Tvöföld óheppni Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2013 11:15 Allt á floti í málningu inni í bílnum og bilstjórinn líka Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent