Vel heppnuð uppfærsla E-Class Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 10:30 Talsvert breyttur bílll milli árgerða Reynsluakstur - Mercedes Benz E250 CDI 4Matic Nýkominn er til landsins heilmikið breyttur Mercedes Benz E-Class bíll sem ekki flokkast þó sem ný kynslóð þessa bíls, sem rekur ættir sínar allt til ársins 1953. Fyrir vikið er hann ekki í hópi þeirra bíla sem til greina koma sem bíll ársins hér á landi né annarsstaðar þrátt fyrir að einum 2.000 íhlutum í bílnum hafi verið breytt á milli árgerða. Þessar breytingar allar hafa ekki síst skilað sér í mun fallegri bíl, en forveri hans vann engar fegurðarsamkeppnir. Nú er E-Class hinsvegar orðinn eftirtektarvert fallegur bíll sem nágrannarnir stara á þau fáu skipti sem ökumaður tímir að njóta hans ekki í akstri. Bíllinn er nú orðinn sláandi fallegur og beinar og rísandi hliðarlínur hans gefa honum rennilegt og eðalt útlit og mjög svo breyttur framendi bílsins er líklega samt það fallegasta við hann. Það var mikil þörf á þessari útlitbreytingu bílsins og nú eru eigendur hans með bíl í höndunum sem stendur úr fjöldanum og margur heldur að sé mun dýrari bíll. Ekki skaðar það bílinn að hann kemur á hrikalega flottum felgum.Öflug en hávær dísilvélBíllinn sem reyndur var ber nafnið E250 CDI 4Matic og er knúinn af 2,2 lítra dísilvél og fjórhjóladrifinn. Vélin er fjögurra strokka með tvær forþjöppur og skilar öskrandi 500 Nm togi. Hestöflin eru 204 talsins, en það segir ekki allt þegar tog hennar er svo mikið og því er bíllinn afar öflugur og hreint ári gaman að gefa honum inn. Hann er ekki nema 7,8 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir að bíllinn vegi næstum 1,9 tonn. Fátt annað en gott er hægt að segja um þessa vél nema það að í henni heyrist mun meira en við má búast og skilar það sér inn í bílinn. Þetta virðist eiga við fjögurra strokka dísilvélar Benz en hinsvegar eru 6 gíra dísilvélar þeirra sérlega hljóðlátar. Upptak bílsins er ágætt og togið heldur áfram eins lengi og óskað er, en sjálfskiptingin er þannig stillt að í fyrstu sparkar hann ekki heldur líður ljúflega af stað en svo æsast leikar. Vélin er mjög sparneytin þrátt fyrir allt aflið og uppgefin eyðsla 5,1 lítri í blönduðum akstri. Freistandi er þó aka bílnum á þann hátt að þeirri lágu eyðslutölu verði seint náð.Gæðaleg og mikið breytt innréttingBenz hefur oftast nær staðið fyrir gæði, en þó hefur fyrirtækið hikstað stundum í þeim fræðunum og fyrir vikið verið oft í eltingaleik við aðra lúxusbílaframleiðendur. Af frágangi þessa bíls, útlits, tækni og smíðagæðum virðist Mercedes Benz vera aftur búið að ná vopnum sínum. Innrétting bílsins er glæsileg og til vitnis um nýja og smekklega stefnu. Þá á reyndar við alla af nýrri bílum Mercedes Benz, sem fyrirtækið kynnir nú sem á færibandi og er bílgerðum fyrirtækisins að fækka jafnört og kanínum á Íslandi. Þeir eiga það sammerkt með kanínunum að vera sætir og gætu því fjölgað jafn ört á götunum og þeim loðnu á útivistarasvæðunum. Jafn miklu hefur verið breytt að innan í E-Class og hvað annar varðar í bílnum og mjög vel hefur tekist til. Sætin eru klædd hágæða nappa leðri og rafstillanleg á alla kanta. Staðsetningn stillitakkanna er mjög óvenjuleg, eða í hliðarhurðunum, en uppsetning þeirra er afar sjónræn og töff. Mælaborðið er kannski ekkert framúrstefnulegt en ber vitni um fágun, einfaldleika og skilvirkni. Mörg falleg smáatriði í innréttingunni vekur gleði. Gamaldags klukkan fyrir miðju þess er nostalgísk og gullfalleg. Stór sóllúgan er glæsileg en hefur þó einn ókost. Fremsti hluti hennar er of aftarlega að mati reynsluökumanns og mætti vera 5-10 cm framar. Aftursætin eru eins flott og framsætin og þar er bæði nægt fóta- og höfuðrými.Fimur í akstriAksturseiginleikar þessa breytta E-Class bíls komu reynsluökumanni skemmtilega á óvart og fyrir vikið var hreint óskaplega gaman að láta reyna að getu hans. Hann svínliggur í beygjum og það hefur vissulega hjálpað að reynsluakstursbíllinn var fjórhjóladrifinn, eða 4Matic, eins og Mercedes kallar það. Fjöðrun bílsins virðist mjög vel uppsett fyrir þægilegan akstur, ekki of mjúk og ekki of stíf. Ójöfnur allar jafnar fjöðrunin snyrtilega út og hraðahindranir, eins leiðinlegar og þær eru á mörgum bílum, eru teknar í forrétt. Veggrip bílsins er einkar sannfærandi og virkilega langt þarf að ganga til að losa grip dekkjanna við undirlagið. Eitt fannst þó undarlegt við akstur bílsins, en það varðar stýrið. Það þyngdist og léttist í átaki eftir því hvernig farið var í beygjur. Tók nokkurn tíma að venjast þessari hegðun en stýrisaðstoðin á að gera ökumanni kleift að sleppa stýrinu í nokkrar sekúndur í langakstri og bíllinn heldur teinréttri línu. Í heildina litið er þessi nýi E-Class bíll ferlega vel heppnaður bíll sem í grunnútfærslu kostar ekki svo ýkja mikið, eða 7.790.000 kr. En reynsluakstursbíllinn með öflugari dísilvél og fjórhjóladrifi er reyndar kominn uppí 10.080.000 kr. Samkeppnisbílarnir Audi A6 og BMW 5-línan mega vara sig á þessu ágæta útspili Mercedes Benz.Kostir: Ytra sem innra útlit, akstursgeta, lítil eyðslaÓkostir: Hávær dísilvél, hegðun aflstýris, sóllúga of aftarlega2,2 l. dísil, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 134 g/km CO2Hröðun: 7,8 sek.Hámarkshraði: 232 km/klstVerð frá: 7.790.000 kr.Umboð: AskjaFagur að innan sem utan Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent
Reynsluakstur - Mercedes Benz E250 CDI 4Matic Nýkominn er til landsins heilmikið breyttur Mercedes Benz E-Class bíll sem ekki flokkast þó sem ný kynslóð þessa bíls, sem rekur ættir sínar allt til ársins 1953. Fyrir vikið er hann ekki í hópi þeirra bíla sem til greina koma sem bíll ársins hér á landi né annarsstaðar þrátt fyrir að einum 2.000 íhlutum í bílnum hafi verið breytt á milli árgerða. Þessar breytingar allar hafa ekki síst skilað sér í mun fallegri bíl, en forveri hans vann engar fegurðarsamkeppnir. Nú er E-Class hinsvegar orðinn eftirtektarvert fallegur bíll sem nágrannarnir stara á þau fáu skipti sem ökumaður tímir að njóta hans ekki í akstri. Bíllinn er nú orðinn sláandi fallegur og beinar og rísandi hliðarlínur hans gefa honum rennilegt og eðalt útlit og mjög svo breyttur framendi bílsins er líklega samt það fallegasta við hann. Það var mikil þörf á þessari útlitbreytingu bílsins og nú eru eigendur hans með bíl í höndunum sem stendur úr fjöldanum og margur heldur að sé mun dýrari bíll. Ekki skaðar það bílinn að hann kemur á hrikalega flottum felgum.Öflug en hávær dísilvélBíllinn sem reyndur var ber nafnið E250 CDI 4Matic og er knúinn af 2,2 lítra dísilvél og fjórhjóladrifinn. Vélin er fjögurra strokka með tvær forþjöppur og skilar öskrandi 500 Nm togi. Hestöflin eru 204 talsins, en það segir ekki allt þegar tog hennar er svo mikið og því er bíllinn afar öflugur og hreint ári gaman að gefa honum inn. Hann er ekki nema 7,8 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir að bíllinn vegi næstum 1,9 tonn. Fátt annað en gott er hægt að segja um þessa vél nema það að í henni heyrist mun meira en við má búast og skilar það sér inn í bílinn. Þetta virðist eiga við fjögurra strokka dísilvélar Benz en hinsvegar eru 6 gíra dísilvélar þeirra sérlega hljóðlátar. Upptak bílsins er ágætt og togið heldur áfram eins lengi og óskað er, en sjálfskiptingin er þannig stillt að í fyrstu sparkar hann ekki heldur líður ljúflega af stað en svo æsast leikar. Vélin er mjög sparneytin þrátt fyrir allt aflið og uppgefin eyðsla 5,1 lítri í blönduðum akstri. Freistandi er þó aka bílnum á þann hátt að þeirri lágu eyðslutölu verði seint náð.Gæðaleg og mikið breytt innréttingBenz hefur oftast nær staðið fyrir gæði, en þó hefur fyrirtækið hikstað stundum í þeim fræðunum og fyrir vikið verið oft í eltingaleik við aðra lúxusbílaframleiðendur. Af frágangi þessa bíls, útlits, tækni og smíðagæðum virðist Mercedes Benz vera aftur búið að ná vopnum sínum. Innrétting bílsins er glæsileg og til vitnis um nýja og smekklega stefnu. Þá á reyndar við alla af nýrri bílum Mercedes Benz, sem fyrirtækið kynnir nú sem á færibandi og er bílgerðum fyrirtækisins að fækka jafnört og kanínum á Íslandi. Þeir eiga það sammerkt með kanínunum að vera sætir og gætu því fjölgað jafn ört á götunum og þeim loðnu á útivistarasvæðunum. Jafn miklu hefur verið breytt að innan í E-Class og hvað annar varðar í bílnum og mjög vel hefur tekist til. Sætin eru klædd hágæða nappa leðri og rafstillanleg á alla kanta. Staðsetningn stillitakkanna er mjög óvenjuleg, eða í hliðarhurðunum, en uppsetning þeirra er afar sjónræn og töff. Mælaborðið er kannski ekkert framúrstefnulegt en ber vitni um fágun, einfaldleika og skilvirkni. Mörg falleg smáatriði í innréttingunni vekur gleði. Gamaldags klukkan fyrir miðju þess er nostalgísk og gullfalleg. Stór sóllúgan er glæsileg en hefur þó einn ókost. Fremsti hluti hennar er of aftarlega að mati reynsluökumanns og mætti vera 5-10 cm framar. Aftursætin eru eins flott og framsætin og þar er bæði nægt fóta- og höfuðrými.Fimur í akstriAksturseiginleikar þessa breytta E-Class bíls komu reynsluökumanni skemmtilega á óvart og fyrir vikið var hreint óskaplega gaman að láta reyna að getu hans. Hann svínliggur í beygjum og það hefur vissulega hjálpað að reynsluakstursbíllinn var fjórhjóladrifinn, eða 4Matic, eins og Mercedes kallar það. Fjöðrun bílsins virðist mjög vel uppsett fyrir þægilegan akstur, ekki of mjúk og ekki of stíf. Ójöfnur allar jafnar fjöðrunin snyrtilega út og hraðahindranir, eins leiðinlegar og þær eru á mörgum bílum, eru teknar í forrétt. Veggrip bílsins er einkar sannfærandi og virkilega langt þarf að ganga til að losa grip dekkjanna við undirlagið. Eitt fannst þó undarlegt við akstur bílsins, en það varðar stýrið. Það þyngdist og léttist í átaki eftir því hvernig farið var í beygjur. Tók nokkurn tíma að venjast þessari hegðun en stýrisaðstoðin á að gera ökumanni kleift að sleppa stýrinu í nokkrar sekúndur í langakstri og bíllinn heldur teinréttri línu. Í heildina litið er þessi nýi E-Class bíll ferlega vel heppnaður bíll sem í grunnútfærslu kostar ekki svo ýkja mikið, eða 7.790.000 kr. En reynsluakstursbíllinn með öflugari dísilvél og fjórhjóladrifi er reyndar kominn uppí 10.080.000 kr. Samkeppnisbílarnir Audi A6 og BMW 5-línan mega vara sig á þessu ágæta útspili Mercedes Benz.Kostir: Ytra sem innra útlit, akstursgeta, lítil eyðslaÓkostir: Hávær dísilvél, hegðun aflstýris, sóllúga of aftarlega2,2 l. dísil, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 134 g/km CO2Hröðun: 7,8 sek.Hámarkshraði: 232 km/klstVerð frá: 7.790.000 kr.Umboð: AskjaFagur að innan sem utan
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent