Autoblog segir frá að Ísland fái loks Tesla bíla Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 09:45 Gísli handsalar samninginn við Tesla Einn kunnasti bílafréttavefur heims greinir frá því í stórri grein að barátta Gísla Gíslasonar til margra ára hofi loks borið árangur og hann muni fá Tesla rafmagnsbíla til sölu hér á landi. Þar segir að Gísli hafi reynt í gegnum tvö fyrirtæki að krækja í þessa bíla en loks náð árangri gegnum Tesla fyrirtækið sjálft. "Við áttum aldrei von á því að þetta yrði svona erfitt", er haft eftir Gísla, en nú hefur þetta tekist. Einnig er haft eftir Gísla að hann sé "crazy Viking" sem gefst aldrei upp. Bílarnir koma til landsins í júlí en fyrsta sendingin, 12 bílar er að sögn Gísla uppseld. Fyrirtæki hans, EVEN fær svo 2 bíla í ágúst og 38 bíla í desember. Samtals verða þeir því orðnir 52 talsins áður en árið er liðið. "Það eru margir kátir ökumenn sem bíða spenntir eftir bílum sínum á Íslandi", segir Gísli ennfremur í viðtalinu við Autoblog. "Við höfum að auki selt 8 Nissan Leaf rafmagnsbíla og margir til viðbótar eru í pípunum. Það eru reyndar margir aðilar að selja Nissan Leaf á Íslandi, bílaumboðið BL, Elko og Islandus, svo búast má við að þeim fjölgi mjög á götunum hérlendis á næstunni. "Margir kaupendur eru að bíða eftir 2013 árgerð Nissan Leaf og við munum geta afgreitt þá að ég held í ágúst eða september", sagði Gísli ennfremur. Autoblog segir að Ísland sé líklega kjörnasti staður í heimi til að geta orðið það land þar sem eingöngu keyra um rafmagnsbílar í ljósi þess hversu mikið við framleiðum af ódýru rafmagni. Þá er einnig sagt frá því að stjórnvöld á Íslandi hafi greitt mjög fyrir götu rafmagnsbíla þar sem engin vörugjöld eru á þeim og að virðisaukaskattur sé einnig niðurfelldur að ákveðnu marki. Það hafi orðið til þess að nú sé hægt að selja lúxusrafmagnsbíla fyrir helmingi lægra verð en sambærilega lúxusbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Gísli segir að hann bíði í ofvæni eftir að hann komi höndum yfir Tesla Model X sem er fjórhjóladrifinn og hentar mjög við íslenskar aðstæður. Sá bíll er væntanlegur frá Tesla innan tíðar. Það er ekki oft sem greint er frá bílamálum á Íslandi á vef Autoblog, en þess skemmtilegra er það gerist. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Einn kunnasti bílafréttavefur heims greinir frá því í stórri grein að barátta Gísla Gíslasonar til margra ára hofi loks borið árangur og hann muni fá Tesla rafmagnsbíla til sölu hér á landi. Þar segir að Gísli hafi reynt í gegnum tvö fyrirtæki að krækja í þessa bíla en loks náð árangri gegnum Tesla fyrirtækið sjálft. "Við áttum aldrei von á því að þetta yrði svona erfitt", er haft eftir Gísla, en nú hefur þetta tekist. Einnig er haft eftir Gísla að hann sé "crazy Viking" sem gefst aldrei upp. Bílarnir koma til landsins í júlí en fyrsta sendingin, 12 bílar er að sögn Gísla uppseld. Fyrirtæki hans, EVEN fær svo 2 bíla í ágúst og 38 bíla í desember. Samtals verða þeir því orðnir 52 talsins áður en árið er liðið. "Það eru margir kátir ökumenn sem bíða spenntir eftir bílum sínum á Íslandi", segir Gísli ennfremur í viðtalinu við Autoblog. "Við höfum að auki selt 8 Nissan Leaf rafmagnsbíla og margir til viðbótar eru í pípunum. Það eru reyndar margir aðilar að selja Nissan Leaf á Íslandi, bílaumboðið BL, Elko og Islandus, svo búast má við að þeim fjölgi mjög á götunum hérlendis á næstunni. "Margir kaupendur eru að bíða eftir 2013 árgerð Nissan Leaf og við munum geta afgreitt þá að ég held í ágúst eða september", sagði Gísli ennfremur. Autoblog segir að Ísland sé líklega kjörnasti staður í heimi til að geta orðið það land þar sem eingöngu keyra um rafmagnsbílar í ljósi þess hversu mikið við framleiðum af ódýru rafmagni. Þá er einnig sagt frá því að stjórnvöld á Íslandi hafi greitt mjög fyrir götu rafmagnsbíla þar sem engin vörugjöld eru á þeim og að virðisaukaskattur sé einnig niðurfelldur að ákveðnu marki. Það hafi orðið til þess að nú sé hægt að selja lúxusrafmagnsbíla fyrir helmingi lægra verð en sambærilega lúxusbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Gísli segir að hann bíði í ofvæni eftir að hann komi höndum yfir Tesla Model X sem er fjórhjóladrifinn og hentar mjög við íslenskar aðstæður. Sá bíll er væntanlegur frá Tesla innan tíðar. Það er ekki oft sem greint er frá bílamálum á Íslandi á vef Autoblog, en þess skemmtilegra er það gerist.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent