Benz nær hraðameti rafmagnsbíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 13:30 Heiðgulur, öflugur og gengur aðeins fyrir rafmagni Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent