Nýr Golf R er 296 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 08:45 Volkswagen Golf R er öflugasta útgáfa bílsins Volkswagen hefur framleitt R-útgáfu af Golf bílnum í háa herrans tíð, en þetta er alöflugasta gerð bílsins og ávallt mun öflugri en GTI gerð hans. Nýr Golf R verður sýndur almenningi í bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir hálfan mánuð. Þetta er fjórða kynslóð R-bílsins og nú með 296 hestafla vél sem aðeins hefur 2 lítra sprengirými og er fjögurra strokka. Fyrsta kynslóðin var með 237 hestafla vél, önnur 247 og sú þriðja 261 hestöfl. Því hefur aflaukningin á milli kynslóða aldrei verið meiri en nú, eða 35 hestöfl. Bíllinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið en eyðir samt bara 6,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km/klst. Sem fyrr verður bíllinn með Haldex fjórhjóladrifi, en það hafa allar kynslóðir hans verið. Hann má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Golf R stendur 2 sentimetrum neðar en hefðbundinn Golf, en aðeins 0,5 cm neðar en Golf GTI. Kaupendur geta valið á milli fallegra 18 og 19 tommu felga undir bílinn. Lítið er enn uppgefið um innra byrði bílsins, en þó mun líklega bjóðast Nappa leðursæti og sæti klædd Alcantara efni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Volkswagen hefur framleitt R-útgáfu af Golf bílnum í háa herrans tíð, en þetta er alöflugasta gerð bílsins og ávallt mun öflugri en GTI gerð hans. Nýr Golf R verður sýndur almenningi í bílasýningunni í Frankfürt sem hefst eftir hálfan mánuð. Þetta er fjórða kynslóð R-bílsins og nú með 296 hestafla vél sem aðeins hefur 2 lítra sprengirými og er fjögurra strokka. Fyrsta kynslóðin var með 237 hestafla vél, önnur 247 og sú þriðja 261 hestöfl. Því hefur aflaukningin á milli kynslóða aldrei verið meiri en nú, eða 35 hestöfl. Bíllinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið en eyðir samt bara 6,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km/klst. Sem fyrr verður bíllinn með Haldex fjórhjóladrifi, en það hafa allar kynslóðir hans verið. Hann má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Golf R stendur 2 sentimetrum neðar en hefðbundinn Golf, en aðeins 0,5 cm neðar en Golf GTI. Kaupendur geta valið á milli fallegra 18 og 19 tommu felga undir bílinn. Lítið er enn uppgefið um innra byrði bílsins, en þó mun líklega bjóðast Nappa leðursæti og sæti klædd Alcantara efni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent