Íslensk-sænska myndin Hemma hlýtur verðlaun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 16:51 Þarna sést leikstjórinn taka við verðlaununum á hátíðinni. Sænsk-íslenska kvikmyndin Hemma, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin, Pusan Bank Award, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Pusan. Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttir, meðframleiðanda myndarinnar. „Þetta er A hátíð, kvikmyndahátíðir eru settar í flokka, aðrar í þessum eru til dæmis kvikmyndahátíðin í Cannes og kvikmyndahátíðin í Berlín,“ segir Guðrún Edda. „Það eru um 218 þúsund manns sem fóru á hátíðina, þannig að fjöldinn er mikill sem sækir hana.“ Verðlaunaféð er 20.000 dollarar eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna. Leikstjóri myndarinnar er Maximilian Hult og framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granstöm fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Íslenskir meðframleiðendur eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fyrir Kvikmyndafélagið Hughrif ehf og framkvæmdastjórn var í höndum Tinnu Proppé. Tökur á myndinni fóru fram á Eyrarbakka sumarið 2012 með íslensku tökuliði en stór hluti af aðstandendum myndarinnar eru Íslendingar. Eftirvinnsla fór einnig öll fram hér á landi en myndin hlaut eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Það var verið að frumsýna myndina þarna en hún fer í almennar sýningar hér á landi á næsta ári,“ segir Guðrún Edda. Í myndinni segir frá einfaranum Lou, vel gefinni ungri konu sem býr með móður sinni í stórborg. Lou veit ekki betur en að þær eigi ekki aðra ættingja á lífi og er það því mikið áfall þegar hún fær fregnir af því að móðuramma hennar sé enn á lífi og að afi hennar sé nýlátinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að fara í jarðarför afa síns og flytur til ömmu sinnar.Hér er hægt að nálgast stiklu úr myndinni. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sænsk-íslenska kvikmyndin Hemma, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin, Pusan Bank Award, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Pusan. Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttir, meðframleiðanda myndarinnar. „Þetta er A hátíð, kvikmyndahátíðir eru settar í flokka, aðrar í þessum eru til dæmis kvikmyndahátíðin í Cannes og kvikmyndahátíðin í Berlín,“ segir Guðrún Edda. „Það eru um 218 þúsund manns sem fóru á hátíðina, þannig að fjöldinn er mikill sem sækir hana.“ Verðlaunaféð er 20.000 dollarar eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna. Leikstjóri myndarinnar er Maximilian Hult og framleiðendur myndarinnar eru Anna G. Magnúsdóttir og Anders Granstöm fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Little Big Productions. Íslenskir meðframleiðendur eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fyrir Kvikmyndafélagið Hughrif ehf og framkvæmdastjórn var í höndum Tinnu Proppé. Tökur á myndinni fóru fram á Eyrarbakka sumarið 2012 með íslensku tökuliði en stór hluti af aðstandendum myndarinnar eru Íslendingar. Eftirvinnsla fór einnig öll fram hér á landi en myndin hlaut eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Það var verið að frumsýna myndina þarna en hún fer í almennar sýningar hér á landi á næsta ári,“ segir Guðrún Edda. Í myndinni segir frá einfaranum Lou, vel gefinni ungri konu sem býr með móður sinni í stórborg. Lou veit ekki betur en að þær eigi ekki aðra ættingja á lífi og er það því mikið áfall þegar hún fær fregnir af því að móðuramma hennar sé enn á lífi og að afi hennar sé nýlátinn. Gegn vilja móður sinnar ákveður Lou að fara í jarðarför afa síns og flytur til ömmu sinnar.Hér er hægt að nálgast stiklu úr myndinni.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira