Miklu púðri eytt í tittlingaskít Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 11:07 Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“ Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
„ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“
Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira