Hvernig aka má á hvolfi Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 14:49 Að snúa hlutunum á hvolf er sjaldnast heillavænlegt, en stundum virkar það. Þessum bíl var ekið á hvolfi á Lemons grínþolaksturskeppninni sem haldin er fyrir bíla sem kosta minna en 500 dollara. Þar sjást jafnan mjög undarlegir bílar og þessi er engin undantekning frá því. Eigandi hans hefur einfaldlega snúið honum við og sett hjól undir, eða öllu heldur ofan á bílinn og soðið veltigrind "undir bílinn". Bíllinn virðist svínvirka svona og gefur öðrum bílum keppninar lítið eftir, eins og sést í myndskeiðinu. Bílgerðin er Ford Festiva/Chevrolet Camaro. Auðvitað vann þessi bíll til verðlauna í Lemons keppninni, enda ekki á hverjum degi sem bílum er ekið á hvolfi. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent
Að snúa hlutunum á hvolf er sjaldnast heillavænlegt, en stundum virkar það. Þessum bíl var ekið á hvolfi á Lemons grínþolaksturskeppninni sem haldin er fyrir bíla sem kosta minna en 500 dollara. Þar sjást jafnan mjög undarlegir bílar og þessi er engin undantekning frá því. Eigandi hans hefur einfaldlega snúið honum við og sett hjól undir, eða öllu heldur ofan á bílinn og soðið veltigrind "undir bílinn". Bíllinn virðist svínvirka svona og gefur öðrum bílum keppninar lítið eftir, eins og sést í myndskeiðinu. Bílgerðin er Ford Festiva/Chevrolet Camaro. Auðvitað vann þessi bíll til verðlauna í Lemons keppninni, enda ekki á hverjum degi sem bílum er ekið á hvolfi.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent