Þrýstingur á að Bjarni fari frá Karen Kjartansdóttir skrifar 4. apríl 2013 12:46 Oddvitar stærstu flokkanna, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins." Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins."
Kosningar 2013 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira