Árvakur átakasinni Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 06:00 Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Í dag er hátíðisdagur: Dagur rauða nefsins, til bjargar börnum heimsins. Mér er annt um börn og setti þess vegna upp nef í morgun, undir tvílitu kynjagleraugun sem ég skil ekki af hverju eru ekki löngu orðinn staðalbúnaður allra eindrægra hipstera. Nefið tónaði ágætlega við gisnu og óhrjálegu mottuna sem ég er byrjaður að safna fyrir marsmánuð. Fyrir suma er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er kalt þessa dagana, þannig að undir kaskeitið batt ég Reykjavíkurmaraþonsbuffið sem ég fékk þegar ég safnaði áheitum og hljóp fyrir Hjartavernd í fyrra. Úr kveikjulásnum héngu þrír Neyðarkallar og SÁÁ-álfurinn brosti til mín af mælaborðinu þegar ég ræsti bílinn. Og ég á móti. Ég var í NEI-bol í gær þannig að í dag varð þessi með myndinni af fóstrinu frá styrktarfélaginu Lífi fyrir valinu. Þetta eru uppáhaldsbolirnir mínir – ég á þrjá af hvorum. Í jakkanum var rauð Kvennaathvarfstala sem kallaðist á við bleiku krabbameinsslaufuna hinum megin. Appelsínugulu olnbogabæturnar sem ég lét sauma á hann til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi voru í stíl við ADHD-endurskinsmerkið sem ég nældi undir ermina á sínum tíma (þótt svona glitrandi dinglumdangl geti reyndar verið mjög truflandi fyrir athyglisbrostna menn eins og mig). Upp úr brjóstvasanum stóð rauða spjaldið mitt gegn ofbeldi – ekki ósvipað hámóðins vasaklút. Ég setti á mig langveikraglossið frá Á allra vörum – það er prýðilegur varasalvi í frostinu – og hagræddi baksýnisspeglinum á rauðu ljósi til hnýta á mig hvítfjólubláa blöðruhálsbindið. Ég sá að ég leit út eins og hálfviti. En það var að minnsta kosti í þágu góðs málstaðar. Í rassvasanum fann ég fyrir smokkunum sem ég keypti í tilefni af átakinu gegn kynsjúkdómum fyrir tveimur árum. Furðulegt að svona göfugur maður hafi ekki fengið tækifæri til að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Í dag er hátíðisdagur: Dagur rauða nefsins, til bjargar börnum heimsins. Mér er annt um börn og setti þess vegna upp nef í morgun, undir tvílitu kynjagleraugun sem ég skil ekki af hverju eru ekki löngu orðinn staðalbúnaður allra eindrægra hipstera. Nefið tónaði ágætlega við gisnu og óhrjálegu mottuna sem ég er byrjaður að safna fyrir marsmánuð. Fyrir suma er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er kalt þessa dagana, þannig að undir kaskeitið batt ég Reykjavíkurmaraþonsbuffið sem ég fékk þegar ég safnaði áheitum og hljóp fyrir Hjartavernd í fyrra. Úr kveikjulásnum héngu þrír Neyðarkallar og SÁÁ-álfurinn brosti til mín af mælaborðinu þegar ég ræsti bílinn. Og ég á móti. Ég var í NEI-bol í gær þannig að í dag varð þessi með myndinni af fóstrinu frá styrktarfélaginu Lífi fyrir valinu. Þetta eru uppáhaldsbolirnir mínir – ég á þrjá af hvorum. Í jakkanum var rauð Kvennaathvarfstala sem kallaðist á við bleiku krabbameinsslaufuna hinum megin. Appelsínugulu olnbogabæturnar sem ég lét sauma á hann til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi voru í stíl við ADHD-endurskinsmerkið sem ég nældi undir ermina á sínum tíma (þótt svona glitrandi dinglumdangl geti reyndar verið mjög truflandi fyrir athyglisbrostna menn eins og mig). Upp úr brjóstvasanum stóð rauða spjaldið mitt gegn ofbeldi – ekki ósvipað hámóðins vasaklút. Ég setti á mig langveikraglossið frá Á allra vörum – það er prýðilegur varasalvi í frostinu – og hagræddi baksýnisspeglinum á rauðu ljósi til hnýta á mig hvítfjólubláa blöðruhálsbindið. Ég sá að ég leit út eins og hálfviti. En það var að minnsta kosti í þágu góðs málstaðar. Í rassvasanum fann ég fyrir smokkunum sem ég keypti í tilefni af átakinu gegn kynsjúkdómum fyrir tveimur árum. Furðulegt að svona göfugur maður hafi ekki fengið tækifæri til að nota þá.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun