Laglegur og sprækur sparigrís Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 10:15 Renault Clio er fallega teiknaður bíll Það er ekki svo oft sem ekið er bíl og eyðslan fer sjaldan upp fyrir 4 lítra á hundraðið. Þannig var þó reynslan af nýjum Renault Clio með 1,5 lítra dísilvél. Engu máli skipti hvort bílnum var ekið innan- eða utanbæjar, svo til alltaf sást tala undir 4 lítrum. Undarlegt var það í raun að eyðslan breyttist heldur ekkert hvort sem ekið var um götur borgarinnar, eða farið langt austur fyrir fjall. Á slíkt frekar við í Hybrid bílum sem endurheimta alla þá orku sem tapast við hemlun innanbæjar, en líka þessum. Uppgefin eyðsla Renault Clio er 3,4 lítrar í blönduðum akstri, svo þessar tölur koma ekki á óvart. Það á þó bara við svo fáa bíla að raunveruleikinn slái nálægt uppgefinni eyðslu frá framleiðanda og munar oftast 20-30% þar á og er ávallt mjög svekkjandi. Stór þáttur í lítilli eyðslu Clio er sú staðreynd að hann er 100 kílóum léttari en síðasta kynslóð Clio.Tvisvar bíll ársins í Evrópu Ný kynslóð bílsins ber nafnið Renault Clio 4, er fjórða kynslóð þessa netta bíls og var kynnt til sögunnar í fyrra. Renault kynnti Clio bílinn fyrst til sögunnar árið 1990 og á hann því brátt aldarfjórðungsafmæli. Hann hefur frá upphafi verið einn af söluhæstu bílgerðum í Evrópu og með tilkomu hans fyrir 23 árum er hann talinn hafa bjargað Renault frá gjaldþroti eftir mögur ár þar á undan. Clio hefur tvisvar sinnum verið kjörinn bíll ársins í Evrópu, 1991 og 2006 og er annar tveggja bíla sem því hefur náð. Hinn er Volkswagen Golf. Clio býðst með tveimur bensínvélum, 0,9 og 1,2 lítra sem eru 75 eða 90 hestafla. Hann er þó ekki síður vinsæll með 1,5 lítra dísilvél sem er 90 hestöfl og ber þá nafnið Clio dCi 90. Með þessari vél er hann skrambi öflugur og eyðir einstaklega litlu. Reyndur var bíll með dísilvélinni og beinskiptur og kostar sá bíll 2.890.000 krónur, en ódýrasta útgáfa bílsins með aflminni bensínvélinni er á 2.390.000. Er sá bíll þó nokkuð síður búinn og útlitslega einnig síðri. Stórgóð nett dísilvél Dísilvélin í Clio sem fær hjálp frá forþjöppu er mjög skemmtileg vél sem frá upphafi hefur líkað vel, en er nú orðin skemmtilega aflmikil og skilar því á breiðu snúningsbili. Það þýðir að ekki þarf að hræra mikið í gírunum til að fá úr henni hámarksaflið. Hún er að auki þýðgeng, hljóðlát og fáguð. Vélin togar 200 Nm og því hendist þessi létti bíll áfram með henni og aflleysi finnst seint, allra síst upp brekkur, eins og fannst vel upp Kambana. Þar var hann í essinu sínu og virkaði eins og veðhlaupahestur sem skildi aðra eftir í reyk. Full ástæða er þó að minnast á spræka bensínvélina, sem ekki var reynd, en fögrum sögum fer af henni einnig, enda selst bíllinn fullt eins vel með henni og eyðsla hennar einnig til fyrirmyndar. Með henni er bíllinn heilum 62 kílóum léttari og því batna akstureiginleikar bílsins eftir því. Clio með dísilvélinni verður þó ekki skammaður fyrir slaka aksturseiginleika, hann er lipur bíll og stýring hans og tilfinning fyrir vegi er með hreinum ágætum. Þrátt fyrir ágætt afl þarf það þó að verða meira til að bíllinn verði sportlegur. Fjöðrun bílsins er nokkuð mjúk og þægileg fyrir farþega en fyrir vikið er ekki hægt að henda honum eins hratt í beygjur og gætir þá nokkurs hliðarhalla. Allt er þetta spurning um málamiðlun og fyrir vikið er Clio þægilegur fyrir flesta en svarar ekki alveg kröfum þeirra sem kjósa akstursgetu umfram þægindi. Hann er því aðeins á eftir aksturseiginleikum sumra bíla í hans flokki. Einungis framleiddur með 5 hurðum Að utan er Clio ferlega sætur bíll, en miklu munar reyndar á hvaða útfærsla hans er valin. Talsvert vantar á ódýrustu útfærslu hans miðað við þær dýrari og því hafa víst fáir valið sér þá ódýrustu heldur leggja frekar til 200.000 kr. aukalega fyrir bæði meiri staðalbúnað og fallegra útlit. Clio fæst eingöngu með 5 hurðum þó svo hann líti út fyrir að vera aðeins með þrjár. Því veldur óvenjuleg opnun afturhurðanna, en handfangið sést varla og er staðsett fyrir aftan gluggann ofarlega á hurðinni. Sportleg rísandi lína fer aftur um bílinn og að mati greinarskrifara er sama hvar litið er á bílinn, hann er fríður frá öllum sjónarhornum og hefur batnað gríðarlega frá síðustu kynslóð. Að innan fullnægir Clio flestum þörfum en þar er enginn íburður. Þar fer samt um frísklegur vindur og nútímalegt útlit þó svo efnisvalið sé ekki af dýrari gerðinni. Frakkar hafa alltaf farið sínar eigin leiðir og bílar þeirra oft skemmtilega öðruvísi og á það einnig við hér. Ef setja á út á eitthvað hvað innanrými bílsins varðar er það helst að sætin eru eiginlega ekki nógu góð til lengri aksturs og gætti þreytu við slíkan akstur. Í heildina litið er Clio flottur og vel heppnaður bíll með góðar vélar og á góðu verði, enda ódýrasta útfærsla hans líklega sú ódýrasta sem býðst í þessum stærðarflokki. Freistandi er þó að kaupa hann í örlítið betri útfærslu og þarf ekki leggja mikið til að auki. Kostir: Lítil eyðsla, fallegur, verð Ókostir: Sæti í langkeyrslu, akstursgeta1,5 l. dísil, 90 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 90 g/km CO2Hröðun: 11,9 sek.Hámarkshraði: 180 km/klstVerð: 2.890.000 kr.Umboð: BL Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Það er ekki svo oft sem ekið er bíl og eyðslan fer sjaldan upp fyrir 4 lítra á hundraðið. Þannig var þó reynslan af nýjum Renault Clio með 1,5 lítra dísilvél. Engu máli skipti hvort bílnum var ekið innan- eða utanbæjar, svo til alltaf sást tala undir 4 lítrum. Undarlegt var það í raun að eyðslan breyttist heldur ekkert hvort sem ekið var um götur borgarinnar, eða farið langt austur fyrir fjall. Á slíkt frekar við í Hybrid bílum sem endurheimta alla þá orku sem tapast við hemlun innanbæjar, en líka þessum. Uppgefin eyðsla Renault Clio er 3,4 lítrar í blönduðum akstri, svo þessar tölur koma ekki á óvart. Það á þó bara við svo fáa bíla að raunveruleikinn slái nálægt uppgefinni eyðslu frá framleiðanda og munar oftast 20-30% þar á og er ávallt mjög svekkjandi. Stór þáttur í lítilli eyðslu Clio er sú staðreynd að hann er 100 kílóum léttari en síðasta kynslóð Clio.Tvisvar bíll ársins í Evrópu Ný kynslóð bílsins ber nafnið Renault Clio 4, er fjórða kynslóð þessa netta bíls og var kynnt til sögunnar í fyrra. Renault kynnti Clio bílinn fyrst til sögunnar árið 1990 og á hann því brátt aldarfjórðungsafmæli. Hann hefur frá upphafi verið einn af söluhæstu bílgerðum í Evrópu og með tilkomu hans fyrir 23 árum er hann talinn hafa bjargað Renault frá gjaldþroti eftir mögur ár þar á undan. Clio hefur tvisvar sinnum verið kjörinn bíll ársins í Evrópu, 1991 og 2006 og er annar tveggja bíla sem því hefur náð. Hinn er Volkswagen Golf. Clio býðst með tveimur bensínvélum, 0,9 og 1,2 lítra sem eru 75 eða 90 hestafla. Hann er þó ekki síður vinsæll með 1,5 lítra dísilvél sem er 90 hestöfl og ber þá nafnið Clio dCi 90. Með þessari vél er hann skrambi öflugur og eyðir einstaklega litlu. Reyndur var bíll með dísilvélinni og beinskiptur og kostar sá bíll 2.890.000 krónur, en ódýrasta útgáfa bílsins með aflminni bensínvélinni er á 2.390.000. Er sá bíll þó nokkuð síður búinn og útlitslega einnig síðri. Stórgóð nett dísilvél Dísilvélin í Clio sem fær hjálp frá forþjöppu er mjög skemmtileg vél sem frá upphafi hefur líkað vel, en er nú orðin skemmtilega aflmikil og skilar því á breiðu snúningsbili. Það þýðir að ekki þarf að hræra mikið í gírunum til að fá úr henni hámarksaflið. Hún er að auki þýðgeng, hljóðlát og fáguð. Vélin togar 200 Nm og því hendist þessi létti bíll áfram með henni og aflleysi finnst seint, allra síst upp brekkur, eins og fannst vel upp Kambana. Þar var hann í essinu sínu og virkaði eins og veðhlaupahestur sem skildi aðra eftir í reyk. Full ástæða er þó að minnast á spræka bensínvélina, sem ekki var reynd, en fögrum sögum fer af henni einnig, enda selst bíllinn fullt eins vel með henni og eyðsla hennar einnig til fyrirmyndar. Með henni er bíllinn heilum 62 kílóum léttari og því batna akstureiginleikar bílsins eftir því. Clio með dísilvélinni verður þó ekki skammaður fyrir slaka aksturseiginleika, hann er lipur bíll og stýring hans og tilfinning fyrir vegi er með hreinum ágætum. Þrátt fyrir ágætt afl þarf það þó að verða meira til að bíllinn verði sportlegur. Fjöðrun bílsins er nokkuð mjúk og þægileg fyrir farþega en fyrir vikið er ekki hægt að henda honum eins hratt í beygjur og gætir þá nokkurs hliðarhalla. Allt er þetta spurning um málamiðlun og fyrir vikið er Clio þægilegur fyrir flesta en svarar ekki alveg kröfum þeirra sem kjósa akstursgetu umfram þægindi. Hann er því aðeins á eftir aksturseiginleikum sumra bíla í hans flokki. Einungis framleiddur með 5 hurðum Að utan er Clio ferlega sætur bíll, en miklu munar reyndar á hvaða útfærsla hans er valin. Talsvert vantar á ódýrustu útfærslu hans miðað við þær dýrari og því hafa víst fáir valið sér þá ódýrustu heldur leggja frekar til 200.000 kr. aukalega fyrir bæði meiri staðalbúnað og fallegra útlit. Clio fæst eingöngu með 5 hurðum þó svo hann líti út fyrir að vera aðeins með þrjár. Því veldur óvenjuleg opnun afturhurðanna, en handfangið sést varla og er staðsett fyrir aftan gluggann ofarlega á hurðinni. Sportleg rísandi lína fer aftur um bílinn og að mati greinarskrifara er sama hvar litið er á bílinn, hann er fríður frá öllum sjónarhornum og hefur batnað gríðarlega frá síðustu kynslóð. Að innan fullnægir Clio flestum þörfum en þar er enginn íburður. Þar fer samt um frísklegur vindur og nútímalegt útlit þó svo efnisvalið sé ekki af dýrari gerðinni. Frakkar hafa alltaf farið sínar eigin leiðir og bílar þeirra oft skemmtilega öðruvísi og á það einnig við hér. Ef setja á út á eitthvað hvað innanrými bílsins varðar er það helst að sætin eru eiginlega ekki nógu góð til lengri aksturs og gætti þreytu við slíkan akstur. Í heildina litið er Clio flottur og vel heppnaður bíll með góðar vélar og á góðu verði, enda ódýrasta útfærsla hans líklega sú ódýrasta sem býðst í þessum stærðarflokki. Freistandi er þó að kaupa hann í örlítið betri útfærslu og þarf ekki leggja mikið til að auki. Kostir: Lítil eyðsla, fallegur, verð Ókostir: Sæti í langkeyrslu, akstursgeta1,5 l. dísil, 90 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 90 g/km CO2Hröðun: 11,9 sek.Hámarkshraði: 180 km/klstVerð: 2.890.000 kr.Umboð: BL
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent