Hanna Birna segir sveitarfélögin ekki hafa óskað eftir breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 14:33 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira