Aldagamlar dagbækur saumakonu á Facebook Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 20:30 Helga hét fullu nafni Guðný Helga Sigurjónsdóttir og fæddist árið 1881. Miðhvammi 9. október 1919, þriðjudagur. „Norðaustan með hríð voru dimm él annað slagið. Bensi í Haga kom að fá að láni hníf og kjökvörn. Ég sauð fæturnar og sauð úr þeim ost og fleira, mamma bjó til sperðla.“ Svo hljóðar ein af dagbókarfærslum Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi í Aðaldal, en þeim er safnað saman á Facebook-síðu sem vakið hefur athygli. Það er Rósa Emelía Sigurjónsdóttir sem heldur utan um síðuna, en Helga var afasystir hennar. Helga hét fullu nafni Guðný Helga Sigurjónsdóttir og fæddist árið 1881. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðfinnsson og Kristín Helgadóttir, en alls voru börn þeirra sex. Dagbækur Helgu ná yfir rúmlega tuttugu ára skeið, eða til ársins 1937 þegar Helga virðist að sögn Rósu hafa hætt í miðri bók.Miðhvammi 1. desember, laugardagur. Jólafasta byrjar.„Norðan dimmviðrishríð og renningur. Töluvert frost, engri skepnu hleypt út. Ég sauð kæfu úr svartri gimbur sem ég missti úr pest.“ Dagbókarfærslurnar eru ópersónulegar en segja frá lífinu frá degi til dags í sveitum Suður-Þingeyjasýslu á árum áður. Að sama skapi gerir það lesendum stundum erfitt fyrir að átta sig á persónuleika Helgu. „Því miður þá fékk ég nú ekki áhuga á henni fyrr en núna fyrir nokkrum árum síðan þannig að ég gat lítið spurt fólk sem var henni samtíða,“ segir Rósa, en Helga lést árið 1959, þegar Rósa var nýorðin níu ára. Hún fékk dagbækurnar frá foreldrum sínum um 1970, sem vildu síður henda þeim. „Mér hefur verið sagt að Helga hafi verið mjög ákveðin og þrjósk, og haft áhuga á pólitík og lífsmálunum yfirleitt. Pabbi minn segir það, en hann var bróðursonur hennar, og hún var honum og okkur mjög góð.“Foreldrar Helgu voru Sigurjón Friðfinnsson (f. 06. október 1855 - d. 09. febrúar 1926) og Kristín Helgadóttir (f. 17. apríl 1851 - d. 13. janúar 1943).Miðhvammi 19. desember, miðvikudagur.„Norðan hríð en kom sunnan með brunarenning um kveldið. Kjartan fór fram í Brekku með jólagjöf sem Margrét átti. Bensi í Haga kom að sækja rúsínur.“ Þegar Rósa fór að glugga í dagbækurnar hóf hún að setja eina og eina færslu inn á sína eigin síðu, en fljótlega varð það til þess að hún fékk vinabeiðnir frá ókunnugu fólki. Hún ákvað því að deila færslunum með hverjum sem vildi á síðu tileinkaðri Helgu saumakonu. „Þetta er ekki það persónulegt og fólk hefur gaman af því að lesa þetta,“ segir Rósa, en hún hefur ekki lesið allar dagbækurnar. Það er því ekki óhugsandi að einhverjir óvæntir merkisatburðir eigi eftir að koma í ljós í dagbókunum. „Já já, það getur vel verið,“ segir Rósa.Fótaskinni 23. nóvember, föstudagur.„Sunnanhríð og vonskuveður og snjór kominn töluverður. Jónas keyrari og menn hans gistu hér í Fótaskinni.“Miðhvammi 12. október, föstudagur.„Norðanhríð og renningur og frost mjög dimmur og vondur. Jón í Ystahvammi kom að biðja að draga hnífa. Ég sauð slátrið úr Golta litla.“Þriðjudagur, 6. maí 1917„Norðan hríð og kaldur, birti um kveldið. Ég fór alfarin úr Grímshúsum yfir í Syðrafjall. Guðmundur fylgdi mér. Var borgað 30 kr, áður 10 og ærfóður fyrir haustvinnu 16 daga og veturinn, átti hjá mér áður 6 krónur og lét mig hafa einnig 2 tunnur af taði. Gjörir rúmar 60 krónur. Ég byrja að tæta ull mína.“Eitt af fjölmörgum innbundnum handavinnublöðum sem Helga átti. Þetta er frá 1920. Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Miðhvammi 9. október 1919, þriðjudagur. „Norðaustan með hríð voru dimm él annað slagið. Bensi í Haga kom að fá að láni hníf og kjökvörn. Ég sauð fæturnar og sauð úr þeim ost og fleira, mamma bjó til sperðla.“ Svo hljóðar ein af dagbókarfærslum Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi í Aðaldal, en þeim er safnað saman á Facebook-síðu sem vakið hefur athygli. Það er Rósa Emelía Sigurjónsdóttir sem heldur utan um síðuna, en Helga var afasystir hennar. Helga hét fullu nafni Guðný Helga Sigurjónsdóttir og fæddist árið 1881. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðfinnsson og Kristín Helgadóttir, en alls voru börn þeirra sex. Dagbækur Helgu ná yfir rúmlega tuttugu ára skeið, eða til ársins 1937 þegar Helga virðist að sögn Rósu hafa hætt í miðri bók.Miðhvammi 1. desember, laugardagur. Jólafasta byrjar.„Norðan dimmviðrishríð og renningur. Töluvert frost, engri skepnu hleypt út. Ég sauð kæfu úr svartri gimbur sem ég missti úr pest.“ Dagbókarfærslurnar eru ópersónulegar en segja frá lífinu frá degi til dags í sveitum Suður-Þingeyjasýslu á árum áður. Að sama skapi gerir það lesendum stundum erfitt fyrir að átta sig á persónuleika Helgu. „Því miður þá fékk ég nú ekki áhuga á henni fyrr en núna fyrir nokkrum árum síðan þannig að ég gat lítið spurt fólk sem var henni samtíða,“ segir Rósa, en Helga lést árið 1959, þegar Rósa var nýorðin níu ára. Hún fékk dagbækurnar frá foreldrum sínum um 1970, sem vildu síður henda þeim. „Mér hefur verið sagt að Helga hafi verið mjög ákveðin og þrjósk, og haft áhuga á pólitík og lífsmálunum yfirleitt. Pabbi minn segir það, en hann var bróðursonur hennar, og hún var honum og okkur mjög góð.“Foreldrar Helgu voru Sigurjón Friðfinnsson (f. 06. október 1855 - d. 09. febrúar 1926) og Kristín Helgadóttir (f. 17. apríl 1851 - d. 13. janúar 1943).Miðhvammi 19. desember, miðvikudagur.„Norðan hríð en kom sunnan með brunarenning um kveldið. Kjartan fór fram í Brekku með jólagjöf sem Margrét átti. Bensi í Haga kom að sækja rúsínur.“ Þegar Rósa fór að glugga í dagbækurnar hóf hún að setja eina og eina færslu inn á sína eigin síðu, en fljótlega varð það til þess að hún fékk vinabeiðnir frá ókunnugu fólki. Hún ákvað því að deila færslunum með hverjum sem vildi á síðu tileinkaðri Helgu saumakonu. „Þetta er ekki það persónulegt og fólk hefur gaman af því að lesa þetta,“ segir Rósa, en hún hefur ekki lesið allar dagbækurnar. Það er því ekki óhugsandi að einhverjir óvæntir merkisatburðir eigi eftir að koma í ljós í dagbókunum. „Já já, það getur vel verið,“ segir Rósa.Fótaskinni 23. nóvember, föstudagur.„Sunnanhríð og vonskuveður og snjór kominn töluverður. Jónas keyrari og menn hans gistu hér í Fótaskinni.“Miðhvammi 12. október, föstudagur.„Norðanhríð og renningur og frost mjög dimmur og vondur. Jón í Ystahvammi kom að biðja að draga hnífa. Ég sauð slátrið úr Golta litla.“Þriðjudagur, 6. maí 1917„Norðan hríð og kaldur, birti um kveldið. Ég fór alfarin úr Grímshúsum yfir í Syðrafjall. Guðmundur fylgdi mér. Var borgað 30 kr, áður 10 og ærfóður fyrir haustvinnu 16 daga og veturinn, átti hjá mér áður 6 krónur og lét mig hafa einnig 2 tunnur af taði. Gjörir rúmar 60 krónur. Ég byrja að tæta ull mína.“Eitt af fjölmörgum innbundnum handavinnublöðum sem Helga átti. Þetta er frá 1920.
Menning Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira