Bangsi lendir í árekstri en labbar burt Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 11:45 Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent