Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair 4. janúar 2013 11:17 Myndin hefur vakið heimsathygli. Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03
Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05
Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12