Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Frosti Logason skrifar 3. september 2013 11:46 Olivia Rotondo, tvítug stúlka sem lést hafði tekið sex skammta af Molly. Mynd/Gawker Mikið hefur verið rætt um eiturlyfið Molly nýverið. Fyrr á árinu var Fréttatíminn með umfjöllun um fyrirbærið en neysla þess virðist stöðugt færast í aukanna á skemmtistöðum í Reykjavík.Um síðastliðna helgi var lokadegi tónlistarhátíðarinnar Electric Zoo, sem er vinsæl elektrónísk danstónlistarhátíð aflýst vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem talin eru tengjast beint notkun efnisins.Rætt var um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og má heyra upptöku af umræðunni hér að ofan. Á vefsíðunni gawker.com er greint nánar frá þessu en þar segir að „slæmt Molly“ sé orsakavaldur dauðsfallanna en þar segir enn fremur að Molly sé auðvitað alltaf hættulegt þegar teknir eru margir skammtar. Olivia Rotondo, tvítug stúlka sem lést um helgina, hafði nefnilega sagt sjúkraflutningafólki sem hlúðu að henni áður en hún lést að hún hafði tekið sex skammta af Molly. Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube með samansafni af klippum af fólki sem sagt er vera undir áhrifum Molly lyfsins. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Courtney Love gefur út ævisögu Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon
Mikið hefur verið rætt um eiturlyfið Molly nýverið. Fyrr á árinu var Fréttatíminn með umfjöllun um fyrirbærið en neysla þess virðist stöðugt færast í aukanna á skemmtistöðum í Reykjavík.Um síðastliðna helgi var lokadegi tónlistarhátíðarinnar Electric Zoo, sem er vinsæl elektrónísk danstónlistarhátíð aflýst vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem talin eru tengjast beint notkun efnisins.Rætt var um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og má heyra upptöku af umræðunni hér að ofan. Á vefsíðunni gawker.com er greint nánar frá þessu en þar segir að „slæmt Molly“ sé orsakavaldur dauðsfallanna en þar segir enn fremur að Molly sé auðvitað alltaf hættulegt þegar teknir eru margir skammtar. Olivia Rotondo, tvítug stúlka sem lést um helgina, hafði nefnilega sagt sjúkraflutningafólki sem hlúðu að henni áður en hún lést að hún hafði tekið sex skammta af Molly. Hér fyrir neðan má sjá myndband af YouTube með samansafni af klippum af fólki sem sagt er vera undir áhrifum Molly lyfsins.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Courtney Love gefur út ævisögu Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon