Lækka skatta og afnema höftin 24. febrúar 2013 18:05 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf). Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf).
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27
Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41
Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18
Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57