Leikhúsárið 2012: Íslenskur veruleiki á upp á pallborðið Elísabet Brekkan skrifar 28. desember 2012 14:00 Meðal þess sem upp úr stendur að mati Elísabetar Brekkan er leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur í Eldhafi og velgengni íslenskra verka, svo sem Tengdó, Gullregns og Jónsmessunætur. Nú er leikhúsárið liðið og fennir senn í misdjúp spor sem tekin voru á árinu 2012. Gróskan er mikil í leikhúsunum og þrátt fyrir tilkomu Hörpunnar með öllu sínu aðdráttarafli streyma áhorfendur að og það sem boðið er upp á er sífellt til umfjöllunar bæði í baði og á hlaði. Margs er að minnast bæði af því sem boðið var upp á fyrir yngstu kynslóðina og þá fullorðnu. Skrímslið og litla systir mín eftir Helgu Arnalds í leikstjórn Charlotte Bøving sló svo sannarlega í gegn í Norræna húsinu og Lygabaróninn Múnkhausen hélt börnum föngnum í Hafnarfirðinum. Í janúar var frumsýnt verk í Borgarleikhúsinu sem svo sannarlega heillaði áhorfendur, Eldhaf þar sem sagt er frá afdrifum baráttukonu í borgarstríðinu í Líbanon 1988. Að öðrum ólöstuðum er það leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur sem þar stendur upp úr. Örlög annarrar konu urðu einnig að yrkisefni í Borgarleikhúsinu, nefnilega sýningin Tengdó þar sem Dagur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir ásamt valinkunnum hópi segja undurfallega og hugljúfa sögu um Magneu sem kölluð var kolamoli, þar sem hún var öðruvísi en allir aðrir þar sem hún ólst upp suður með sjó. Pinter fékk líka sitt pláss í pínulitlum veggfóðruðum kassa í Kassa Þjóðleikhússins – fantagóð sýning með gömlum og góðum leikurum. Kvenfélagið Garpur bauð svo upp á Biðina eftir Godot og snillingurinn Bernd Ogrodnik sýndi hugljúft og heilsteypt brúðuverk um Gamla manninn og hafið. Spriklandi trúðar skemmtu fólki í frystihúsinu á Rifi á Snæfellsnesi, Hallgerður langbrók bauð til veislu á Njálusetrinu í sumarblíðunni og á leiklistarhátíðinni Lókal leitaði Álfrún Örnólfsdóttir að sjálfri sér í verkinu Kameljóni en líklega stendur nú samt upp úr þeirri hátíð heimboðið í íbúðina á Háaleitisbrautinni þar sem Friðgeir Einarsson lýsti með skemmtilegri nálgun hvernig fólk kynnist og kynnist alls ekki í blokkarsamfélaginu. Í Borgarleikhúsinu var enn ein vinsæl bók færð í leikbúning, Svar við bréfi Helgu, sem byggir á mjög vinsælli samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Ólafur Egill Egilsson gerði leikgerðina og sýndi það enn og aftur hvað honum farnast vel að koma bókmenntaverkum yfir í leikrænt form. Í Þjóðleikhúsinu var veðjað á vana hesta með sýningunni Með fulla vasa af grjóti og féll hún áhorfendum mjög vel í geð og var á margan hátt eins og sniðin fyrir þann raunveruleika sem við lifum við í dag. Að hittast og hátta saman á hverju ári í sama hótelherberginu þótti víst ansi fyndið og framsækið fyrir þrjátíu árum en sýningin Að sama tíma á ári er skondið á köflum en óskiljanlegt val á verkefni fyrir stærsta sviðið. Áhorfendur vilja íslensk leikrit um íslenskan raunveruleika. Það sýna viðtökurnar við Gullregni, fyrsta sviðsverki Ragnars Bragasonar, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í haust og segir frá öfgum í samskiptum fjölskyldu í Breiðholtinu. Eins þyrpast menn til að sjá Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar sem Harpa Arnardóttir leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Hvað varðar frjálsu leikhópana hafa ekki verið margar sýningar á árinu. Valdimar Flygering stýrði samstilltum hópi í karlaverkinu Póker þar sem spilafíkn, græðgi og örvænting einkenndi alla hegðun. Ekki svo sem merkilegt leikverk en mjög skemmtilegur leikur, einkum hjá Magnúsi Guðmundssyni. Í Norðurpólnum var vel unnið verk um einmanaleika sem kallað var Fastur og var það annar trúðanna af Snæfellsnesi, Benedikt Karl Gröndal, sem á undraverðan máta túlkaði persónu sem festist við alla hluti. Borgarleikhúsið skaut skjólshúsi yfir sýningu Vesturports Bastarðar: um snarruglaða fjölskyldu þar sem mikið var klifrað og buslað en inntakið heldur rýrt. Hér er aðeins stiklað á stóru um leikárið sem er að líða. Leiklistarnemar og leiklistarfólk minntist Augusts Strindberg en á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því hann lést og verk hans á sviðum leikhúsa um víða veröld. Niðurstaðan er víst örugglega, veljum íslenskt, við viljum íslenskt! Menning Tengdar fréttir Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi. 28. desember 2012 12:00 Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nú er leikhúsárið liðið og fennir senn í misdjúp spor sem tekin voru á árinu 2012. Gróskan er mikil í leikhúsunum og þrátt fyrir tilkomu Hörpunnar með öllu sínu aðdráttarafli streyma áhorfendur að og það sem boðið er upp á er sífellt til umfjöllunar bæði í baði og á hlaði. Margs er að minnast bæði af því sem boðið var upp á fyrir yngstu kynslóðina og þá fullorðnu. Skrímslið og litla systir mín eftir Helgu Arnalds í leikstjórn Charlotte Bøving sló svo sannarlega í gegn í Norræna húsinu og Lygabaróninn Múnkhausen hélt börnum föngnum í Hafnarfirðinum. Í janúar var frumsýnt verk í Borgarleikhúsinu sem svo sannarlega heillaði áhorfendur, Eldhaf þar sem sagt er frá afdrifum baráttukonu í borgarstríðinu í Líbanon 1988. Að öðrum ólöstuðum er það leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur sem þar stendur upp úr. Örlög annarrar konu urðu einnig að yrkisefni í Borgarleikhúsinu, nefnilega sýningin Tengdó þar sem Dagur Freyr Einarsson og Ilmur Stefánsdóttir ásamt valinkunnum hópi segja undurfallega og hugljúfa sögu um Magneu sem kölluð var kolamoli, þar sem hún var öðruvísi en allir aðrir þar sem hún ólst upp suður með sjó. Pinter fékk líka sitt pláss í pínulitlum veggfóðruðum kassa í Kassa Þjóðleikhússins – fantagóð sýning með gömlum og góðum leikurum. Kvenfélagið Garpur bauð svo upp á Biðina eftir Godot og snillingurinn Bernd Ogrodnik sýndi hugljúft og heilsteypt brúðuverk um Gamla manninn og hafið. Spriklandi trúðar skemmtu fólki í frystihúsinu á Rifi á Snæfellsnesi, Hallgerður langbrók bauð til veislu á Njálusetrinu í sumarblíðunni og á leiklistarhátíðinni Lókal leitaði Álfrún Örnólfsdóttir að sjálfri sér í verkinu Kameljóni en líklega stendur nú samt upp úr þeirri hátíð heimboðið í íbúðina á Háaleitisbrautinni þar sem Friðgeir Einarsson lýsti með skemmtilegri nálgun hvernig fólk kynnist og kynnist alls ekki í blokkarsamfélaginu. Í Borgarleikhúsinu var enn ein vinsæl bók færð í leikbúning, Svar við bréfi Helgu, sem byggir á mjög vinsælli samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Ólafur Egill Egilsson gerði leikgerðina og sýndi það enn og aftur hvað honum farnast vel að koma bókmenntaverkum yfir í leikrænt form. Í Þjóðleikhúsinu var veðjað á vana hesta með sýningunni Með fulla vasa af grjóti og féll hún áhorfendum mjög vel í geð og var á margan hátt eins og sniðin fyrir þann raunveruleika sem við lifum við í dag. Að hittast og hátta saman á hverju ári í sama hótelherberginu þótti víst ansi fyndið og framsækið fyrir þrjátíu árum en sýningin Að sama tíma á ári er skondið á köflum en óskiljanlegt val á verkefni fyrir stærsta sviðið. Áhorfendur vilja íslensk leikrit um íslenskan raunveruleika. Það sýna viðtökurnar við Gullregni, fyrsta sviðsverki Ragnars Bragasonar, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í haust og segir frá öfgum í samskiptum fjölskyldu í Breiðholtinu. Eins þyrpast menn til að sjá Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar sem Harpa Arnardóttir leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Hvað varðar frjálsu leikhópana hafa ekki verið margar sýningar á árinu. Valdimar Flygering stýrði samstilltum hópi í karlaverkinu Póker þar sem spilafíkn, græðgi og örvænting einkenndi alla hegðun. Ekki svo sem merkilegt leikverk en mjög skemmtilegur leikur, einkum hjá Magnúsi Guðmundssyni. Í Norðurpólnum var vel unnið verk um einmanaleika sem kallað var Fastur og var það annar trúðanna af Snæfellsnesi, Benedikt Karl Gröndal, sem á undraverðan máta túlkaði persónu sem festist við alla hluti. Borgarleikhúsið skaut skjólshúsi yfir sýningu Vesturports Bastarðar: um snarruglaða fjölskyldu þar sem mikið var klifrað og buslað en inntakið heldur rýrt. Hér er aðeins stiklað á stóru um leikárið sem er að líða. Leiklistarnemar og leiklistarfólk minntist Augusts Strindberg en á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því hann lést og verk hans á sviðum leikhúsa um víða veröld. Niðurstaðan er víst örugglega, veljum íslenskt, við viljum íslenskt!
Menning Tengdar fréttir Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi. 28. desember 2012 12:00 Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kvikmyndaárið mikla 2012 gert upp Kvikmyndafyrirtækið True North þjónustaði fjögur stór, erlend upptökuverkefni hér á landi á árinu. Markaðurinn ræddi við Leif B. Dagfinnsson framleiðanda um metárið og möguleikana í erlendri kvikmyndagerð á Íslandi. 28. desember 2012 12:00
Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00
Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00
Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00
Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00
Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 28. desember 2012 10:00
Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00
Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30
Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00