BMW X4 kemur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2013 11:13 Er byggður á sama undirvagni og X3 jepplingurinn og er í raun "coupe" útfærsla hans. Frá því BMW kynnti fyrsta X-bíl sinn árið 1990 hefur fyrirtækið selt 2,7 milljónir af þeim til dagsins í dag. Ein gerð enn í þessari línu jeppa og jepplinga BMW mun þó bætast við, þ.e. X4, sem er eiginlega „coupe"-útfærsla af X3 jepplingnum og byggður á sama undirvagni. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, á stærsta markaðinum fyrir slíkan bíl og hefur BMW fjárfest fyrir 900 milljónir dollara í verksmiðju í Spartanburg í S-Karolínu til smíði hans. Þær vélar sem verða í boði í nýjum X4 í Bandaríkjunum verða 240 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. og fjögurra strokka bensínvél og sex strokka og þriggja lítra forþjöppudrifin 300 hestafla vél sem einnig brennir bensíni. Í Evrópu verður hann einnig í boði með dísilvélum og það gæti einnig orðið vestanhafs seinna meir. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Er byggður á sama undirvagni og X3 jepplingurinn og er í raun "coupe" útfærsla hans. Frá því BMW kynnti fyrsta X-bíl sinn árið 1990 hefur fyrirtækið selt 2,7 milljónir af þeim til dagsins í dag. Ein gerð enn í þessari línu jeppa og jepplinga BMW mun þó bætast við, þ.e. X4, sem er eiginlega „coupe"-útfærsla af X3 jepplingnum og byggður á sama undirvagni. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, á stærsta markaðinum fyrir slíkan bíl og hefur BMW fjárfest fyrir 900 milljónir dollara í verksmiðju í Spartanburg í S-Karolínu til smíði hans. Þær vélar sem verða í boði í nýjum X4 í Bandaríkjunum verða 240 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. og fjögurra strokka bensínvél og sex strokka og þriggja lítra forþjöppudrifin 300 hestafla vél sem einnig brennir bensíni. Í Evrópu verður hann einnig í boði með dísilvélum og það gæti einnig orðið vestanhafs seinna meir.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent