Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Orri Freyr skrifar 16. október 2013 07:54 Hljómsveitin Maus hefur ákveðið að taka hljóðfærin af hillunni og munu þeir koma fram á 20 ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 sem fara fram í Listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29.október.Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir tónleikum sveitarinnar en Maus hefur ekki spilað saman á sviði í níu ár. Ásamt Maus koma hljómsveitirnar Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo einnig fram á tónleikunum sem eins og fyrr segir fara fram í Listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29.okt. Hljómsveitin Maus var stofnuð árið 1993 og hefur nær allar götur síðan verið ein vinsælasta hljómsveit X-ins 977. Það má því segja að saga sveitarinnar sé nær samofin sögu X-ins 977 og því vel við hæfi að hljómsveitin snúi nú aftur til að koma fram á 20 ára afmælsitónleikum útvarpsstöðvarinnar. Í mars árið 1994 tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum þar sem að þeir báru sigur úr býtum. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út fimm breiðskífur og eina safnplötu og eru mörg lög með Maus orðin ódauðleg. Miðasala hefst klukkan 12:00 á midi.is. Hér fyrir neðan má sjá eitt gamalt og gott frá Maus. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Courtney Love gefur út ævisögu Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon
Hljómsveitin Maus hefur ákveðið að taka hljóðfærin af hillunni og munu þeir koma fram á 20 ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 sem fara fram í Listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29.október.Óhætt er að segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir tónleikum sveitarinnar en Maus hefur ekki spilað saman á sviði í níu ár. Ásamt Maus koma hljómsveitirnar Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo einnig fram á tónleikunum sem eins og fyrr segir fara fram í Listasafni Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 29.okt. Hljómsveitin Maus var stofnuð árið 1993 og hefur nær allar götur síðan verið ein vinsælasta hljómsveit X-ins 977. Það má því segja að saga sveitarinnar sé nær samofin sögu X-ins 977 og því vel við hæfi að hljómsveitin snúi nú aftur til að koma fram á 20 ára afmælsitónleikum útvarpsstöðvarinnar. Í mars árið 1994 tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum þar sem að þeir báru sigur úr býtum. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út fimm breiðskífur og eina safnplötu og eru mörg lög með Maus orðin ódauðleg. Miðasala hefst klukkan 12:00 á midi.is. Hér fyrir neðan má sjá eitt gamalt og gott frá Maus.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Courtney Love gefur út ævisögu Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon