Porsche Macan 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 10:45 Porsche Macan er líkur stóra bróður sínum, Cayenne. Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent
Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent