Voldugur og vel búinn ferðafélagi Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 09:15 Chevrolet Malibu árgerð 2013 Tii Akureyrar og baka plús heilmikið snatt á einum tanki. Reynsluakstur - Chevrolet Malibu Það er ekki oft sem bílablaðamenn eiga þess kost að aka reynsluakstursbílum um lengri vegalengdir á þremur dögum og er þá eins gott að ferðafélaginn sé góður. Það var einmitt raunin þegar Chevrolet Malibu fékk að rúlla tæplega 900 kílómetra í reynsluakstri og glímdi líka hressilega við beygjurnar í innanbæjarakstri. Það er ekki öllum bílum kleift að komast til Akureyrar og til baka, með heilmiklu snatti að auki, á einum og sama tankinum. Það gekk þó eftir á þessum dísildrifna Chevrolet Malibu, en þar fer ekki lítill bíll og því er þessi hóflega eyðsla eftirtektarverðari. Chevrolet Malibu er stór fjölskyldubíll þar sem rúmt er um alla farþega og skottrými mikið. Það sem einu sinni er jú framleitt fyrir Ameríkumarkað er ávallt stórt. Hann er tæplega fimm metrar á lengd og ríflega eitt og hálft tonn. Hann er nú boðinn af áttundu kynslóð en Malibu sá fyrst dagsljósið árið 1964 og hefur síðan selst í um 10 milljón eintökum, mest af því á heimavelli í Bandaríkjunum.Evrópubúar kjósa dísilvélinaChevrolet Malibu er stæltur á velli og með laglega formuðum línum og stærð sinni kallar hann fram heilmikil áhrif ásjáenda, þar er sko engin púdda á ferð heldur fullvaxinn glæsivagn. Ytra útlitið kallast bæði á við litla bróðurinn Cruze sem og kraftakaggann Camaro og er þar ekki leiðum að líkjast. Chevrolet Malibu býðst hér á landi með annaðhvort 2,4 lítra bensínvél eða 2,0 lítra dísilvél. Bensínvélin er 167 hestöfl en dísilvélin 160. Hún togar miklu meira en bensínvélin, 350 Nm í stað 225 Nm og er þrátt fyrir talsvert minna sprengirými mun öflugri. Dísilvélin líkaði mjög vel í þessum bíl, hún gerir hann ekki að neinni spyrnukerru en er hæfilega stór fyrir hann til þess að skila lágri eyðslu og það það sannarlega gerði hann. Uppgefin eyðsla bílsins er 6,0 lítrar, en 8,0 lítrar fyrir bensínbílinn. Í reynsluakstrinum öllum skaut bíllinn mjög nærri uppgefinni eyðslu en hafa verður í huga að mikið af akstrinum var á þjóðvegum. Það er til marks um hversu vélin er þó öflug að vart var sú brekka á þjóðvegunum sem kröfðust þess að bíllinn skipti sér niður til að hafa afl til klifursins og ekki var þó hóflega farið. Það er kannski ekki nema von að Chevrolet menn búast við því að 90% allra seldra Malibu bíla í Evrópu verði með dísilvélinni. Ekki heyrist mikið í henni, en helst þá er hún er í lausagangi en í langkeyrslu má vart greina frá henni hljóð. Þessi vél er ein aflmesta vél sem framleidd er með tveggja lítra sprengirými og nýtur hún aðstoðar forþjöppu. Hún virðist í alla staði mjög vel lukkuð. Er þessi sjálfskipting að sama skapi ljúf og skilar sínu hnökralaust. Við hana er tengd 6 gíra sjálskipting og sama á við bensínbílinn. Er þessi sjálfskipting að sama skapi ljúf og skilar sínu hnökralaust, nema að einu leiti. Beinskipta má þeim báðum í DSC stillingunni, en það er ekki svo auðvelt vegna afstöðu skiptistangarinnar þannig stilltri. Fer afar vel með farþegaAkstur bílsins var allur hinn ánægjulegasti, hann hefur fínasta veggrip, er léttur, nákvæmur og þægilegur í stýri og fer vel í beygjur þó hann eigi samkeppnisbíla frá Þýskalandi sem gera það enn betur. Þeir kosta líka miklu meira. Eitt það albesta við Malibu er hversu hljóðlátur hann er að innan og virðist ákaflega vel hljóðeinangraður. Þetta gefur bílnum mikinn klassa og langra ferða er fyrir vikið notið betur. Annað ákaflega skemmtilegt við hann er mjög gott Premium hljóðkerfi með 9 hátölurum. Það fer vel á því að hafa svo gott kerfi í stórum fjölskyldubíl sem góður er til ferðalaga og var þess notið vel. Eitt er það enn sem jók á ánægjuna í langakstri en það eru góð framsætin, rafstillanleg á allan hátt og með minni. Það besta við þau er þó að þau fara mjög vel með ökumann og farþega. Það vekar smá furðu að í svona stórum bíl eins og Malibu skuli ekki vera meira fótarými í aftursæti, en það er samt viðunandi.Vænlegur kostur á lágu verðiChevrolet Malibu er mjög vel búinn bíll hvað staðalbúnað varðar og það reyndar við um marga Chevrolet bíla. Þessi bíll sem ekki kostar nema 5,3 milljónir í bensínútfærslunni og 5,9 með dísilvél er með staðalbúnað sem margur dýrari bíllinn skartar ekki og þarf yfirleitt að sérpanta. Bílabúð Benna bíður bílinn aðeins í vel útbúinni LTZ útfærslu. Þá er hann með leðursætum með hita og hliðarspeglarnir eru einnig hitanlegir. Regnskynjari, útvarpsstillingar í leðurklæddu stýri, Bluetooth símabúnaður, aksturstölva, bakkskynjari, xenon aðalljós, brekkuaðstoð og lyklalaust aðgengi er hluti staðalbúnaðar. Rúsínan í pylsuendanum er svo loftþrýstingsmælir fyrir alla hjólbarða, rafstýrð topplúga, tvískipt tölvustýrð miðstöð, aðfellanlegir hliðarspeglar og flottar 18 tommu felgur. Það er hreinlega erfitt að bæta nokkru við og algerlega ástæðulaust. Chevrolet Malibu er mjög ferskur kostur þegar kemur að D-stærðarflokki bíla og vandfundinn ódýrari bíll í þeim flokki, né betur búinn.Kostir:Mikill staðalbúnaður, lágt verð, lítil eyðslaÓkostir: Fótarými í aftursæti, fáir vélarkostir, erfitt að nota beinskiptimöguleika 2,0 dísilvél, forþjöppa, 160 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 174 g/km CO2Hröðun: 9,7 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð: Frá 5.290.000 kr.Umboð: Bílabúð BennaSnotur að innan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Tii Akureyrar og baka plús heilmikið snatt á einum tanki. Reynsluakstur - Chevrolet Malibu Það er ekki oft sem bílablaðamenn eiga þess kost að aka reynsluakstursbílum um lengri vegalengdir á þremur dögum og er þá eins gott að ferðafélaginn sé góður. Það var einmitt raunin þegar Chevrolet Malibu fékk að rúlla tæplega 900 kílómetra í reynsluakstri og glímdi líka hressilega við beygjurnar í innanbæjarakstri. Það er ekki öllum bílum kleift að komast til Akureyrar og til baka, með heilmiklu snatti að auki, á einum og sama tankinum. Það gekk þó eftir á þessum dísildrifna Chevrolet Malibu, en þar fer ekki lítill bíll og því er þessi hóflega eyðsla eftirtektarverðari. Chevrolet Malibu er stór fjölskyldubíll þar sem rúmt er um alla farþega og skottrými mikið. Það sem einu sinni er jú framleitt fyrir Ameríkumarkað er ávallt stórt. Hann er tæplega fimm metrar á lengd og ríflega eitt og hálft tonn. Hann er nú boðinn af áttundu kynslóð en Malibu sá fyrst dagsljósið árið 1964 og hefur síðan selst í um 10 milljón eintökum, mest af því á heimavelli í Bandaríkjunum.Evrópubúar kjósa dísilvélinaChevrolet Malibu er stæltur á velli og með laglega formuðum línum og stærð sinni kallar hann fram heilmikil áhrif ásjáenda, þar er sko engin púdda á ferð heldur fullvaxinn glæsivagn. Ytra útlitið kallast bæði á við litla bróðurinn Cruze sem og kraftakaggann Camaro og er þar ekki leiðum að líkjast. Chevrolet Malibu býðst hér á landi með annaðhvort 2,4 lítra bensínvél eða 2,0 lítra dísilvél. Bensínvélin er 167 hestöfl en dísilvélin 160. Hún togar miklu meira en bensínvélin, 350 Nm í stað 225 Nm og er þrátt fyrir talsvert minna sprengirými mun öflugri. Dísilvélin líkaði mjög vel í þessum bíl, hún gerir hann ekki að neinni spyrnukerru en er hæfilega stór fyrir hann til þess að skila lágri eyðslu og það það sannarlega gerði hann. Uppgefin eyðsla bílsins er 6,0 lítrar, en 8,0 lítrar fyrir bensínbílinn. Í reynsluakstrinum öllum skaut bíllinn mjög nærri uppgefinni eyðslu en hafa verður í huga að mikið af akstrinum var á þjóðvegum. Það er til marks um hversu vélin er þó öflug að vart var sú brekka á þjóðvegunum sem kröfðust þess að bíllinn skipti sér niður til að hafa afl til klifursins og ekki var þó hóflega farið. Það er kannski ekki nema von að Chevrolet menn búast við því að 90% allra seldra Malibu bíla í Evrópu verði með dísilvélinni. Ekki heyrist mikið í henni, en helst þá er hún er í lausagangi en í langkeyrslu má vart greina frá henni hljóð. Þessi vél er ein aflmesta vél sem framleidd er með tveggja lítra sprengirými og nýtur hún aðstoðar forþjöppu. Hún virðist í alla staði mjög vel lukkuð. Er þessi sjálfskipting að sama skapi ljúf og skilar sínu hnökralaust. Við hana er tengd 6 gíra sjálskipting og sama á við bensínbílinn. Er þessi sjálfskipting að sama skapi ljúf og skilar sínu hnökralaust, nema að einu leiti. Beinskipta má þeim báðum í DSC stillingunni, en það er ekki svo auðvelt vegna afstöðu skiptistangarinnar þannig stilltri. Fer afar vel með farþegaAkstur bílsins var allur hinn ánægjulegasti, hann hefur fínasta veggrip, er léttur, nákvæmur og þægilegur í stýri og fer vel í beygjur þó hann eigi samkeppnisbíla frá Þýskalandi sem gera það enn betur. Þeir kosta líka miklu meira. Eitt það albesta við Malibu er hversu hljóðlátur hann er að innan og virðist ákaflega vel hljóðeinangraður. Þetta gefur bílnum mikinn klassa og langra ferða er fyrir vikið notið betur. Annað ákaflega skemmtilegt við hann er mjög gott Premium hljóðkerfi með 9 hátölurum. Það fer vel á því að hafa svo gott kerfi í stórum fjölskyldubíl sem góður er til ferðalaga og var þess notið vel. Eitt er það enn sem jók á ánægjuna í langakstri en það eru góð framsætin, rafstillanleg á allan hátt og með minni. Það besta við þau er þó að þau fara mjög vel með ökumann og farþega. Það vekar smá furðu að í svona stórum bíl eins og Malibu skuli ekki vera meira fótarými í aftursæti, en það er samt viðunandi.Vænlegur kostur á lágu verðiChevrolet Malibu er mjög vel búinn bíll hvað staðalbúnað varðar og það reyndar við um marga Chevrolet bíla. Þessi bíll sem ekki kostar nema 5,3 milljónir í bensínútfærslunni og 5,9 með dísilvél er með staðalbúnað sem margur dýrari bíllinn skartar ekki og þarf yfirleitt að sérpanta. Bílabúð Benna bíður bílinn aðeins í vel útbúinni LTZ útfærslu. Þá er hann með leðursætum með hita og hliðarspeglarnir eru einnig hitanlegir. Regnskynjari, útvarpsstillingar í leðurklæddu stýri, Bluetooth símabúnaður, aksturstölva, bakkskynjari, xenon aðalljós, brekkuaðstoð og lyklalaust aðgengi er hluti staðalbúnaðar. Rúsínan í pylsuendanum er svo loftþrýstingsmælir fyrir alla hjólbarða, rafstýrð topplúga, tvískipt tölvustýrð miðstöð, aðfellanlegir hliðarspeglar og flottar 18 tommu felgur. Það er hreinlega erfitt að bæta nokkru við og algerlega ástæðulaust. Chevrolet Malibu er mjög ferskur kostur þegar kemur að D-stærðarflokki bíla og vandfundinn ódýrari bíll í þeim flokki, né betur búinn.Kostir:Mikill staðalbúnaður, lágt verð, lítil eyðslaÓkostir: Fótarými í aftursæti, fáir vélarkostir, erfitt að nota beinskiptimöguleika 2,0 dísilvél, forþjöppa, 160 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 174 g/km CO2Hröðun: 9,7 sek.Hámarkshraði: 210 km/klstVerð: Frá 5.290.000 kr.Umboð: Bílabúð BennaSnotur að innan
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent