Benz hyggur á stórsókn í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Frá sýningarsal Mercedes Benz í Kína Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent
Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent