Dortmund skoraði tvö í uppbótartíma og komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 14:38 Nordicphotos/Getty Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
"Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00