Nissan Altima toppar Toyota Camry í BNA Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2013 10:45 Sala Altima í mars samsvarar 453.000 bíla árssölu bara í Bandaríkjunum. Toyota Camry hefur verið svo lengi söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum að það var orðið sem lögmál og óþarft að greina frá því milli mánaða. Í nýliðnum marsmánuði bar þó svo við að Camry tapaði titlinum til annars japansks bíls, Nissan Altima. Altima hefur verið að sækja á Camry undanfarið og Nissan menn sögðu við birtingu sölutalnanna að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær einmitt þetta myndi gerast. Nissan Altima er nú tiltölulega nýrri gerð og er ákaflega sparsamur bíll á dropann. Hann er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað í verksmiðjum Nissan í Tennessee og Mississippi. Aðrir söluháir bílar í þessum flokki eru Honda Accord og Ford Mondeo og fullt eins líklegt að annarhvor þeirra hrifsi toppsætið af Nissan Altima áður en langt um líður, en afar hörð samkeppni er í þessum flokki bíla. Toyota segist engar áhyggjur hafa af ástandinu nú og ætla að ná aftur toppsætinu innan tíðar. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Sala Altima í mars samsvarar 453.000 bíla árssölu bara í Bandaríkjunum. Toyota Camry hefur verið svo lengi söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum að það var orðið sem lögmál og óþarft að greina frá því milli mánaða. Í nýliðnum marsmánuði bar þó svo við að Camry tapaði titlinum til annars japansks bíls, Nissan Altima. Altima hefur verið að sækja á Camry undanfarið og Nissan menn sögðu við birtingu sölutalnanna að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær einmitt þetta myndi gerast. Nissan Altima er nú tiltölulega nýrri gerð og er ákaflega sparsamur bíll á dropann. Hann er framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað í verksmiðjum Nissan í Tennessee og Mississippi. Aðrir söluháir bílar í þessum flokki eru Honda Accord og Ford Mondeo og fullt eins líklegt að annarhvor þeirra hrifsi toppsætið af Nissan Altima áður en langt um líður, en afar hörð samkeppni er í þessum flokki bíla. Toyota segist engar áhyggjur hafa af ástandinu nú og ætla að ná aftur toppsætinu innan tíðar.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent