Gæti ekið hringinn fyrir 12.300 krónur Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 13:15 Toyota Yaris með dísilvél eyddi minnstu Endanleg úrslit í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu, sem fram fór sl. föstudag, 31. maí liggja nú fyrir. Sigurvegari er Júlíus H. Eyjólfsson á Toyota Yaris dísil. Eldsneytiseyðsla bíls Júlíusar að meðtöldum refsistigum fyrir að fara útfyrir tímamörk, reyndist 3,92 lítrar. Það þýðir að eldsneytiskostnaður milli Reykjavíkur og Akureyrar var kr. 3.516 og því gæti Yarisinn farið hringinn í kringum Ísland fyrir 12.300 krónur. Úrslitin lágu fyrir í gær eftir að dómnefnd felldi úrskurð í málum þriggja keppenda. Keppnisstjórn hafði vísað tveimur þessara mála til dómnefndarinnar en kæra barst vegna þess þriðja. Úrskurður dómnefndarinnar var á þann veg að öllum bílunum þremur var vísað úr keppni. Í öðru sæti varð Hilmar Þorkelsson á Volkswagen Polo dísil. Rauneyðsla bíls Hilmars var sú minnsta í keppninni eða einungis 3,44 l á hundraðið. En aksturinn var það hægur að Hilmar var talsvert lengur á leiðinni en hann hefði átt að vera samkvæmt tímamörkum keppninnar og hlaut hann því 0,48 l í refsingu og aftur 0,45 l refsingu vegna of skamms hvíldartíma á Gauksmýri. Því varð eyðsla hans 4,36 l að meðtöldum refsistigum. Keppnin var með mjög breyttu sniði frá fyrri árum. Leiðin var mun lengri en áður, eða frá Reykjavík til Akureyrar. Keppendum var gert að aka á löglegum hámarkshraða eins og hann er á einstökum köflum leiðarinnar. Tímamörk voru því mun þrengri en áður og keppnin því vandasamari og harðari. Þá var í hverjum keppnisbílanna SAGA búnaður frá Arctic Track og „sjónvarpaði“ búnaðurinn ferð hvers einstaks bíls. Keppninni nú var á öðrum þræði ætlað að sýna fram á að hægt sé að ferðast um landið án gífurlegra eldsneytisútgjalda, ef viðhaft er úthugsað ökulag í þeim tilgangi að spara eldsneyti án þess að tapa ferðatíma. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Endanleg úrslit í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu, sem fram fór sl. föstudag, 31. maí liggja nú fyrir. Sigurvegari er Júlíus H. Eyjólfsson á Toyota Yaris dísil. Eldsneytiseyðsla bíls Júlíusar að meðtöldum refsistigum fyrir að fara útfyrir tímamörk, reyndist 3,92 lítrar. Það þýðir að eldsneytiskostnaður milli Reykjavíkur og Akureyrar var kr. 3.516 og því gæti Yarisinn farið hringinn í kringum Ísland fyrir 12.300 krónur. Úrslitin lágu fyrir í gær eftir að dómnefnd felldi úrskurð í málum þriggja keppenda. Keppnisstjórn hafði vísað tveimur þessara mála til dómnefndarinnar en kæra barst vegna þess þriðja. Úrskurður dómnefndarinnar var á þann veg að öllum bílunum þremur var vísað úr keppni. Í öðru sæti varð Hilmar Þorkelsson á Volkswagen Polo dísil. Rauneyðsla bíls Hilmars var sú minnsta í keppninni eða einungis 3,44 l á hundraðið. En aksturinn var það hægur að Hilmar var talsvert lengur á leiðinni en hann hefði átt að vera samkvæmt tímamörkum keppninnar og hlaut hann því 0,48 l í refsingu og aftur 0,45 l refsingu vegna of skamms hvíldartíma á Gauksmýri. Því varð eyðsla hans 4,36 l að meðtöldum refsistigum. Keppnin var með mjög breyttu sniði frá fyrri árum. Leiðin var mun lengri en áður, eða frá Reykjavík til Akureyrar. Keppendum var gert að aka á löglegum hámarkshraða eins og hann er á einstökum köflum leiðarinnar. Tímamörk voru því mun þrengri en áður og keppnin því vandasamari og harðari. Þá var í hverjum keppnisbílanna SAGA búnaður frá Arctic Track og „sjónvarpaði“ búnaðurinn ferð hvers einstaks bíls. Keppninni nú var á öðrum þræði ætlað að sýna fram á að hægt sé að ferðast um landið án gífurlegra eldsneytisútgjalda, ef viðhaft er úthugsað ökulag í þeim tilgangi að spara eldsneyti án þess að tapa ferðatíma.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent