Sannur lúxus og skandinavísk naumhyggja Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 08:45 Volvo XC60 er snotur jepplingur með mikla veghæð. Reynsluakstur – Volvo XC60 Sú bílgerð Volvo sem selst best, bæði hér á landi og um allan heim, er Volvo XC60 jepplingurinn. Hann var fyrst kynntur árið 2008, en hefur verið söluhæsta bílgerð Volvo frá því árið 2009 og til dagsins í dag. Er þessi staðreynd kannski helst til vitnis um hve jepplingar eiga upp á pallborðið hjá bílkaupendum í dag. Því er þessi bíll enn af fyrstu kynslóð. Hann hefur vaxið í sölu á hverju ári og í fyrra seldust ríflega 106.000 XC60 bílar í heiminum, 41 þeirra hér á landi. Reynsluekið var árgerð 2014 af bílnum, en hann hefur fengið örlitla andlitslyftingu frá síðustu árgerð, líkt og margar aðrar gerðir Volvo bíla undanfarið. Þær breytingar eru þó ekki mjög afgerandi fyrir heildarútlit bílsins. Hann hefur fengið nýjan framenda og ný ljós sem nú eru heil, en ekki tvískipt. Innréttingin er að nokkru breytt og hann hefur fengið ný sæti og efnisval í innréttingunni hefur breyst til batnaðar. Það verður að segja um innréttinguna í þessum bíl að hún er einkar fáguð, en einnig naumhyggja að hætti skandínava, sem á við allar Volvo innréttingar. Kraftmikil og hljóðlát dísilvél Volvo XC60 má fá með nokkrum vélargerðum, en reynd var D5 gerð hans. XC60 í D5 útgáfu er með fimm strokka 215 hestafla dísilvél með 2,4 lítra sprengirými og forþjöppu. Þar fer nokkuð dugleg vél sem gerir meira en duga þessum bíl. Hún er með fínasta upptak, sem sæmir svona lúxusbíl og fyrir vikið verður akstur bílsins frísklegur og skemmtilegur. Hann er 7,8 sekúndur í hundraðið og gaman er að gefa þessum bíl inn. Vélin er nokkuð hljóðlát, sem og bíllinn að flestu leiti. Þó gætti nokkurs vindgnauðs í löngum akstri úti á landi þar sem vindur var reyndar ansi mikill. Dísilvélin er tengd 6 þrepa sjálfskiptingu sem er ágæt, en vill þó velja stundum of háan gír í viðleitni sinni að spara eldsneyti. Það verður stundum til þess að hann fer að erfiða og er alls ekki til í hröðun ef stigið er á eldsneytispedalann. Uppgefin eyðsla með þessa vélargerð er uppgefin 6,4 lítrar. Sú tala náðist aldrei, en rauneyðsla milli 7 og 8 lítrar er þó ekkert til að skamma sín fyrir þar sem hér fer nokkuð stór og þungur bíll, eða 1.864 kíló. Volvo XC60 má einnig fá með aflminni dísilvél, 181 hestafl, sem þó er með sama sprengirými. Með þeirri vél heitir hann D4 og kostar hálfri milljón minna. XC60 er ekki boði með bensínvél, ekki frekar en aðrir bílar Volvo hér á landi og markar Volvo þar mikla sérstöðu. Góð fjöðrun og veghæð Akstur Volvo XC60 er mjög átakalaus og þægilegur en hann er þó ekki sá fimasti. Bestur er hann í langkeyrslu og stöðugleiki hans á vegi þar er traustvekjandi og gott er að vita af öllum stoðkerfunum sem í bílnum er. Aksturinn innan höfuðborgarinnar er þó ekki alveg eins lipur og næmni fyrir stýringu hans er ábótavant. Fjöðrun bílsins er vel uppsett og hæfilega mjúk og hann át vel upp allan þann hraðahindranaskóg sem á vegi hans varð innanbæjar og í langkeyrslu fer fjöðrun bílsins einkar vel með alla farþega. Sú staðreynd að þessi bíll er hannaður af skandínövum hefur ekki aðeins tryggt fagurt útlit, naumhyggju og þægindi, heldur einnig að hann er gerður fyrir erfiðar aksturaðstæður. Því er hátt undir lægsta punkt bílsins, eða heilir 23 sentimetrar. Þar slær þessi bíll við mörgum af þýsku keppinautum sínum í flokki lúxusjepplinga, en góð veghæð hans er eitthvað sem Íslendingar kunna hvað mest að meta. Fyrst flokks öryggiVolvo XC60 er búinn svo miklum öryggisbúnaði, rétt eins og allir Volvo bílar, að hann stendur þar framar en allir keppinautarnir. Það er ekki svo lítils virði. Ekki finnst þó mikið fyrir þeim aðstoðarkerfum sem í bílnum eru og er það til vitnis um að hve Volvo hefur vel tekist til á þessu sviði. Hann er ekki eins skemmtilegur í akstri og margir af keppinautum hans, en Volvo XC60 hefur fleiri kosti. Vel hannað innanrými hans og innrétting slær flesta út og lítil eyðsla hans er líka eftirtektarverð. Helstu keppinautar Volvo XC60 eru BMW X3, sem er orðinn ansi gömul hönnun, Mercedes Benz GLK, Audi Q5 og Land Rover bílarnir Freelander og Evoque. Hann hefur öryggið umfram þá alla og margir myndu segja að innrétting bílsins hafa þá líka alla. Flestir þeirra hafa þó Volvo XC60 er kemur að akstureiginleikum. Volvo XC60 er á mjög samkeppnishæfu verði í þessum lúxusjepplingaskógi og er sem fyrr góður kostur og hentar ef til vill þeirra best við íslenskar aðstæður sökum veghæðarinnar. Kostir: Innrétting, öryggi, veghæðÓkostir: Aksturseiginleikar, vindgnauð, velur háa gíra2,4 l. dísilvél, 215 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 169 g/km CO2Hröðun: 7,8 sek.Hámarkshraði: 204 km/klstVerð frá: 9.290.000 kr.Umboð: BrimborgNaumhyggjan ræður ríkjum í hönnun Volvo og allt verður einfalt og skiljanlegt fyrir vikið.Flottir mælar sem má reyndar breyta í útliti. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent
Reynsluakstur – Volvo XC60 Sú bílgerð Volvo sem selst best, bæði hér á landi og um allan heim, er Volvo XC60 jepplingurinn. Hann var fyrst kynntur árið 2008, en hefur verið söluhæsta bílgerð Volvo frá því árið 2009 og til dagsins í dag. Er þessi staðreynd kannski helst til vitnis um hve jepplingar eiga upp á pallborðið hjá bílkaupendum í dag. Því er þessi bíll enn af fyrstu kynslóð. Hann hefur vaxið í sölu á hverju ári og í fyrra seldust ríflega 106.000 XC60 bílar í heiminum, 41 þeirra hér á landi. Reynsluekið var árgerð 2014 af bílnum, en hann hefur fengið örlitla andlitslyftingu frá síðustu árgerð, líkt og margar aðrar gerðir Volvo bíla undanfarið. Þær breytingar eru þó ekki mjög afgerandi fyrir heildarútlit bílsins. Hann hefur fengið nýjan framenda og ný ljós sem nú eru heil, en ekki tvískipt. Innréttingin er að nokkru breytt og hann hefur fengið ný sæti og efnisval í innréttingunni hefur breyst til batnaðar. Það verður að segja um innréttinguna í þessum bíl að hún er einkar fáguð, en einnig naumhyggja að hætti skandínava, sem á við allar Volvo innréttingar. Kraftmikil og hljóðlát dísilvél Volvo XC60 má fá með nokkrum vélargerðum, en reynd var D5 gerð hans. XC60 í D5 útgáfu er með fimm strokka 215 hestafla dísilvél með 2,4 lítra sprengirými og forþjöppu. Þar fer nokkuð dugleg vél sem gerir meira en duga þessum bíl. Hún er með fínasta upptak, sem sæmir svona lúxusbíl og fyrir vikið verður akstur bílsins frísklegur og skemmtilegur. Hann er 7,8 sekúndur í hundraðið og gaman er að gefa þessum bíl inn. Vélin er nokkuð hljóðlát, sem og bíllinn að flestu leiti. Þó gætti nokkurs vindgnauðs í löngum akstri úti á landi þar sem vindur var reyndar ansi mikill. Dísilvélin er tengd 6 þrepa sjálfskiptingu sem er ágæt, en vill þó velja stundum of háan gír í viðleitni sinni að spara eldsneyti. Það verður stundum til þess að hann fer að erfiða og er alls ekki til í hröðun ef stigið er á eldsneytispedalann. Uppgefin eyðsla með þessa vélargerð er uppgefin 6,4 lítrar. Sú tala náðist aldrei, en rauneyðsla milli 7 og 8 lítrar er þó ekkert til að skamma sín fyrir þar sem hér fer nokkuð stór og þungur bíll, eða 1.864 kíló. Volvo XC60 má einnig fá með aflminni dísilvél, 181 hestafl, sem þó er með sama sprengirými. Með þeirri vél heitir hann D4 og kostar hálfri milljón minna. XC60 er ekki boði með bensínvél, ekki frekar en aðrir bílar Volvo hér á landi og markar Volvo þar mikla sérstöðu. Góð fjöðrun og veghæð Akstur Volvo XC60 er mjög átakalaus og þægilegur en hann er þó ekki sá fimasti. Bestur er hann í langkeyrslu og stöðugleiki hans á vegi þar er traustvekjandi og gott er að vita af öllum stoðkerfunum sem í bílnum er. Aksturinn innan höfuðborgarinnar er þó ekki alveg eins lipur og næmni fyrir stýringu hans er ábótavant. Fjöðrun bílsins er vel uppsett og hæfilega mjúk og hann át vel upp allan þann hraðahindranaskóg sem á vegi hans varð innanbæjar og í langkeyrslu fer fjöðrun bílsins einkar vel með alla farþega. Sú staðreynd að þessi bíll er hannaður af skandínövum hefur ekki aðeins tryggt fagurt útlit, naumhyggju og þægindi, heldur einnig að hann er gerður fyrir erfiðar aksturaðstæður. Því er hátt undir lægsta punkt bílsins, eða heilir 23 sentimetrar. Þar slær þessi bíll við mörgum af þýsku keppinautum sínum í flokki lúxusjepplinga, en góð veghæð hans er eitthvað sem Íslendingar kunna hvað mest að meta. Fyrst flokks öryggiVolvo XC60 er búinn svo miklum öryggisbúnaði, rétt eins og allir Volvo bílar, að hann stendur þar framar en allir keppinautarnir. Það er ekki svo lítils virði. Ekki finnst þó mikið fyrir þeim aðstoðarkerfum sem í bílnum eru og er það til vitnis um að hve Volvo hefur vel tekist til á þessu sviði. Hann er ekki eins skemmtilegur í akstri og margir af keppinautum hans, en Volvo XC60 hefur fleiri kosti. Vel hannað innanrými hans og innrétting slær flesta út og lítil eyðsla hans er líka eftirtektarverð. Helstu keppinautar Volvo XC60 eru BMW X3, sem er orðinn ansi gömul hönnun, Mercedes Benz GLK, Audi Q5 og Land Rover bílarnir Freelander og Evoque. Hann hefur öryggið umfram þá alla og margir myndu segja að innrétting bílsins hafa þá líka alla. Flestir þeirra hafa þó Volvo XC60 er kemur að akstureiginleikum. Volvo XC60 er á mjög samkeppnishæfu verði í þessum lúxusjepplingaskógi og er sem fyrr góður kostur og hentar ef til vill þeirra best við íslenskar aðstæður sökum veghæðarinnar. Kostir: Innrétting, öryggi, veghæðÓkostir: Aksturseiginleikar, vindgnauð, velur háa gíra2,4 l. dísilvél, 215 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 169 g/km CO2Hröðun: 7,8 sek.Hámarkshraði: 204 km/klstVerð frá: 9.290.000 kr.Umboð: BrimborgNaumhyggjan ræður ríkjum í hönnun Volvo og allt verður einfalt og skiljanlegt fyrir vikið.Flottir mælar sem má reyndar breyta í útliti.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent