Gangbraut - Já takk! Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 11:45 Gangbraut á Seltjarnarnesi. Umferðarátak FÍB sem hófst 26. ágúst 2013 hefur leitt í ljós að mörgu er ábótavant í þessum málum sem nauðsynlegt er að lagfæra. FÍB hefur óskað eftir góðu samstarfi við sveitarfélög og umferðaryfirvöld um að treysta og tryggja sem best öryggi allra vegfarenda, ekki síst þeirra gangandi. Fylgst verður með framvindunni og sú athugun sem almenningur, fjölmiðlar og FÍB hafa gert á gönguleiðum skólabarna verður sérstaklega endurtekin við upphaf nýs skólaárs næsta haust. Almenningur og fjölmiðlar, hafa tekið virkan þátt í verkefninu og yfir 300 myndir af vafasömum gönguleiðum yfir umferðargötur bárust FÍB og nokkrar af sumum þessara staða. Sérfræðingar yfirfóru myndirnar og fóru jafnframt sjálfir á vettvang og mátu aðstæður samkvæmt stöðluðum vinnubrögðum og aðferðum Euro RAP vegrýninnar. Niðurstöður þeirra er að finna á www.fib.is. Það sem athugun sérfræðinga FÍB leiðir í ljós að helst er ábótavant varðandi frágang gönguleiða yfir akbrautir er eftirfarandi: 1. Mjög verulegt misræmi er milli sveitarfélaga hvað varðar frágang á gangbrautum. Verulega skortir á samræmi og samræmdar reglur og skilgreiningar um það hvað teljist fullgild gangbraut og hvernig beri að merkja hana. Eftirlit með þessum málum virðist ekkert vera og lögum og reglugerðum lítt eða ekki framfylgt. 2. Umferðarlög og reglugerðir um merkingar eru þverbrotnar á mörgum stöðum. 3. Í Reykjavík er það áberandi hversu zebramerktar gangbrautir eru sjaldgæfar. 4. Á Ísafirði eru zebramerkingar gangbrauta með ágætum en gangbrautarmerki sem upplýsa ökumenn um að gangbraut sé framundan eru afar fáséð. Gangbrautamerki eru forsenda þess að gönguleiðin hafi lagagildi sem gangbraut. 5. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur: Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru fyrrnefndar merkingar víðast hvar góðar og mun betri en í höfuðborginni. 6. Skilti sem áminna ökumenn um að sýna varúð því gangbraut sé framundan og í nánd eru allsstaðar afar sjaldgæf. 7. Lýsingu við gangbrautir er víða ábótavant. 8. Sýnileiki gangandi vegfarenda er oft takmarkaður, t.d. vegna þess að bílastæði, einhverskonar veggir eða trjágróður eru mjög nærri gangbraut og skerða útsýni hinna akandi til gönguleiðarinnar og næsta nágrennis hennar. 9. Talsvert er um misvísandi yfirborðsmerkingar, merkingar sem ekki eru zebramerkingar og eiga sér því ekki stoð í lögum og reglum. 10. Ekkert samræmi er í notkun hraðahindrandi mannvirkja við gangbrautir. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent
Umferðarátak FÍB sem hófst 26. ágúst 2013 hefur leitt í ljós að mörgu er ábótavant í þessum málum sem nauðsynlegt er að lagfæra. FÍB hefur óskað eftir góðu samstarfi við sveitarfélög og umferðaryfirvöld um að treysta og tryggja sem best öryggi allra vegfarenda, ekki síst þeirra gangandi. Fylgst verður með framvindunni og sú athugun sem almenningur, fjölmiðlar og FÍB hafa gert á gönguleiðum skólabarna verður sérstaklega endurtekin við upphaf nýs skólaárs næsta haust. Almenningur og fjölmiðlar, hafa tekið virkan þátt í verkefninu og yfir 300 myndir af vafasömum gönguleiðum yfir umferðargötur bárust FÍB og nokkrar af sumum þessara staða. Sérfræðingar yfirfóru myndirnar og fóru jafnframt sjálfir á vettvang og mátu aðstæður samkvæmt stöðluðum vinnubrögðum og aðferðum Euro RAP vegrýninnar. Niðurstöður þeirra er að finna á www.fib.is. Það sem athugun sérfræðinga FÍB leiðir í ljós að helst er ábótavant varðandi frágang gönguleiða yfir akbrautir er eftirfarandi: 1. Mjög verulegt misræmi er milli sveitarfélaga hvað varðar frágang á gangbrautum. Verulega skortir á samræmi og samræmdar reglur og skilgreiningar um það hvað teljist fullgild gangbraut og hvernig beri að merkja hana. Eftirlit með þessum málum virðist ekkert vera og lögum og reglugerðum lítt eða ekki framfylgt. 2. Umferðarlög og reglugerðir um merkingar eru þverbrotnar á mörgum stöðum. 3. Í Reykjavík er það áberandi hversu zebramerktar gangbrautir eru sjaldgæfar. 4. Á Ísafirði eru zebramerkingar gangbrauta með ágætum en gangbrautarmerki sem upplýsa ökumenn um að gangbraut sé framundan eru afar fáséð. Gangbrautamerki eru forsenda þess að gönguleiðin hafi lagagildi sem gangbraut. 5. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur: Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru fyrrnefndar merkingar víðast hvar góðar og mun betri en í höfuðborginni. 6. Skilti sem áminna ökumenn um að sýna varúð því gangbraut sé framundan og í nánd eru allsstaðar afar sjaldgæf. 7. Lýsingu við gangbrautir er víða ábótavant. 8. Sýnileiki gangandi vegfarenda er oft takmarkaður, t.d. vegna þess að bílastæði, einhverskonar veggir eða trjágróður eru mjög nærri gangbraut og skerða útsýni hinna akandi til gönguleiðarinnar og næsta nágrennis hennar. 9. Talsvert er um misvísandi yfirborðsmerkingar, merkingar sem ekki eru zebramerkingar og eiga sér því ekki stoð í lögum og reglum. 10. Ekkert samræmi er í notkun hraðahindrandi mannvirkja við gangbrautir.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent