Þetta er bara fótbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 21. mars 2013 16:15 Hannes Þór Halldórsson Mynd/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira