Svarta boxið í öllum bílum árið 2014 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 14:30 Svarta boxið Það eru ef til vill ekki margir sem vita að svart box sem skráir akstur bíla leynist undir mælaborði flestra nýrra bíla í dag og þau verða í öllum bílum árið 2014 í Bandarikjunum. Segja má að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að "stóri bróðir" sé sannarlega að fylgjast með ferðum okkar allra. Í dag eru 96% allra nýrra bíla sem framleiddir eru þar vestra með svona svart box. Það er bílaöryggisstofnunin í Bandaríkjunum (NHTSA) sem fer fram á að þessi búnaður verði að vera í öllum bílum frá og með næsta ári. Fyrstu bílarnir með þessum búnaði voru framleiddir af General Motors árið 1990 í því augnamiði að fylgjast með gæðum bíla sinna með tilliti til aksturs þeirra. Svarta boxið í bílum skráir ekki eins miklar upplýsingar og í flugvélum, en skráningarbúnaður sýnir hraða bíla, hvernig hemlun var háttað, notkun bílbelta og þá krafta sem verða við árekstur ef loftpúðar springa út. Í einum 14 fylkjum Bandaríkjanna hefur löggæsla, tryggingafélög og lögfræðingar heimild til þess að lesa úr svarta boxinu eftir árekstur í leit sinni að ástæðum árekstra svo leysa megi úr réttarstöðu hlutaðeigandi aðila. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Það eru ef til vill ekki margir sem vita að svart box sem skráir akstur bíla leynist undir mælaborði flestra nýrra bíla í dag og þau verða í öllum bílum árið 2014 í Bandarikjunum. Segja má að þetta sé enn ein birtingarmynd þess að "stóri bróðir" sé sannarlega að fylgjast með ferðum okkar allra. Í dag eru 96% allra nýrra bíla sem framleiddir eru þar vestra með svona svart box. Það er bílaöryggisstofnunin í Bandaríkjunum (NHTSA) sem fer fram á að þessi búnaður verði að vera í öllum bílum frá og með næsta ári. Fyrstu bílarnir með þessum búnaði voru framleiddir af General Motors árið 1990 í því augnamiði að fylgjast með gæðum bíla sinna með tilliti til aksturs þeirra. Svarta boxið í bílum skráir ekki eins miklar upplýsingar og í flugvélum, en skráningarbúnaður sýnir hraða bíla, hvernig hemlun var háttað, notkun bílbelta og þá krafta sem verða við árekstur ef loftpúðar springa út. Í einum 14 fylkjum Bandaríkjanna hefur löggæsla, tryggingafélög og lögfræðingar heimild til þess að lesa úr svarta boxinu eftir árekstur í leit sinni að ástæðum árekstra svo leysa megi úr réttarstöðu hlutaðeigandi aðila.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent