Hvers vegna styðja Vesturveldin uppreisnarmenn í Sýrlandi? Frosti Logason skrifar 11. september 2013 17:57 Sýrlenskir stjórnarhermenn teknir af lífi með vinsælllri aðferð, blessun guðs og kúlu í hnakkann. Mikið er rætt og skrifað um óöldina í Sýrlandi þessa dagana. Öllum er ljóst að þar ríkir ófremdar ástand og er búið að gera alltof lengi. Hörmungar almennra borgara hafa verið þrotlausar í rúm tvö ár og efnavopnaárás í lok síðasta mánaðar var í hugum margra kornið sem fyllti mælinn. Leiðtogar Vesturveldanna hafa margir fordæmt sýrlensk stjórnvöld fyrir að hafa beitt efnavopnum gegn eigin þegnum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, segist hafa sannanir fyrir því að stjórnarherinn sé sekur um ódæðið. Hann segir að myndefni sem hafi borist af meintri efnavopnaárás skammt frá Damaskus sé „raunverulegt og óyggjandi“. Almenningur fær hinsvegar hvorki að sjá myndefnið eða aðrar sannanir. Almenningur hefur hinsvegar fengið að sjá myndefni sýrlenskra uppreisnarmanna. Myndefni sem þeir hafa sjálfir tekið upp og virðast vera afar stolltir af. Myndskeið sem sýna aftökur á svokölluðum trúvillingum og hundum Assads eins og stjórnarhermenn er gjarnan kallaðir. Uppreisnarmennirnir eru duglegir við að kyrja Allahu Akbar þegar þeir taka trúvillingana af lífi. Þeir vita að guð er mikill og hann er með þeim í liði. Erfitt er að henda tölu á hversu mörg slík myndbönd eru á vefnum. Ef slegið er inn syrian rebels execute á Youtube koma upp fjölmörg slík myndbönd. Við vörum þó við áhorfinu. Evrópusambandið hefur opinberlega fordæmt stríðsátökin í Sýrlandi og segjast hafa beitt sér fyrir að friður komist á þar í landi. En um leið hefur sambandið ásamt Arababandalaginu og Bandaríkjunum stutt uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal íslamska bókstafstrúarmenn tengda Al-Kadía. Hvernig helst það í hendur að fordæma stríðsátök í aðra höndina en fjármagna þau svo í hina? Hvers vegna hafa Vesturveldin ákveðið að styðja herskáa íslamista í því að taka fólk af lífi fyrir að vera rangrar trúar og stuðningsmenn kjörinna stjórnvalda? Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Glenn Beck er að mati Harmageddon ekki merkilegur fjölmiðlamaður. Margt af því sem frá honum kemur er í rauninni kolruglað. En myndbandið sem hann setti inn fyrr í sumar er mjög umhugsunarvert. Hann biðlar til bandarísku þjóðarinnar að huga að því hverjum bandarísk stjórnvöld eru raunverulega að hjálpa í Sýrlandi. Það er ekkert óeðlilegt að fólk spyrji sig. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Harmageddon Sannleikurinn: Ef forsætisráðherra sagði satt verður hann tafarlaust að segja af sér Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon
Mikið er rætt og skrifað um óöldina í Sýrlandi þessa dagana. Öllum er ljóst að þar ríkir ófremdar ástand og er búið að gera alltof lengi. Hörmungar almennra borgara hafa verið þrotlausar í rúm tvö ár og efnavopnaárás í lok síðasta mánaðar var í hugum margra kornið sem fyllti mælinn. Leiðtogar Vesturveldanna hafa margir fordæmt sýrlensk stjórnvöld fyrir að hafa beitt efnavopnum gegn eigin þegnum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, segist hafa sannanir fyrir því að stjórnarherinn sé sekur um ódæðið. Hann segir að myndefni sem hafi borist af meintri efnavopnaárás skammt frá Damaskus sé „raunverulegt og óyggjandi“. Almenningur fær hinsvegar hvorki að sjá myndefnið eða aðrar sannanir. Almenningur hefur hinsvegar fengið að sjá myndefni sýrlenskra uppreisnarmanna. Myndefni sem þeir hafa sjálfir tekið upp og virðast vera afar stolltir af. Myndskeið sem sýna aftökur á svokölluðum trúvillingum og hundum Assads eins og stjórnarhermenn er gjarnan kallaðir. Uppreisnarmennirnir eru duglegir við að kyrja Allahu Akbar þegar þeir taka trúvillingana af lífi. Þeir vita að guð er mikill og hann er með þeim í liði. Erfitt er að henda tölu á hversu mörg slík myndbönd eru á vefnum. Ef slegið er inn syrian rebels execute á Youtube koma upp fjölmörg slík myndbönd. Við vörum þó við áhorfinu. Evrópusambandið hefur opinberlega fordæmt stríðsátökin í Sýrlandi og segjast hafa beitt sér fyrir að friður komist á þar í landi. En um leið hefur sambandið ásamt Arababandalaginu og Bandaríkjunum stutt uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal íslamska bókstafstrúarmenn tengda Al-Kadía. Hvernig helst það í hendur að fordæma stríðsátök í aðra höndina en fjármagna þau svo í hina? Hvers vegna hafa Vesturveldin ákveðið að styðja herskáa íslamista í því að taka fólk af lífi fyrir að vera rangrar trúar og stuðningsmenn kjörinna stjórnvalda? Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Glenn Beck er að mati Harmageddon ekki merkilegur fjölmiðlamaður. Margt af því sem frá honum kemur er í rauninni kolruglað. En myndbandið sem hann setti inn fyrr í sumar er mjög umhugsunarvert. Hann biðlar til bandarísku þjóðarinnar að huga að því hverjum bandarísk stjórnvöld eru raunverulega að hjálpa í Sýrlandi. Það er ekkert óeðlilegt að fólk spyrji sig.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Harmageddon Sannleikurinn: Ef forsætisráðherra sagði satt verður hann tafarlaust að segja af sér Harmageddon Dómstólar leggja mat á hvort Stairway To Heaven sé stolið Harmageddon „Sá sem er kristinn hefur allar ástæður í veröldinni til að hlakka til“ Harmageddon Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon