demián Bichir, Amber Heard, Sofía Vergara, Lady Gaga, Antonio Banderas, Cuba Gooding Jr., Vanessa Hudgens, Alexa Vega, William Sadler og Charlie Sheen.3. Paranoia: Kvikmyndin aflaði 7,385,015 dollara sem samsvarar rúmlega 885 milljónum íslenskra króna. Myndin er spennumynd, leikstýrt af Robert Luketic. Handritið skrifuðu þeir Barry L. Levy og Jason Dean Hall, en það er byggt á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Finder. Myndin skartar Liam Hemsworth, Gary Oldman, Amber Heard og Harrison Ford í aðalhlutverkum.2. The Fifth Estate: Kvikmyndin aflaði 3,251,914 dollara sem samsvarar tæplega 400 milljónum íslenskra króna. Myndin fjallar um Wikileaks og er leikstýrt af Bill Condon. Með hlutverk Julians Assange fer Benedict Cumberbatch. Ásamt honum leika í myndinni Daniel Bruhl, Anthony Mackie, David Thewlis, Alicia Vikander, Stanley Tucci og Laura Linney. Handrit myndarinnar var skrifað af Josh Singer, sem byggði það að einhverju leyti á bók Domscheit-Berg sem heitir Inside Wikileaks: My Time with Julian Assange and the World's Most Dangerous Website.Myndin hefur skýra skírskotun til Íslands og íslenskra stjórnmála. Meðal annars fer með þriðja stærsta hlutverkið hollenska leikkonan Carice van Houten, en hlutverk hennar er byggt á Birgittu Jónsdóttur, Pírata.1. Phantom: Kvikmyndin aflaði 1,034,589 dollara sem samsvarar um 124 milljónum íslenskra króna. Myndin fjallar um sovéskan kafbát í Kalda stríðinu. Todd Robinson skrifaði og leikstýrði myndinni. Með aðalhlutverk fara Ed Harris, David Duchovny og William Fichtner. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Iron Man 3, The Hunger Games: Catching Fire, Man of Steel, Despicable Me 2 og The Heat eru sumar af þeim kvikmyndum sem hafa halað inn hvað mestum tekjum í kvikmyndahúsum vestanhafs árið 2013. En hvaða myndir hafa ekki staðið undir væntingum? Hér að neðan er listi yfir 10 kvikmyndir sem hafa gert það hvað verst í Hollywood á árinu. Þess má geta að í öðru sæti yfir mestu flopp kvikmyndaársins í Bandaríkjunum er kvikmyndin The Fifth Estate, en hún er jafnframt kölluð Wikileaks-myndin, þar sem Ísland spilar stóra rullu.10. Dead Man Down: Kvikmyndin aflaði 10,895,295 dollara sem samsvarar um 1.3 milljarði íslenskra króna. Með aðalhlutverk í myndinni fara Colin Farrell, Íslandsvinurinn Noomi Rapace og Dominic Cooper. Handritið er skrifað af J.H Wyman og myndinni er leikstýrt af Dananum Niels Arden Oplev. Myndin er sú fyrsta úr smiðju Opley síðan hann leikstýrði The Girl with the Dragon Tattoo.9. Getaway: Kvikmyndin aflaði 10,501,938 dollara, sem samsvarar tæplega 1.3 milljarði íslenskra króna. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ethan Hawke, Selena Gomez og Jon Voight. Myndin er spennumynd sem er leikstýrt af Courtney Solomon og dreift af Warner Bros, undir framleiðslufyrirtækinu Dark Castle Entertainment. Myndin er sú síðasta undir Dark Castle, en Universal Pictures tóku yfir fyrirtækið fyrr á árinu. Slúðurmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að myndin væri endurgerð af kvikmyndinni The Getaway frá 1972, sem síðar reyndist svo ekki satt.8. Bullet To The Head: Kvikmyndin aflaði 9,489,829 dollara, sem samsvarar rúmlega 1.1 milljarði íslenskra króna. Myndin er spennumynd sem skartar þeim Sylvester Stallone, Jason Momoa og Christian Slater í aðalhlutverkum. Myndin er skrifuð af Alessandro Camon og leikstýrt af Walter Hill. Hún er byggð á frönsku bókinni Du Plomb Dans La Tete.7. Peeples: Kvikmyndin aflaði 9,177,065 dollara, sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.Með aðalhlutverk í myndinni fara Craig Robinson, Kerry Washington og David Alan Grier. Peeples er grínmynd sem var skrifuð og leikstýrt af Tinu Gordon Chism og var framleidd af grínistanum Tyler Perry.6. Battle of the Year: Kvikmyndin aflaði 8,888,355 dollara, sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.Með aðalhlutverkin fara Josh Holloway, Laz Alonso og Josh Peck. Myndin er dans mynd í 3D og var leikstýrt af Benson Lee.5. Movie 43: Kvikmyndin aflaði 8,840,453 dollara sem samsvarar tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna. Movie 43 var gríðarlega dýr í framleiðslu, en myndin hefur sextán ólíka söguþræði, öllum leikstýrt af mismunandi leikstjórum. Með aðalhlutverk fara gríðarlega margir, leikarar á borð við Kristen Bell, Halle Berry, Gerard Butler, Anna Faris, Hugh Jackman, Johnny Knozville, Christopher Mintz-Plasse, Chloe Grace Moritz, Seann William Scott, Emma Stone og Kate Winslet, svo einhverjir séu nefndir. Það tók næstum áratug að fá myndina framleidda og hún var skotin á mörgum árum.4. Machete Kills: Kvikmyndin aflaði 8,008,161 dollara, sem samsvarar tæplega milljarði íslenskra króna. Myndin er grínmynd sem er leikstýrt af Robert Rodriguez, og er sú þriðja í röðinni. Fyrri tvær myndirnar heita Machete og Hobo with a Shotgun. Danny Trejo, Michelle Rodriguez, Tom Savini, Billy Blair, Electra og Elise Avellan, Felix Sabates og Jessica Alba koma fram í sömu hlutverkum og í fyrstu myndinni. Ásamt þeim koma fram í þessari mynd Mel Gibson, Demián Bichir, Amber Heard, Sofía Vergara, Lady Gaga, Antonio Banderas, Cuba Gooding Jr., Vanessa Hudgens, Alexa Vega, William Sadler og Charlie Sheen.3. Paranoia: Kvikmyndin aflaði 7,385,015 dollara sem samsvarar rúmlega 885 milljónum íslenskra króna. Myndin er spennumynd, leikstýrt af Robert Luketic. Handritið skrifuðu þeir Barry L. Levy og Jason Dean Hall, en það er byggt á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Finder. Myndin skartar Liam Hemsworth, Gary Oldman, Amber Heard og Harrison Ford í aðalhlutverkum.2. The Fifth Estate: Kvikmyndin aflaði 3,251,914 dollara sem samsvarar tæplega 400 milljónum íslenskra króna. Myndin fjallar um Wikileaks og er leikstýrt af Bill Condon. Með hlutverk Julians Assange fer Benedict Cumberbatch. Ásamt honum leika í myndinni Daniel Bruhl, Anthony Mackie, David Thewlis, Alicia Vikander, Stanley Tucci og Laura Linney. Handrit myndarinnar var skrifað af Josh Singer, sem byggði það að einhverju leyti á bók Domscheit-Berg sem heitir Inside Wikileaks: My Time with Julian Assange and the World's Most Dangerous Website.Myndin hefur skýra skírskotun til Íslands og íslenskra stjórnmála. Meðal annars fer með þriðja stærsta hlutverkið hollenska leikkonan Carice van Houten, en hlutverk hennar er byggt á Birgittu Jónsdóttur, Pírata.1. Phantom: Kvikmyndin aflaði 1,034,589 dollara sem samsvarar um 124 milljónum íslenskra króna. Myndin fjallar um sovéskan kafbát í Kalda stríðinu. Todd Robinson skrifaði og leikstýrði myndinni. Með aðalhlutverk fara Ed Harris, David Duchovny og William Fichtner.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira