Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins 3. apríl 2013 19:03 Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi. Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira