Endursöluverð Fisker Karma fellur um helming Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 11:15 Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent